Ulrik Wilbek vill losna við kvennalandsliðið úr Viborg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2023 10:31 Ulrik Wilbek vill ekki fleiri landsleiki í Viborg. vísir/getty/epa Borgarstjórinn í Viborg vill að danska kvennalandsliðið í fótbolta finni sér nýjan heimavöll, utan borgarinnar. Danmörk tapaði fyrir Íslandi, 0-1, í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í gær. Vegna tapsins misstu Danir af möguleikanum á að spila á Ólympíuleikunum á næsta ári. Leikurinn fór fram á Energi Viborg Arena sem hefur verið heimavöllur danska kvennalandsliðsins undanfarin átta ár. Það gæti þó breyst því borgarstjórinn í Viborg vill að losna við danska liðið úr borginni. Borgarstjórinn í Viborg er Íslendingum að góðu kunnur, handboltaþjálfarinn fyrrverandi Ulrik Wilbek. Hann var þjálfari danska karlalandsliðsins þegar það átti margar eftirminnilegar rimmur við það íslenska fyrir nokkrum árum. Í viðtali við bold.dk sagði Wilbek að það tæki sinn toll að halda landsleiki í borginni og það gæti verið erfitt að fá áhorfendur til að mæta á svona marga leiki á svona mörgum árum. „Þú þarft að passa að markaðurinn verði ekki mettur. Ég held líka að leikmennirnir hugsi með sér að þeir hafi verið lengi hérna. Svo það er líklega rétt fyrir okkur að framlengja ekki samninginn,“ sagði Wilbek og bætti við að danska knattspyrnusambandið skildi afstöðu borgarstjórnar Viborg. Að sögn Wilbek ráða fjármunir ekki för enda kostar það borgina ekki mikið að halda landsleiki. Því fylgi hins vegar talsvert umstang og hann hafi svo heyrt að landsliðskonurnar hafi áhuga á að breyta til og spila annars staðar sem auðveldi ákvörðunina. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Danski boltinn Danmörk Tengdar fréttir Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Danmörk tapaði fyrir Íslandi, 0-1, í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni í gær. Vegna tapsins misstu Danir af möguleikanum á að spila á Ólympíuleikunum á næsta ári. Leikurinn fór fram á Energi Viborg Arena sem hefur verið heimavöllur danska kvennalandsliðsins undanfarin átta ár. Það gæti þó breyst því borgarstjórinn í Viborg vill að losna við danska liðið úr borginni. Borgarstjórinn í Viborg er Íslendingum að góðu kunnur, handboltaþjálfarinn fyrrverandi Ulrik Wilbek. Hann var þjálfari danska karlalandsliðsins þegar það átti margar eftirminnilegar rimmur við það íslenska fyrir nokkrum árum. Í viðtali við bold.dk sagði Wilbek að það tæki sinn toll að halda landsleiki í borginni og það gæti verið erfitt að fá áhorfendur til að mæta á svona marga leiki á svona mörgum árum. „Þú þarft að passa að markaðurinn verði ekki mettur. Ég held líka að leikmennirnir hugsi með sér að þeir hafi verið lengi hérna. Svo það er líklega rétt fyrir okkur að framlengja ekki samninginn,“ sagði Wilbek og bætti við að danska knattspyrnusambandið skildi afstöðu borgarstjórnar Viborg. Að sögn Wilbek ráða fjármunir ekki för enda kostar það borgina ekki mikið að halda landsleiki. Því fylgi hins vegar talsvert umstang og hann hafi svo heyrt að landsliðskonurnar hafi áhuga á að breyta til og spila annars staðar sem auðveldi ákvörðunina.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Danski boltinn Danmörk Tengdar fréttir Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Sjá meira
Danir í sárum eftir „fíaskóið“ gegn Íslandi Danir eru í öngum sínum yfir að hafa ekki nýtt tækifærið til að komast í dauðafæri á að fara á Ólympíuleikana næsta sumar. Tapið gegn Íslandi í gær, 1-0, er þeim afar dýrkeypt. 6. desember 2023 09:31