Stjórnarslit skárri kostur en orkuskortur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. desember 2023 21:31 Kristinn tekur í svipaðan streng um orkumálin og flokksbróðir sinn Jón Gunnarsson. Formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins segir að víkja þurfi með lögum öllu því úr vegi sem hindri eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Hann segir að kosti það stjórnarslit að leysa vandann, sé það gjaldið fyrir lausn hans. Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi. Kristinn Karl Brynjarsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé með lífsins ólíkindum að á meðan hér renni til einskis þúsundir megawatta til sjávar dag hvern sé verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, viðraði í gær samskonar áhyggjur af stöðu orkumála hér á landi. Hann segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum. Orkuskorturinn mannanna verk Kristinn segir að á meðan orku sé skammtað til sjávarútvegsfyrirtækja og Orkubú Vestfjarða kaupi árlega olíu til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn hjali forsætisráðherra á ráðstefnu í Dúbæ um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. „Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga,“ skrifar Kristinn. Hann segir öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt sé að ráðast í á næstu misserum og árum, séu í besta falli draumar sem aldrei verði að veruleika við núverandi ástand. Ríkisstjórnin vilji ekki snerta boltann „Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum.“ Kristinn segir að enda eigi þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel sé hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim hafi verið komið á sínum tíma. Boltinn sé hjá Alþingi þar sem ríkisstjórnin vilji ekki sjá hann eða snerta. „Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna.“ Kristinn segir að það megi vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu fari Alþingi í þessa vegferð. Að menn fari að tala um það sé ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. „En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi. Kristinn Karl Brynjarsson, formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, segir að það sé með lífsins ólíkindum að á meðan hér renni til einskis þúsundir megawatta til sjávar dag hvern sé verið að setja neyðarlög um orkuskömmtun í landinu. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, viðraði í gær samskonar áhyggjur af stöðu orkumála hér á landi. Hann segir ríkisstjórnina standa á brauðfótum. Orkuskorturinn mannanna verk Kristinn segir að á meðan orku sé skammtað til sjávarútvegsfyrirtækja og Orkubú Vestfjarða kaupi árlega olíu til þess að tryggja Vestfirðingum næga raforku yfir veturinn hjali forsætisráðherra á ráðstefnu í Dúbæ um kolefnishlutlaust Ísland 2040 eða 2050. „Þessi orkuskortur er auðvitað mannana verk og því auðvitað mannana verk losa okkur úr viðjum orkuskortsins. Það segir sig auðvitað sjálft að viðverandi orkuskortur og árlegar skammtanir á orku draga verulega úr þrótti atvinnu og athafnalífs okkar Íslendinga,“ skrifar Kristinn. Hann segir öll áform um aukna atvinnuuppbyggingu og verðmætasköpun, sem nauðsynlegt sé að ráðast í á næstu misserum og árum, séu í besta falli draumar sem aldrei verði að veruleika við núverandi ástand. Ríkisstjórnin vilji ekki snerta boltann „Þar sem ríkisstjórnin virðist ætla að vera með öllu óhæf til að leiða okkur út úr þessum vanda, þarf hér Alþingi að grípa inn í og setja lög sem grisja verulega þennan gríðarlega reglugerða og leyfisveitingafrumskóg sem mætir þeim er reisa vill virkjun er afkastar meiru en 10 megawöttum.“ Kristinn segir að enda eigi þessi hamlandi frumskógur sér stoð í lögum sem vel sé hægt að breyta eða fella úr gildi, á sama hátt og þeim hafi verið komið á sínum tíma. Boltinn sé hjá Alþingi þar sem ríkisstjórnin vilji ekki sjá hann eða snerta. „Víkja þarf með lögum, tímabundið eða til framtíðar, úr vegi öllu því sem hindrar eðlilega orkuuppbyggingu í landinu. Það mætti kalla það neyðaraðgerðir um að auka raforkuframleiðslu í landinu. Tíminn til þess er núna.“ Kristinn segir að það megi vel vera að það hrikti í stjórnarsamstarfinu fari Alþingi í þessa vegferð. Að menn fari að tala um það sé ábyrgðarhluti að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu út af málinu. „En það er í sjálfu sér enn meiri ábyrgðarhluti að halda hér úti verklítilli ríkisstjórn, sem vanhæf er með öllu til þess að stuðla að eðlilegri og sjálfsagðri uppbygginu innviða og orkuframleiðslu. Kosti það stjórnarslit að leysa þennan vanda, þá er það gjaldið fyrir lausn hans.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira