„Finnst þau vera að reyna að æsa okkur upp“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 11. desember 2023 14:17 Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, gagnrýnir að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla þar sem slíkt ýti undir æsing. Vísir/Ívar Fannar Formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segir galið að stjórn Gildis hafi kallað til lögreglu og öryggisvarða þegar mótmælt hefur verið við skrifstofur lífeyrissjóðsins. Slíkt ýti undir æsing og auki líkur á að mótmælin fari úr böndunum. Mótmæli fara fram klukkan 15 í dag. Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Herði Guðbrandssyni, formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur, boðað til mótmæla klukkan 15 í dag, við skrifstofu lífeyrissjóðsins Gildis vegna lánamála Grindvíkinga. Um þriðju mótmælin er að ræða síðan Grindavík var rýmd þann 10. nóvember. Þungt hljóð í Grindvíkingum Í samtali við Vísi segir Einar Hannes að tilgangur mótmælanna sé sá sami og áður, að þrýsta á lífeyrissjóðina að gera það sama og bankarnir, fella niður vexti og verðbætur. Hann á von á góðri mætingu, þeirri bestu hingað til. Fjörutíu og sjö Grindvíkingar eru með lán hjá Gildi og að sögn Einars er hljóðið í þeim mjög þungt. „Þetta er erfitt, að reka tvö heimili á sama tíma og það eru að koma jól. Þetta er erfiðasti mánuður ársins. Mér finnst forsvarsmenn Gildis alls ekki sýna því skilning.“ Eftir síðustu mótmæli sendu Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs formlega kvörtun á stjórn VR vegna framgöngu og hegðunar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sögðu þau Ragnar hafa komið inn á skrifstofuna með gjallarhorn og starfsmenn hafi upplifað að Ragnar hafi hvatt til þess að mótmælin færu ekki fram með friðsamlegum hætti. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs sagði óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna. Sagði hann mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. Ragnar Þór hafnaði ásökunum og sagði mótmælin hafa farið friðsamlega fram. „Við viljum bara að á okkur sé hlustað“ Einar Hannes segir að gjallarhorn verði ekki notuð í mótmælunum í dag að beiðni starfsfólks og að vilji akipuleggjenda sé að allt fari friðsamlega fram. „Við viljum ekki að þetta fari úr böndunum. Við munum gera okkar allra, allra besta til að upplifun starfsfólks sé ekki þannig að við séum dónalegir, við viljum bara að á okkur sé hlustað.“ Þá gagnrýnir hann að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla og að mótmælendum hafi jafnvel verið meinað að fara inn í húsnæðið. „Mér finnst það algjörlega galið, allt svona ýtir undir æsing. Við erum bara venjulegt fólk og erum ekki að reyna vera með nein leiðindi.“ Við myndum stoppa það sjálfir ef eitthvað af okkar fólk ætlar að vera með leiðindi. „Við eigum að geta talað saman eins og fullorðið fólk á friðsamlegum nótum. Og ef við erum svona rosalega ósammála þá verður það bara að hafa sig. Mér finnst þetta ekki rétt leið hjá þeim. Mér finnst þau vera að reyna æsa okkur upp til að við gerum einhver mistök, en við munum ekki gera það.“ Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira
Einar Hannes Harðarsson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR og Herði Guðbrandssyni, formanni Verkalýðsfélags Grindavíkur, boðað til mótmæla klukkan 15 í dag, við skrifstofu lífeyrissjóðsins Gildis vegna lánamála Grindvíkinga. Um þriðju mótmælin er að ræða síðan Grindavík var rýmd þann 10. nóvember. Þungt hljóð í Grindvíkingum Í samtali við Vísi segir Einar Hannes að tilgangur mótmælanna sé sá sami og áður, að þrýsta á lífeyrissjóðina að gera það sama og bankarnir, fella niður vexti og verðbætur. Hann á von á góðri mætingu, þeirri bestu hingað til. Fjörutíu og sjö Grindvíkingar eru með lán hjá Gildi og að sögn Einars er hljóðið í þeim mjög þungt. „Þetta er erfitt, að reka tvö heimili á sama tíma og það eru að koma jól. Þetta er erfiðasti mánuður ársins. Mér finnst forsvarsmenn Gildis alls ekki sýna því skilning.“ Eftir síðustu mótmæli sendu Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs formlega kvörtun á stjórn VR vegna framgöngu og hegðunar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sögðu þau Ragnar hafa komið inn á skrifstofuna með gjallarhorn og starfsmenn hafi upplifað að Ragnar hafi hvatt til þess að mótmælin færu ekki fram með friðsamlegum hætti. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis lífeyrissjóðs sagði óásættanlegt að formaður VR standi fyrir hávaðasömum mótmælum á vinnustað félagsmanna. Sagði hann mótmælin hafi valdið starfsmönnum vanlíðan. Ragnar Þór hafnaði ásökunum og sagði mótmælin hafa farið friðsamlega fram. „Við viljum bara að á okkur sé hlustað“ Einar Hannes segir að gjallarhorn verði ekki notuð í mótmælunum í dag að beiðni starfsfólks og að vilji akipuleggjenda sé að allt fari friðsamlega fram. „Við viljum ekki að þetta fari úr böndunum. Við munum gera okkar allra, allra besta til að upplifun starfsfólks sé ekki þannig að við séum dónalegir, við viljum bara að á okkur sé hlustað.“ Þá gagnrýnir hann að lögregla og öryggisverðir hafi verið kölluð til vegna fyrri mótmæla og að mótmælendum hafi jafnvel verið meinað að fara inn í húsnæðið. „Mér finnst það algjörlega galið, allt svona ýtir undir æsing. Við erum bara venjulegt fólk og erum ekki að reyna vera með nein leiðindi.“ Við myndum stoppa það sjálfir ef eitthvað af okkar fólk ætlar að vera með leiðindi. „Við eigum að geta talað saman eins og fullorðið fólk á friðsamlegum nótum. Og ef við erum svona rosalega ósammála þá verður það bara að hafa sig. Mér finnst þetta ekki rétt leið hjá þeim. Mér finnst þau vera að reyna æsa okkur upp til að við gerum einhver mistök, en við munum ekki gera það.“
Grindavík Lífeyrissjóðir Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Sjá meira