„Finnst þau vera að reyna að æsa okkur upp“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. desember 2023 14:17 Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, gagnrýnir að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla þar sem slíkt ýti undir æsing. Vísir/Ívar Fannar Formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir galið að stjórn Gildis hafi kallað til lögreglu og öryggisvarða þegar mótmælt hefur verið við skrifstofur lífeyrissjóðsins. Slíkt ýti undir æsing og auki líkur á að mótmælin fari úr böndunum. Mótmæli fara fram klukkan 15 í dag. Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Herði Guðbrandssyni, formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur, boðað til mótmæla klukkan 15 í dag, við skrifstofu lífeyrissjóðsins Gildis vegna lánamála Grindvíkinga. Um þriðju mótmælin er að ræða síðan Grindavík var rýmd þann 10. nóvember. Þungt hljóð í Grindvíkingum Í samtali við Vísi segir Einar Hannes að tilgangur mótmælanna sé sá sami og áður, að þrýsta á lífeyrissjóðina að gera það sama og bankarnir, fella niður vexti og verðbætur. Hann á von á góðri mætingu, þeirri bestu hingað til. Fjörutíu og sjö Grindvíkingar eru með lán hjá Gildi og að sögn Einars er hljóðið í þeim mjög þungt. „Þetta er erfitt, að reka tvö heimili á sama tíma og það eru að koma jól. Þetta er erfiðasti mánuður ársins. Mér finnst forsvarsmenn Gildis alls ekki sýna því skilning.“ Eftir síðustu mótmæli sendu Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs formlega kvörtun á stjórn VR vegna framgöngu og hegðunar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sögðu þau Ragnar hafa komið inn á skrifstofuna með gjallarhorn og starfsmenn hafi upplifað að Ragnar hafi hvatt til þess að mótmælin færu ekki fram með friðsamlegum hætti. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs sagði óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna. Sagði hann mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. Ragnar Þór hafnaði ásökunum og sagði mótmælin hafa farið friðsamlega fram. „Við viljum bara að á okkur sé hlustað“ Einar Hannes segir að gjallarhorn verði ekki notuð í mótmælunum í dag að beiðni starfsfólks og að vilji akipuleggjenda sé að allt fari friðsamlega fram. „Við viljum ekki að þetta fari úr böndunum. Við munum gera okkar allra, allra besta til að upplifun starfsfólks sé ekki þannig að við séum dónalegir, við viljum bara að á okkur sé hlustað.“ Þá gagnrýnir hann að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla og að mótmælendum hafi jafnvel verið meinað að fara inn í húsnæðið. „Mér finnst það algjörlega galið, allt svona ýtir undir æsing. Við erum bara venjulegt fólk og erum ekki að reyna vera með nein leiðindi.“ Við myndum stoppa það sjálfir ef eitthvað af okkar fólk ætlar að vera með leiðindi. „Við eigum að geta talað saman eins og fullorðið fólk á friðsamlegum nótum. Og ef við erum svona rosalega ósammála þá verður það bara að hafa sig. Mér finnst þetta ekki rétt leið hjá þeim. Mér finnst þau vera að reyna æsa okkur upp til að við gerum einhver mistök, en við munum ekki gera það.“ Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira
Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Herði Guðbrandssyni, formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur, boðað til mótmæla klukkan 15 í dag, við skrifstofu lífeyrissjóðsins Gildis vegna lánamála Grindvíkinga. Um þriðju mótmælin er að ræða síðan Grindavík var rýmd þann 10. nóvember. Þungt hljóð í Grindvíkingum Í samtali við Vísi segir Einar Hannes að tilgangur mótmælanna sé sá sami og áður, að þrýsta á lífeyrissjóðina að gera það sama og bankarnir, fella niður vexti og verðbætur. Hann á von á góðri mætingu, þeirri bestu hingað til. Fjörutíu og sjö Grindvíkingar eru með lán hjá Gildi og að sögn Einars er hljóðið í þeim mjög þungt. „Þetta er erfitt, að reka tvö heimili á sama tíma og það eru að koma jól. Þetta er erfiðasti mánuður ársins. Mér finnst forsvarsmenn Gildis alls ekki sýna því skilning.“ Eftir síðustu mótmæli sendu Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs formlega kvörtun á stjórn VR vegna framgöngu og hegðunar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sögðu þau Ragnar hafa komið inn á skrifstofuna með gjallarhorn og starfsmenn hafi upplifað að Ragnar hafi hvatt til þess að mótmælin færu ekki fram með friðsamlegum hætti. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs sagði óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna. Sagði hann mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. Ragnar Þór hafnaði ásökunum og sagði mótmælin hafa farið friðsamlega fram. „Við viljum bara að á okkur sé hlustað“ Einar Hannes segir að gjallarhorn verði ekki notuð í mótmælunum í dag að beiðni starfsfólks og að vilji akipuleggjenda sé að allt fari friðsamlega fram. „Við viljum ekki að þetta fari úr böndunum. Við munum gera okkar allra, allra besta til að upplifun starfsfólks sé ekki þannig að við séum dónalegir, við viljum bara að á okkur sé hlustað.“ Þá gagnrýnir hann að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla og að mótmælendum hafi jafnvel verið meinað að fara inn í húsnæðið. „Mér finnst það algjörlega galið, allt svona ýtir undir æsing. Við erum bara venjulegt fólk og erum ekki að reyna vera með nein leiðindi.“ Við myndum stoppa það sjálfir ef eitthvað af okkar fólk ætlar að vera með leiðindi. „Við eigum að geta talað saman eins og fullorðið fólk á friðsamlegum nótum. Og ef við erum svona rosalega ósammála þá verður það bara að hafa sig. Mér finnst þetta ekki rétt leið hjá þeim. Mér finnst þau vera að reyna æsa okkur upp til að við gerum einhver mistök, en við munum ekki gera það.“
Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Erlent Fleiri fréttir Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Sjá meira