Folar fagna stórafmæli Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. desember 2023 15:36 Gísli Örn er fimmtugur í dag og Herbert sjötugur. Gísli Örn Garðarsson leikari og Herbert Guðmundsson tónlistarmaður standa á tímamótum í dag. Þeir fagna stórafmæli sínu hvor með sínum hætti. Annar í Brasilíu en hinn með nýbakaðri tebollu og því að gera það sem hann gerir best - að skemmta fólki. Gísli Örn er fimmtugur í dag og Herbert sjötugur. Gísli Örn er staddur í Brasilíu með eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur og syni þeirra í sannkölluðu ævintýrafríi. „Betri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér!! Ævintýramaður fram í fingurgóma Gleðipinn og prakkari geggjuð blanda, hlakka til að leika með þér á þinum efri árum gamli. Elska þig út yfir öll mörk,“ segir eiginkonan Nína Dögg í kveðju til síns heittelskaða á Facebook þar sem afmæliskveðjum rignir. Gísli Örn hefur átt stórt ár en nýlega frumsýndi hann söngleikinn Frozen í Noregi. Stórafmælistónleikar í mars Herbert byrjaði daginn líka á Suður-Amerískum nótum. Hann hellti upp á kólumbískt kaffi og gæddi sér á nýbakaðri tebollu úr Bónus. Hann tók forskot á sæluna í gærkvöldi og fór út að borða á Steikhúsið Tryggvagötu með syni sínu. Þar gæddu þeir sér á gómsætri lambasteik, diet coke, og súkkulaðiköku með í eftirrétt. „Ég held sjaldnast upp á daginn en ætla að fagna stórafmælinu í kvöld með því að gleðja fólk í einkasamkvæmi. Allt verður vitlaust og fólk hoppar út á gólf, ég elska það mest,“ segir Herbert rólegur og bætir við: „Maður yngist bara með árunum.“ Herbert mun fagna tímamótunum með pompi og prakt í mars næstkomandi með stórafmælistónleikum í Hákskólabíói, þar sem farið verður yfir ferilinn. Með honum verða Diljá Pétursdóttir, Stefán Hilmarrson og Axel Ó. Ísland í dag hefur gert nærmynd af Gísla Erni og Herberti, reyndar fyrir nokkrum árum. Þær má sjá hér að neðan. Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir ræddi við fólkið sem stendur Gísla næst árið 2011. Þá hefur verið horft um fimmtíu þúsund sinnum á eftirminnilegt atriði Gísla Arnar og Steinda Jr. í þættinum Stóra sviðinu í fyrra. Ásgeir Erlendsson tók hús á Herberti árið 2017. Herbert gaf út lagið Ástarbál á árinu sem er að líða. Tímamót Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Gísli Örn er fimmtugur í dag og Herbert sjötugur. Gísli Örn er staddur í Brasilíu með eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur og syni þeirra í sannkölluðu ævintýrafríi. „Betri ferðafélaga er ekki hægt að hugsa sér!! Ævintýramaður fram í fingurgóma Gleðipinn og prakkari geggjuð blanda, hlakka til að leika með þér á þinum efri árum gamli. Elska þig út yfir öll mörk,“ segir eiginkonan Nína Dögg í kveðju til síns heittelskaða á Facebook þar sem afmæliskveðjum rignir. Gísli Örn hefur átt stórt ár en nýlega frumsýndi hann söngleikinn Frozen í Noregi. Stórafmælistónleikar í mars Herbert byrjaði daginn líka á Suður-Amerískum nótum. Hann hellti upp á kólumbískt kaffi og gæddi sér á nýbakaðri tebollu úr Bónus. Hann tók forskot á sæluna í gærkvöldi og fór út að borða á Steikhúsið Tryggvagötu með syni sínu. Þar gæddu þeir sér á gómsætri lambasteik, diet coke, og súkkulaðiköku með í eftirrétt. „Ég held sjaldnast upp á daginn en ætla að fagna stórafmælinu í kvöld með því að gleðja fólk í einkasamkvæmi. Allt verður vitlaust og fólk hoppar út á gólf, ég elska það mest,“ segir Herbert rólegur og bætir við: „Maður yngist bara með árunum.“ Herbert mun fagna tímamótunum með pompi og prakt í mars næstkomandi með stórafmælistónleikum í Hákskólabíói, þar sem farið verður yfir ferilinn. Með honum verða Diljá Pétursdóttir, Stefán Hilmarrson og Axel Ó. Ísland í dag hefur gert nærmynd af Gísla Erni og Herberti, reyndar fyrir nokkrum árum. Þær má sjá hér að neðan. Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir ræddi við fólkið sem stendur Gísla næst árið 2011. Þá hefur verið horft um fimmtíu þúsund sinnum á eftirminnilegt atriði Gísla Arnar og Steinda Jr. í þættinum Stóra sviðinu í fyrra. Ásgeir Erlendsson tók hús á Herberti árið 2017. Herbert gaf út lagið Ástarbál á árinu sem er að líða.
Tímamót Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira