Gefum við Rósi skít í ráðherrann? Signý Jóhannesdóttir skrifar 8. desember 2023 10:00 Ég get ekki lengur orða bundist. Heimurinn er vondur, versnar og verst finnst mér að íslenskir ráðherrar verða bara verri og verri. Ég hafði ekki mikla trú á fyrrverandi dómsmálaráðherra og batt vonir við að ástandið myndi batna með nýjum ráðherra. Greinilegt er að þar fer kona sem ber ísdrottingartitilinn með rentu. Ég hef í gegnum tíðina mótmælt ýmsu á minn hátt. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni vegna framkomu biskupa við fórnarlömb kynferðisofbeldis. Flokksskírteinið í Samfylkingunni fauk þegar þingmenn hennar samþykktu sérreglur um lífeyrissjóði fyrir þingmenn og ráðherra. Ég sagði upp áskrift af Morgunblaðinu þegar ákveðinn fyrrum ráðherra varð þar ritstjóri. Þegar blöðin héldu áfram að berast safnaði ég þeim í gulan Bónusboka og færði þeim ruslið í Hádegismóana. Eftir að hafa verið á kvennaráðstefnu í Svíþjóð þar sem starfsmannastjóri HM tókst á við forystukonu verkafólks í textíliðnaði í Bangladesh, í pallborði, hef ég ekki stigið inn í þá sjoppu. Ég hef meira að segja farið heim til eins barnabarnsins míns eftir að hafa gefið því fyrstu skólatöskuna og tekið hana af barninu, þegar ég áttaði mig á því að hún var framleidd af ísraelsku fyrirtæki. Já og ég flýg ekki með Play. Vissulega veit ég að þó að ein kerling sitji föst á sinni sérvisku þá verður ekki héraðsbrestur. Mig langar samt að gera tilraun til að hafa áhrif á aðra, ef það gæti orðið til þess að fleiri taki afstöðu og standi með skoðunum sínum. Ég hef átt samtal við labradorhundinn minn hann Rósmund Stubbsson til að reyna að fá hann í lið með mér og koma og skíta á tröppurnar hjá dómsmálaráðherra, til að mótmæla því hvernig hún kemur fram, eða lætur kerfið koma fram við börn og fatlað fólk á flótta. Síðustu afrek hennar eru vegna þessara tveggja palestínsku drengja og svo Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Þetta er framkoma sem siðað fólk og hundar láta ekki bjóða sér. Ég er ekki alveg búin að sannfæra Rósa um að taka þátt í þessari frönsku aðferð með mér, því bæði þykir honum vænt um eigin úrgang og svo elskar hann ís. Eitt er þó víst að Kjörís verður aldrei framar í boði á mínu heimili. Höfundur er 66 ára gömul kona sem elskar menn og máleysingja en vill sniðganga vont fólk sem tekur þátt í að brjóta mannréttindi. Aðrir eru hvattir til að gera slíkt hið sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ég get ekki lengur orða bundist. Heimurinn er vondur, versnar og verst finnst mér að íslenskir ráðherrar verða bara verri og verri. Ég hafði ekki mikla trú á fyrrverandi dómsmálaráðherra og batt vonir við að ástandið myndi batna með nýjum ráðherra. Greinilegt er að þar fer kona sem ber ísdrottingartitilinn með rentu. Ég hef í gegnum tíðina mótmælt ýmsu á minn hátt. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni vegna framkomu biskupa við fórnarlömb kynferðisofbeldis. Flokksskírteinið í Samfylkingunni fauk þegar þingmenn hennar samþykktu sérreglur um lífeyrissjóði fyrir þingmenn og ráðherra. Ég sagði upp áskrift af Morgunblaðinu þegar ákveðinn fyrrum ráðherra varð þar ritstjóri. Þegar blöðin héldu áfram að berast safnaði ég þeim í gulan Bónusboka og færði þeim ruslið í Hádegismóana. Eftir að hafa verið á kvennaráðstefnu í Svíþjóð þar sem starfsmannastjóri HM tókst á við forystukonu verkafólks í textíliðnaði í Bangladesh, í pallborði, hef ég ekki stigið inn í þá sjoppu. Ég hef meira að segja farið heim til eins barnabarnsins míns eftir að hafa gefið því fyrstu skólatöskuna og tekið hana af barninu, þegar ég áttaði mig á því að hún var framleidd af ísraelsku fyrirtæki. Já og ég flýg ekki með Play. Vissulega veit ég að þó að ein kerling sitji föst á sinni sérvisku þá verður ekki héraðsbrestur. Mig langar samt að gera tilraun til að hafa áhrif á aðra, ef það gæti orðið til þess að fleiri taki afstöðu og standi með skoðunum sínum. Ég hef átt samtal við labradorhundinn minn hann Rósmund Stubbsson til að reyna að fá hann í lið með mér og koma og skíta á tröppurnar hjá dómsmálaráðherra, til að mótmæla því hvernig hún kemur fram, eða lætur kerfið koma fram við börn og fatlað fólk á flótta. Síðustu afrek hennar eru vegna þessara tveggja palestínsku drengja og svo Hussein Hussein og fjölskyldu hans. Þetta er framkoma sem siðað fólk og hundar láta ekki bjóða sér. Ég er ekki alveg búin að sannfæra Rósa um að taka þátt í þessari frönsku aðferð með mér, því bæði þykir honum vænt um eigin úrgang og svo elskar hann ís. Eitt er þó víst að Kjörís verður aldrei framar í boði á mínu heimili. Höfundur er 66 ára gömul kona sem elskar menn og máleysingja en vill sniðganga vont fólk sem tekur þátt í að brjóta mannréttindi. Aðrir eru hvattir til að gera slíkt hið sama.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar