Stálheppinn Brynjólfur brosti breitt að lokum Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2023 11:31 Brynjólfur Willumsson var skiljanlega órólegur eftir að vítaspyrna hans var varin, en hann fékk annað tækifæri. Skjáskot/TV2 Brynjólfur Willumsson átti sinn þátt í að fullkomna magnað ævintýri norska knattspyrnuliðsins Kristiansund í gær en var á sama tíma hársbreidd frá því að reynast skúrkur dagsins. Kristiansund háði einvígi við Vålerenga í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Útlitið var ekki gott hjá Kristiansund eftir 2-0 tap á heimavelli en Brynjólfur og félagar unnu svo 2-0 útisigur í Osló í gær, og komu einvíginu í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni tók Brynjólfur aðra spyrnu Vålerenga, og ískaldur á punktinum reyndi hann „Panenka“-spyrnu (laus spyrna á mitt markið í von um að hafa blekkt markvörðinn). Markvörður Vålerenga, Jacob Storevik, sem hafði komið inn á sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppnina, las hins vegar Brynjólf og greip boltann auðveldlega. Sem betur fyrir Brynjólf og Kristiansund var Storevik hins vegar augljóslega kominn með báða fætur af marklínunni, og því mátti Brynjólfur endurtaka spyrnuna. Þá skoraði hann af gríðarlegu öryggi eins og sjá má. Myndband af vítaspyrnunni má sjá með því að smella hér. Að lokum skoruðu allir fimm spyrnumenn Kristiansund en markvörður liðsins, Serigne Mor Mbaye, varði lokaspyrnu Vålerenga sem þar með féll niður í 1. deild. Um mikið áfall er að ræða fyrir Vålerenga, sem á sér einna lengsta sögu allra liða í norsku úrvalsdeildinni, og í pistli Leif Welhaven á vef VG segir til að mynda að hreinlega sé um mikil vonbrigði að ræða fyrir norskan fótbolta. Leikmenn Kristiansund eru hins vegar alsælir eftir að hafa endað í 4. sæti næstefstu deildar en slegið út tvö lið í umspilinu þar áður en kom að tveggja leikja einvíginu við Vålerenga, sem liðið vann svo einnig. Brynjólfur kom til Kristiansund frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2021 og lék tvö ár í norsku úrvalsdeildinni áður en liðið féll í fyrra. Hann skoraði svo sjö mörk í tuttugu leikjum í 1. deildinni. Norski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Sjá meira
Kristiansund háði einvígi við Vålerenga í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Útlitið var ekki gott hjá Kristiansund eftir 2-0 tap á heimavelli en Brynjólfur og félagar unnu svo 2-0 útisigur í Osló í gær, og komu einvíginu í vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni tók Brynjólfur aðra spyrnu Vålerenga, og ískaldur á punktinum reyndi hann „Panenka“-spyrnu (laus spyrna á mitt markið í von um að hafa blekkt markvörðinn). Markvörður Vålerenga, Jacob Storevik, sem hafði komið inn á sérstaklega fyrir vítaspyrnukeppnina, las hins vegar Brynjólf og greip boltann auðveldlega. Sem betur fyrir Brynjólf og Kristiansund var Storevik hins vegar augljóslega kominn með báða fætur af marklínunni, og því mátti Brynjólfur endurtaka spyrnuna. Þá skoraði hann af gríðarlegu öryggi eins og sjá má. Myndband af vítaspyrnunni má sjá með því að smella hér. Að lokum skoruðu allir fimm spyrnumenn Kristiansund en markvörður liðsins, Serigne Mor Mbaye, varði lokaspyrnu Vålerenga sem þar með féll niður í 1. deild. Um mikið áfall er að ræða fyrir Vålerenga, sem á sér einna lengsta sögu allra liða í norsku úrvalsdeildinni, og í pistli Leif Welhaven á vef VG segir til að mynda að hreinlega sé um mikil vonbrigði að ræða fyrir norskan fótbolta. Leikmenn Kristiansund eru hins vegar alsælir eftir að hafa endað í 4. sæti næstefstu deildar en slegið út tvö lið í umspilinu þar áður en kom að tveggja leikja einvíginu við Vålerenga, sem liðið vann svo einnig. Brynjólfur kom til Kristiansund frá Breiðabliki fyrir tímabilið 2021 og lék tvö ár í norsku úrvalsdeildinni áður en liðið féll í fyrra. Hann skoraði svo sjö mörk í tuttugu leikjum í 1. deildinni.
Norski boltinn Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Botnslagurinn færður Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Óheppnin eltir Gavi Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Sjá meira