Hákon Rafn orðaður við annað lið í Belgíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2023 20:01 Hákon Rafn og Cristiano Ronaldo í leik Portúgal og Íslands. David S. Bustamante/Getty Images Það stefnir allt í að landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson yfirgefi herbúðir sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg á næstunni en hann er ítrekað orðaður við félög í Belgíu sem og víðar. Það stefnir allt í að landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson yfirgefi herbúðir sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg á næstunni en hann er ítrekað orðaður við félög í Belgíu sem og víðar. Á dögunum var greint frá því að stórveldið Anderlecht hefði áhuga á að fá Hákon Rafn í sínar raðir. Danski landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel stendur um þessar mundir í marki liðsins en hann verður samningslaus næsta sumar. Nú er hins vegar nýtt félag frá Belgíu komið inn í myndina samkvæmt frétt sænska miðilsins Aftonbladet. Um er að ræða Gent en liðið er með Breiðabliki í riðli í Sambandsdeild Evrópu. Gent vann leik liðanna í Belgíu 5-0 en síðari leik liðanna hér á landi aðeins 3-2. Það virðist sem liðið sé að íhuga að breyta til í markmannsmálum sínum og er hinn 22 ára gamli Hákon Rafn meðal þeirra markvarða sem félagið horfir til. Ekki er langt síðan Hákon Rafn var á blaði hjá Bröndby í Danmörku en á endanum ákvað danska félagið að fara í aðra átt. Hákon Rafn átti frábært tímabil með Elfsborg á nýafstaðinni leiktíð en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar eftir tap í lokaumferðinni. Hákon Rafn var valinn besti markvörður deildarinnar og var meðal þriggja bestu leikmanna hennar. Þá lék hann sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landslið Íslands þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Portúgal ytra í lokaleik undankeppni EM 2024. Formaður Elfsborg, Stefan Andreasson, staðfestir að það sé mikill áhugi á markverðinum unga en enn hafi ekkert lið þó boðið formlega í hann. Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Það stefnir allt í að landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson yfirgefi herbúðir sænska knattspyrnufélagsins Elfsborg á næstunni en hann er ítrekað orðaður við félög í Belgíu sem og víðar. Á dögunum var greint frá því að stórveldið Anderlecht hefði áhuga á að fá Hákon Rafn í sínar raðir. Danski landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel stendur um þessar mundir í marki liðsins en hann verður samningslaus næsta sumar. Nú er hins vegar nýtt félag frá Belgíu komið inn í myndina samkvæmt frétt sænska miðilsins Aftonbladet. Um er að ræða Gent en liðið er með Breiðabliki í riðli í Sambandsdeild Evrópu. Gent vann leik liðanna í Belgíu 5-0 en síðari leik liðanna hér á landi aðeins 3-2. Það virðist sem liðið sé að íhuga að breyta til í markmannsmálum sínum og er hinn 22 ára gamli Hákon Rafn meðal þeirra markvarða sem félagið horfir til. Ekki er langt síðan Hákon Rafn var á blaði hjá Bröndby í Danmörku en á endanum ákvað danska félagið að fara í aðra átt. Hákon Rafn átti frábært tímabil með Elfsborg á nýafstaðinni leiktíð en liðið endaði í 2. sæti deildarinnar eftir tap í lokaumferðinni. Hákon Rafn var valinn besti markvörður deildarinnar og var meðal þriggja bestu leikmanna hennar. Þá lék hann sinn fyrsta mótsleik fyrir A-landslið Íslands þegar liðið tapaði 2-0 fyrir Portúgal ytra í lokaleik undankeppni EM 2024. Formaður Elfsborg, Stefan Andreasson, staðfestir að það sé mikill áhugi á markverðinum unga en enn hafi ekkert lið þó boðið formlega í hann.
Fótbolti Belgíski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira