Endar tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu sætunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2023 11:00 Eileen Gu hefur miklar tekjur af auglýsingasamningum og ekki síst í Kína. Getty/VCG Tenniskonur eru launahæstu íþróttakonur heims og hafa verið það lengi. Það þykir því stórmerkilegt þegar íþróttakona úr annarri íþrótt kemst inn á topp þrjú á peningalistanum. Sportico hefur nú tekið saman listann yfir tekjuhæstu íþróttakonurnar á árinu 2023. Tenniskonur hafa einokað efstu sæti listans undanfarin ár og tenniskonan Coco Gauff er í efsta sæti tekjulistans núna. Gauff vann Opna bandaríska meistaramótið í ár en það var hennar fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Á listanum er tekið saman hvað konurnar fá í laun, í verðlaunafé og svo hvaða tekjur þær hafa af auglýsingum og öðrum styrktarsamningum. Coco Gauff vann sinn fyrsta risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu.Getty/Sarah Stier Gauff fékk 6,7 milljónir dollara í verðlaunafé en sextán milljónir frá auglýsingasamningum. Samtals hafði hún því 22,7 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á árinu 2023 eða tæpa 3,2 milljarða íslenskra króna. Áður höfum við séð Serenu Williams, Mariu Sharapova og Naomi Osaka í efsta sæti þessa lista. Skíðafimikonan Eileen Gu náði hins vegar í ár að enda tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu þremur sætum peningalistans. Hin nítján ára gamla Gu er í þriðja sætinu á eftir tenniskonunum Gauff og Igu Swiatek. Hún er eina konan í efstu átta sætunum sem spilar ekki tennis. Gu fær líka langmest af öllum þegar kemur að tekjum frá auglýsingum og styrktaraðilum en hún fékk allar sínar tekjur þaðan eða alls tuttugu milljónir dollara. Swiatek fær aftur á móti mest af öllum þegar kemur að verðlaunafé en hún átti mjög flott ár og fékk alls 9,9 milljónir dollara í verðlaunafé á árinu 2023. Meðal efstu fimmtán þá eru níu tenniskonur, tvær fótboltakonur, tvær skíðakonur og ein úr fimleikum og ein úr golfi. Tekjulisti Sportico leit svona út..sportico.com Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis Tennis Skíðaíþróttir Fótbolti Golf Fimleikar Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Sjá meira
Sportico hefur nú tekið saman listann yfir tekjuhæstu íþróttakonurnar á árinu 2023. Tenniskonur hafa einokað efstu sæti listans undanfarin ár og tenniskonan Coco Gauff er í efsta sæti tekjulistans núna. Gauff vann Opna bandaríska meistaramótið í ár en það var hennar fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Á listanum er tekið saman hvað konurnar fá í laun, í verðlaunafé og svo hvaða tekjur þær hafa af auglýsingum og öðrum styrktarsamningum. Coco Gauff vann sinn fyrsta risatitil á Opna bandaríska meistaramótinu.Getty/Sarah Stier Gauff fékk 6,7 milljónir dollara í verðlaunafé en sextán milljónir frá auglýsingasamningum. Samtals hafði hún því 22,7 milljónir Bandaríkjadala í tekjur á árinu 2023 eða tæpa 3,2 milljarða íslenskra króna. Áður höfum við séð Serenu Williams, Mariu Sharapova og Naomi Osaka í efsta sæti þessa lista. Skíðafimikonan Eileen Gu náði hins vegar í ár að enda tveggja áratuga einokun tenniskvenna í efstu þremur sætum peningalistans. Hin nítján ára gamla Gu er í þriðja sætinu á eftir tenniskonunum Gauff og Igu Swiatek. Hún er eina konan í efstu átta sætunum sem spilar ekki tennis. Gu fær líka langmest af öllum þegar kemur að tekjum frá auglýsingum og styrktaraðilum en hún fékk allar sínar tekjur þaðan eða alls tuttugu milljónir dollara. Swiatek fær aftur á móti mest af öllum þegar kemur að verðlaunafé en hún átti mjög flott ár og fékk alls 9,9 milljónir dollara í verðlaunafé á árinu 2023. Meðal efstu fimmtán þá eru níu tenniskonur, tvær fótboltakonur, tvær skíðakonur og ein úr fimleikum og ein úr golfi. Tekjulisti Sportico leit svona út..sportico.com Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis
Tekjuhæstu íþróttakonurnar 2023: 1. Coco Gauff, tennis 2. Iga Swiatek, tennis 3. Eileen Gu, skíðafimi 4. Emma Raducanu, tennis 5. Naomi Osaka, tennis 6. Aryna Sabalenka, tennis 7. Elena Rybakina, tennis 8. Jessica Pegula, tennis 9. Simone Biles, fimleikar 10.Nelly Korda, golf 11. Alex Morgan, fótbolti 12. Megan Rapinoe, fótbolti 13. Leylah Fernandez, tennis 14. Mikaela Shiffrin, skíði 15. Obs Jabeur, tennis
Tennis Skíðaíþróttir Fótbolti Golf Fimleikar Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Sjá meira