Ingibjörg hissa á að fá ekki tilboð og stefnir á sterkari deild Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2023 10:35 Ingibjörg Sigurðardóttir er einn af bestu varnarmönnum íslenska landsliðsins og var gerð að fyrirliða Vålerenga í sumar. Getty Landsliðskonan öfluga Ingibjörg Sigurðardóttir kveður nú norska knattspyrnufélagið Vålerenga eftir fjögurra ára dvöl. Hún kveðst undrandi á því að félagið skyldi ekki bjóða henni nýjan samning. Ingibjörg hefur verið algjör lykilmaður í liði Vålerenga. Hún vann tvennuna með liðinu á sínu fyrsta tímabili árið 2020 og var kjörin besti leikmaður norsku deildarinnar, og tók svo við meistarabikarnum sem fyrirliði í síðasta mánuði. Þess vegna kemur það á óvart að Vålerenga hafi ekki boðið þessum 26 ára Grindvíkingi nýjan samning, en sjálf var Ingibjörg á báðum áttum með það hvort hún vildi vera áfram hjá félaginu eða komast í sterkari deild. Sú ákvörðun liggur núna fyrir, þar sem Ingibjörg hefur ekki áhuga á að spila fyrir annað lið í norsku deildinni. „Þetta er búið að vera ferli í ákveðinn tíma, að finna út hvað væri best fyrir mig, en að lokum var það eiginlega bara klúbburinn sem ákvað að bjóða mér ekki samning. Það kom svolítið á óvart því ég var að bíða eftir tilboði, og þó ég hafi nánast verið ákveðin í að fara eitthvað annað þá reiknaði ég með því. En svona endaði þetta,“ sagði Ingibjörg við Vísi í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir í baráttunni í sigri gegn Wales í Þjóðadeildinni í haust.vísir/Diego Hún er hins vegar ekki á flæðiskeri stödd. Kemur til Íslands á mánudag til að vera hér yfir jólin og nýtir næstu daga í að skoða hvaða valkostur hentar best. „Draumurinn er að fara í ensku deildina en svo eru fleiri deildir líka. Ég er með valmöguleika og var þannig búin undir þessa stöðu. En janúarglugginn getur verið svolítið erfiður fyrir hafsent, svo ég skoða bara hvað býðst. Ég er í sambandi við lið í nokkrum deildum og held öllu opnu, hvort sem það er England, Þýskaland, Ítalía eða eitthvað annað,“ sagði Ingibjörg. Leið yfir að komast ekki í Grindavík um jólin en lítur á björtu hliðarnar Svo gæti farið að það skýrist ekki fyrr en í janúar hvert næsta skref Ingibjargar verður en þangað til ætlar hún að njóta sín í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi. Vanalega myndi það þýða að hún færi til Grindavíkur en það er víst ekki í boði að þessu sinni. „Við verðum uppi í bústað og svo höfum við fengið íbúð í Reykjavík frá góðum vinum. Auðvitað fylgir því mikill söknuður og manni finnst skrýtið að geta ekki verið í Grindavík. Það á kannski eftir að hellast smá yfir mann þegar maður kemur og getur ekki farið heim, en við vorum búin að undirbúa okkur fyrir þetta og lítum bara á björtu hliðarnar,“ segir landsliðskonan. Norski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Sjá meira
Ingibjörg hefur verið algjör lykilmaður í liði Vålerenga. Hún vann tvennuna með liðinu á sínu fyrsta tímabili árið 2020 og var kjörin besti leikmaður norsku deildarinnar, og tók svo við meistarabikarnum sem fyrirliði í síðasta mánuði. Þess vegna kemur það á óvart að Vålerenga hafi ekki boðið þessum 26 ára Grindvíkingi nýjan samning, en sjálf var Ingibjörg á báðum áttum með það hvort hún vildi vera áfram hjá félaginu eða komast í sterkari deild. Sú ákvörðun liggur núna fyrir, þar sem Ingibjörg hefur ekki áhuga á að spila fyrir annað lið í norsku deildinni. „Þetta er búið að vera ferli í ákveðinn tíma, að finna út hvað væri best fyrir mig, en að lokum var það eiginlega bara klúbburinn sem ákvað að bjóða mér ekki samning. Það kom svolítið á óvart því ég var að bíða eftir tilboði, og þó ég hafi nánast verið ákveðin í að fara eitthvað annað þá reiknaði ég með því. En svona endaði þetta,“ sagði Ingibjörg við Vísi í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir í baráttunni í sigri gegn Wales í Þjóðadeildinni í haust.vísir/Diego Hún er hins vegar ekki á flæðiskeri stödd. Kemur til Íslands á mánudag til að vera hér yfir jólin og nýtir næstu daga í að skoða hvaða valkostur hentar best. „Draumurinn er að fara í ensku deildina en svo eru fleiri deildir líka. Ég er með valmöguleika og var þannig búin undir þessa stöðu. En janúarglugginn getur verið svolítið erfiður fyrir hafsent, svo ég skoða bara hvað býðst. Ég er í sambandi við lið í nokkrum deildum og held öllu opnu, hvort sem það er England, Þýskaland, Ítalía eða eitthvað annað,“ sagði Ingibjörg. Leið yfir að komast ekki í Grindavík um jólin en lítur á björtu hliðarnar Svo gæti farið að það skýrist ekki fyrr en í janúar hvert næsta skref Ingibjargar verður en þangað til ætlar hún að njóta sín í faðmi fjölskyldunnar á Íslandi. Vanalega myndi það þýða að hún færi til Grindavíkur en það er víst ekki í boði að þessu sinni. „Við verðum uppi í bústað og svo höfum við fengið íbúð í Reykjavík frá góðum vinum. Auðvitað fylgir því mikill söknuður og manni finnst skrýtið að geta ekki verið í Grindavík. Það á kannski eftir að hellast smá yfir mann þegar maður kemur og getur ekki farið heim, en við vorum búin að undirbúa okkur fyrir þetta og lítum bara á björtu hliðarnar,“ segir landsliðskonan.
Norski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sérfræðingar SÞ biðla til FIFA að banna Ísrael Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Sjá meira