„Það er aldrei góð hugmynd“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2023 08:00 Kjartan Henry er spenntur fyrir nýju hlutverki. Vísir/Stöð 2 Sport Kaflaskil eru hjá Kjartani Henry Finnbogasyni sem hefur lagt fótboltaskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá FH. Hann þakkar góðar viðtökur í Hafnarfirði sem hafi ekki verið sjálfsagðar. Hann kveðst vera FH-ingur í dag en þó einnig KR-ingur. „Þetta kom í gær [fyrradag] að maður væri búinn að klára samningsmálin og það. Svo koma þessar spurningar, hvort ég sé hættur í fótbolta. En ég held það gefi auga leið. Þegar maður fer inn í svona starf þá er maður ekkert að spila með, það er aldrei góð hugmynd. Skórnir eru komnir upp í hillu.“ sagði Kjartan Henry þegar hann settist niður með fréttamanni í dag. En er Kjartan búinn að venjast tilhugsuninni að vera ekki að fara að spila fótbolta næsta sumar? „Örugglega ekki. Ég held þetta komi hér og þar. Það er búið að vera margt annað að hugsa um eftir tímabilið. Það kom lítil stelpa hjá okkur fyrir tíu dögum síðan þannig að ég er ekkert búinn að vera að pæla mikið í þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur og spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan en hann og eiginkona hans, Helga Björnsdóttir, eignuðust sitt þriðja barn í upphafi mánaðar. Ekkert þjálfað áður Kjartan Henry hefur ekkert þjálfað yngri flokka eða slíkt meðfram leikmannaferlinum og þjálfarareynslan því af skornum skammti. Hann hefur hins vegar verið duglegur að mennta sig í fræðunum og er kominn með UEFA-B þjálfararéttindi. Þrátt fyrir reynsluleysi á þeim vettvangi er reynslan þeim mun meiri sem leikmaður og kveðst hann hafa allt til brunns að bera í starfið. „Nei, ég er bara búinn að vera mennta mig, taka námskeið og taka einhverjar af þessum gráðum. Ég mun halda því áfram. Svo er ég með hrikalega góðum mönnum þarna sem munu hjálpa mér. Ég kem með helling að borðinu líka. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit alveg um hvað þetta snýst.“ FH-ingur og KR-ingur Kjartan Henry hefur skorað ófá mörkin gegn FH í gegnum tíðina og var sérstaklega naskur við að skora í Kaplakrika þegar hann lék í röndóttum búningi KR. Kjartan er uppalinn í Vesturbæ en samningi hans hjá uppeldisfélaginu var sagt upp eftir tímabilið 2021. Það báru margir upp stór augu þegar hann samdi við FH-inga en vert er að spyrja hvort hann líti á sig sem FH-ing í dag? „Já, já, klárlega. Mér var tekið frábærlega þegar kom í Krikann og það var örugglega ekkert auðvelt fyrir FH-inga að fá þarna eitthvað KR-svín sem er búinn að láta eins og fífl, kannski. Mér var tekið ótrúlega vel og það er allur kjarni í klúbbnum, aðstaða og slíkt til algjörrar fyrirmyndar. Þeir eru komnir með hybrid-grasvöll og það eru ótrúlega spennandi tímar í Hafnarfirðinum,“ „Ég er FH-ingur í dag en ég er líka KR-ingur. Það er eins og þetta er í boltanum, það eru fleiri sem þekkja það en ég. En já, ég er FH-ingur í dag.“ segir Kjartan Henry. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti viðtalsins verður sýndur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Besta deild karla FH KR Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
„Þetta kom í gær [fyrradag] að maður væri búinn að klára samningsmálin og það. Svo koma þessar spurningar, hvort ég sé hættur í fótbolta. En ég held það gefi auga leið. Þegar maður fer inn í svona starf þá er maður ekkert að spila með, það er aldrei góð hugmynd. Skórnir eru komnir upp í hillu.“ sagði Kjartan Henry þegar hann settist niður með fréttamanni í dag. En er Kjartan búinn að venjast tilhugsuninni að vera ekki að fara að spila fótbolta næsta sumar? „Örugglega ekki. Ég held þetta komi hér og þar. Það er búið að vera margt annað að hugsa um eftir tímabilið. Það kom lítil stelpa hjá okkur fyrir tíu dögum síðan þannig að ég er ekkert búinn að vera að pæla mikið í þessu. Ég er bara ótrúlega stoltur og spenntur fyrir þessu verkefni,“ segir Kjartan en hann og eiginkona hans, Helga Björnsdóttir, eignuðust sitt þriðja barn í upphafi mánaðar. Ekkert þjálfað áður Kjartan Henry hefur ekkert þjálfað yngri flokka eða slíkt meðfram leikmannaferlinum og þjálfarareynslan því af skornum skammti. Hann hefur hins vegar verið duglegur að mennta sig í fræðunum og er kominn með UEFA-B þjálfararéttindi. Þrátt fyrir reynsluleysi á þeim vettvangi er reynslan þeim mun meiri sem leikmaður og kveðst hann hafa allt til brunns að bera í starfið. „Nei, ég er bara búinn að vera mennta mig, taka námskeið og taka einhverjar af þessum gráðum. Ég mun halda því áfram. Svo er ég með hrikalega góðum mönnum þarna sem munu hjálpa mér. Ég kem með helling að borðinu líka. Ég hef engar áhyggjur af því. Ég veit alveg um hvað þetta snýst.“ FH-ingur og KR-ingur Kjartan Henry hefur skorað ófá mörkin gegn FH í gegnum tíðina og var sérstaklega naskur við að skora í Kaplakrika þegar hann lék í röndóttum búningi KR. Kjartan er uppalinn í Vesturbæ en samningi hans hjá uppeldisfélaginu var sagt upp eftir tímabilið 2021. Það báru margir upp stór augu þegar hann samdi við FH-inga en vert er að spyrja hvort hann líti á sig sem FH-ing í dag? „Já, já, klárlega. Mér var tekið frábærlega þegar kom í Krikann og það var örugglega ekkert auðvelt fyrir FH-inga að fá þarna eitthvað KR-svín sem er búinn að láta eins og fífl, kannski. Mér var tekið ótrúlega vel og það er allur kjarni í klúbbnum, aðstaða og slíkt til algjörrar fyrirmyndar. Þeir eru komnir með hybrid-grasvöll og það eru ótrúlega spennandi tímar í Hafnarfirðinum,“ „Ég er FH-ingur í dag en ég er líka KR-ingur. Það er eins og þetta er í boltanum, það eru fleiri sem þekkja það en ég. En já, ég er FH-ingur í dag.“ segir Kjartan Henry. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Annar hluti viðtalsins verður sýndur í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
Besta deild karla FH KR Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira