Landris hefur „svo gott sem stöðvast“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. desember 2023 17:54 Landris hefur verulega dregið úr sér á síðustu dögum. Vísir/Vilhelm Landris við Svartsengi virðist hafaverulega dregið úr sér og segir Eldfjalla- og náttúrúvárhópur Suðurlands í færslu sinni á Facebook að það hafi svo gott sem stöðvast. Á rauntímamælum Veðurstofunnar og Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sést lítið sem ekkert landris við mæla í Svartsengi, Eldvörpum og Skipastígahrauni. Síðan 10. nóvember hefur mælst mikið landris en byrjaði að draga úr hraða landrissins í kringum mánaðamót. Veðurstofan bíður nákvæmari mælinga Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segist vilja bíða með að lýsa afgerandi yfir því hver staðan er. Veðrið sé búið að vera trufla og því eru mælingar ekki eins nákvæmar. „Við viljum fá bæði fleiri punkta úr þessum gps-gögnum og gefa okkur aðeins lengri tíma til að sjá hvað raunverulega er í gangi. Hvort jörðin sé hætt við þetta eða hvort hún er að halda áfram. Við viljum bíða aðeins og fá skýrari mynd,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Það er að hægja á þessu en spurningin er hvort þetta sé stopp eða ekki,“ segir hún einnig. Skjálftar mælist áfram „Enn eru sjáanlegar láréttar hreyfingar á nokkrum mælum, en verulega hefur dregið úr þeim líka. Um mánaðamótin kom fram að landrisið væri ein aðalástæða þess að áfram væri enn í gildi rýming í Grindavík,“ segir í færslunni. Í frétt sem Veðurstofan birti á síðu sinni fyrr í dag kemur fram að skjálftavirkni sé væg er mælist þó á öllu svæðinu. Um 460 skjálftar hafa, samkvæmt þeim, mælst síðan á þriðjudag, þar af 30 yfir 1,0 og stærsti 2,8. Þar kemur einnig fram að mælingar sýni að landris haldi áfram. Núverandi hættumat gildir til 20. desember næstkomandi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Á rauntímamælum Veðurstofunnar og Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands sést lítið sem ekkert landris við mæla í Svartsengi, Eldvörpum og Skipastígahrauni. Síðan 10. nóvember hefur mælst mikið landris en byrjaði að draga úr hraða landrissins í kringum mánaðamót. Veðurstofan bíður nákvæmari mælinga Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segist vilja bíða með að lýsa afgerandi yfir því hver staðan er. Veðrið sé búið að vera trufla og því eru mælingar ekki eins nákvæmar. „Við viljum fá bæði fleiri punkta úr þessum gps-gögnum og gefa okkur aðeins lengri tíma til að sjá hvað raunverulega er í gangi. Hvort jörðin sé hætt við þetta eða hvort hún er að halda áfram. Við viljum bíða aðeins og fá skýrari mynd,“ segir hún í samtali við fréttastofu. „Það er að hægja á þessu en spurningin er hvort þetta sé stopp eða ekki,“ segir hún einnig. Skjálftar mælist áfram „Enn eru sjáanlegar láréttar hreyfingar á nokkrum mælum, en verulega hefur dregið úr þeim líka. Um mánaðamótin kom fram að landrisið væri ein aðalástæða þess að áfram væri enn í gildi rýming í Grindavík,“ segir í færslunni. Í frétt sem Veðurstofan birti á síðu sinni fyrr í dag kemur fram að skjálftavirkni sé væg er mælist þó á öllu svæðinu. Um 460 skjálftar hafa, samkvæmt þeim, mælst síðan á þriðjudag, þar af 30 yfir 1,0 og stærsti 2,8. Þar kemur einnig fram að mælingar sýni að landris haldi áfram. Núverandi hættumat gildir til 20. desember næstkomandi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira