Gunnþórunn Jónsdóttir er látin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2023 12:48 Gunnþórunn ásamt Óla eiginmanni sínum. Gunnþórunn Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari og athafnakona, lést á líknardeild Landakots 1. desember síðastliðinn. Hún var 77 ára gömul. Gunnþórunn Jónsdóttir flutti frá Ísafirði í bæinn einstæð tveggja barna móðir árið 1973. Gunnþórunn fæddist á Ísafirði og ákvað snemma að verða hágreiðslukona. Hún lauk hárgreiðslunámi frá Iðnskólanum í Reykjavík í október 1964 en sama ár giftist hún Kristjáni Jóakimssyni fyrri eiginmanni sínum. Með honum eignaðist hún tvö börn áður en leiðir þeirra skildu árið 1973. Gunnþórunn flutti til Reykjavíkur árið 1973 en þá var hún orðin hárgreiðslumeistari. Hún keypti Hárgreiðslustofu Vesturbæjar sem hún rak í fimm ár. Sama ár hóf hún sambúð með Óla Kristjáni Sigurðssyni, betur þekktur síðar sem Óli í Olís. Gunnþórunn og Óli stofnuðu Sænsk-íslenska verslunarfélagið, hófu innflutning og ráku verslunina Victor Hugo. Þau stofnuðu innflutningsfyrirtækið Sund hf. árið 1983. Árið 1986 keyptu Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi sem varð svo Nýi bær. Á sama ári keyptu þau Olís en kaupin vöktu mikla athygli. Gunnþórunn og Óli giftu sig sama ár. Eitt af stóru verkefnum Olís sem þau hjónin settu á laggirnar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins var „Græðum landið með Olís“. Græðum landið með Olís vakti þjóðarathygli. Sveinn Runólfsson tekur við framlagi úr hendi Óla kr. Sigurðssonar forstjóra Olís. Gunnþórunn opnaði hárgreiðslustofuna Salon Gabríela árið 1989 og rak ásamt dóttur sinni. Þá var hún ráðgjafi hjá SÁÁ á Vogi um árbil og virk í góðgerðarmálum. Gunnþórunn og Óli voru til viðtals í Bæjarins besta árið 1991. Þá rifjaði hún upp flutningana til Reykjavíkur, einstæð tveggja barna móður, ræddi samband þeirra Óla og uppbyggingu þeirra fyrirtækja sem þau ráku. „Við stöndum í þessari tröppu núna og stígum í þá næstu þegar við höfum þroska og getu til. Stundum þurftum við að stíga niður aftur. Samt hef ég aldrei skipulagt þessa göngu, ég hef aldrei hugsað sem svo að svona yrði þetta. Þetta bara gerðist,“ sagði Gunnþórunn í viðtalinu. Gunnþórunn ásamt dóttur sinni.Bæjarins besta Óli varð bráðkvaddur í veiðiferð í Norðurá sumarið 1992 en hann var þá aðeins 46 ára. Gunnþórunn tók við rekstri fyrirtækisins Sund við fráfallið. „Hún hafði alla tíð áhuga á málefnum kvenna sem hún gaf sig að og þá sérstaklega börnum og þeirra velferð,“ segir í dánartilkynningu í Morgunblaðinu í dag. Andlát Ísafjarðarbær Hár og förðun Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Gunnþórunn Jónsdóttir flutti frá Ísafirði í bæinn einstæð tveggja barna móðir árið 1973. Gunnþórunn fæddist á Ísafirði og ákvað snemma að verða hágreiðslukona. Hún lauk hárgreiðslunámi frá Iðnskólanum í Reykjavík í október 1964 en sama ár giftist hún Kristjáni Jóakimssyni fyrri eiginmanni sínum. Með honum eignaðist hún tvö börn áður en leiðir þeirra skildu árið 1973. Gunnþórunn flutti til Reykjavíkur árið 1973 en þá var hún orðin hárgreiðslumeistari. Hún keypti Hárgreiðslustofu Vesturbæjar sem hún rak í fimm ár. Sama ár hóf hún sambúð með Óla Kristjáni Sigurðssyni, betur þekktur síðar sem Óli í Olís. Gunnþórunn og Óli stofnuðu Sænsk-íslenska verslunarfélagið, hófu innflutning og ráku verslunina Victor Hugo. Þau stofnuðu innflutningsfyrirtækið Sund hf. árið 1983. Árið 1986 keyptu Vörumarkaðinn á Seltjarnarnesi sem varð svo Nýi bær. Á sama ári keyptu þau Olís en kaupin vöktu mikla athygli. Gunnþórunn og Óli giftu sig sama ár. Eitt af stóru verkefnum Olís sem þau hjónin settu á laggirnar í samvinnu við Landgræðslu ríkisins var „Græðum landið með Olís“. Græðum landið með Olís vakti þjóðarathygli. Sveinn Runólfsson tekur við framlagi úr hendi Óla kr. Sigurðssonar forstjóra Olís. Gunnþórunn opnaði hárgreiðslustofuna Salon Gabríela árið 1989 og rak ásamt dóttur sinni. Þá var hún ráðgjafi hjá SÁÁ á Vogi um árbil og virk í góðgerðarmálum. Gunnþórunn og Óli voru til viðtals í Bæjarins besta árið 1991. Þá rifjaði hún upp flutningana til Reykjavíkur, einstæð tveggja barna móður, ræddi samband þeirra Óla og uppbyggingu þeirra fyrirtækja sem þau ráku. „Við stöndum í þessari tröppu núna og stígum í þá næstu þegar við höfum þroska og getu til. Stundum þurftum við að stíga niður aftur. Samt hef ég aldrei skipulagt þessa göngu, ég hef aldrei hugsað sem svo að svona yrði þetta. Þetta bara gerðist,“ sagði Gunnþórunn í viðtalinu. Gunnþórunn ásamt dóttur sinni.Bæjarins besta Óli varð bráðkvaddur í veiðiferð í Norðurá sumarið 1992 en hann var þá aðeins 46 ára. Gunnþórunn tók við rekstri fyrirtækisins Sund við fráfallið. „Hún hafði alla tíð áhuga á málefnum kvenna sem hún gaf sig að og þá sérstaklega börnum og þeirra velferð,“ segir í dánartilkynningu í Morgunblaðinu í dag.
Andlát Ísafjarðarbær Hár og förðun Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira