United horfir til bláa hluta borgarinnar í leit að nýjum miðjumanni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2023 22:31 Kalvin Phillips er á óskalista Man United ef sögusagnir eru réttar. Robbie Jay Barratt/Getty Images Ef marka má fréttir enska götublaðsins The Sun þá er Kalvin Phillips, miðjumaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, efstu á óskalista Manchester United. Hinn 28 ára gamli Phillips virðist ekki vera í plönum Pep Guardiola, þjálfara Man City. Á blaðamannafundi fyrir 2-1 sigurinn á nýliðum Luton Town um helgina sagði Pep að sér þætti leitt hversu lítinn spiltíma Phillips hefði fengið síðan hann gekk í raðir Man City frá Leeds United á 42 milljónir punda sumarið 2022. Man Utd have reportedly placed Man City midfielder Kalvin Phillips at the top of their January shopping list — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 10, 2023 Á yfirstandandi leiktíð hefur Phillips aðeins spilað 215 mínútur fyrir City, þar af 89 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð voru mínúturnar aðeins 593, þar af aðeins 290 í deildinni. Þrátt fyrir þetta hefur Gareth Southgate ekki veigrað sér við að velja leikmanninn í enska landsliðshópinn aftur og aftur. Það er því kannski eðlilegt að Man Utd horfi til leikmanns sem gæti fengist tiltölulega ódýrt ef horft er í hvað félagið hefur eytt í leikmenn undanfarin ár. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, sé mikill aðdáandi leikmannsins en það er spurning hvað stuðningsfólk félagsins segir við að fá til sín leikmann sem hefur spilað bæði fyrir Man City og Leeds. Það sem gefur þessum orðrómi byr undir báða vængi er möguleg innkoma Jim Ratcliffe hjá Man Utd. Það styttist í að kaup hans á 25 prósent hluta félagsins verði staðfest en Ratcliffe mun fá algjöra stjórn á því hvernig fótboltamálum félagsins verður háttað. Talið er að Ratcliffe stefni að því að festa kaup á breskum leikmönnum passi þeir inn í hugmyndafræði félagsins og þar kemur Phillips til sögunnar. Talið er að Phillips verði lánaðar frá Man City í janúar en samkvæmt frétt The Sun er talað um að Man Utd kaupi hann sumarið 2024. Hver veit nema Rauðu djöflarnir reyni að fá hann á láni strax í janúar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Phillips virðist ekki vera í plönum Pep Guardiola, þjálfara Man City. Á blaðamannafundi fyrir 2-1 sigurinn á nýliðum Luton Town um helgina sagði Pep að sér þætti leitt hversu lítinn spiltíma Phillips hefði fengið síðan hann gekk í raðir Man City frá Leeds United á 42 milljónir punda sumarið 2022. Man Utd have reportedly placed Man City midfielder Kalvin Phillips at the top of their January shopping list — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 10, 2023 Á yfirstandandi leiktíð hefur Phillips aðeins spilað 215 mínútur fyrir City, þar af 89 mínútur í ensku úrvalsdeildinni. Á síðustu leiktíð voru mínúturnar aðeins 593, þar af aðeins 290 í deildinni. Þrátt fyrir þetta hefur Gareth Southgate ekki veigrað sér við að velja leikmanninn í enska landsliðshópinn aftur og aftur. Það er því kannski eðlilegt að Man Utd horfi til leikmanns sem gæti fengist tiltölulega ódýrt ef horft er í hvað félagið hefur eytt í leikmenn undanfarin ár. Talið er að Erik ten Hag, þjálfari Man Utd, sé mikill aðdáandi leikmannsins en það er spurning hvað stuðningsfólk félagsins segir við að fá til sín leikmann sem hefur spilað bæði fyrir Man City og Leeds. Það sem gefur þessum orðrómi byr undir báða vængi er möguleg innkoma Jim Ratcliffe hjá Man Utd. Það styttist í að kaup hans á 25 prósent hluta félagsins verði staðfest en Ratcliffe mun fá algjöra stjórn á því hvernig fótboltamálum félagsins verður háttað. Talið er að Ratcliffe stefni að því að festa kaup á breskum leikmönnum passi þeir inn í hugmyndafræði félagsins og þar kemur Phillips til sögunnar. Talið er að Phillips verði lánaðar frá Man City í janúar en samkvæmt frétt The Sun er talað um að Man Utd kaupi hann sumarið 2024. Hver veit nema Rauðu djöflarnir reyni að fá hann á láni strax í janúar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Sjá meira