Landsbankafólk fær væna viðbótargreiðslu í desember Árni Sæberg skrifar 5. desember 2023 16:12 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Allir starfsmenn Landsbankans, sem starfa í nóvember og desember, fá 200 þúsund krónur greiddar til viðbótar við kjarasamningsbundna desemberuppbót. Sambærileg ákvörðun hefur ekki verið tekin af hinum stóru viðskiptabönkunum tveimur. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Vísis segir að greitt sé miðað við fullt ársstarf en hlutfallslega lægri fjárhæð til þeirra sem hafa styttri starfstíma og/eða skert starfshlutfall. Greiðslan, sem verði framvegis greidd einu sinni á ári, sé föst krónutala sem innifeli orlof og taki ekki kjarasamningsbundinni hækkun. „Með þessari greiðslu erum við að hluta til að koma til móts við sjónarmið um að bæta þurfi kjörin til að þau uppfylli betur það sem kemur fram í starfskjarastefnu bankans um að kjörin eigi að vera samkeppnishæf en hófleg og ekki leiðandi.“ Hinir bankarnir ekki tekið álíka ákvörðun Í svari Íslandsbanka við fyrirspurn um hvort sambærileg ákvörðun hafi verið tekið segir að kjarasamningsbundin desemberuppbót hafi þegar verið greidd út. Engin ákvörðun liggi fyrir um viðbótargreiðslu. Í svari Arion banka segir að engin ákvörðun um sambærilega viðbótargreiðslu hafi verið tekin. Í bankanum hefur svokallað kaupaukakerfi verið við lýði í þónokkur ár. Í starfskjarastefnu bankans segir að heimilt sé að greiða starfsmönnum og stjórnendum kaupauka á grundvelli sérstaks kaupaukakerfis sem stjórn samþykkir að fengnu áliti starfskjaranefndar og áhættunefndar stjórnar. Með kaupauka sé átt við starfskjör starfsmanna bankans sem að jafnaði eru skilgreind með tilliti til árangurs og eru ekki þáttur í föstum starfskjörum starfsmanns, þar sem endaleg fjárhæð eða umfang þeirra liggur ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrir fram. Um sé að ræða heimild til greiðslu kaupauka en ekki skyldu. Íslenskir bankar Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Kjaramál Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Í svari Landsbankans við fyrirspurn Vísis segir að greitt sé miðað við fullt ársstarf en hlutfallslega lægri fjárhæð til þeirra sem hafa styttri starfstíma og/eða skert starfshlutfall. Greiðslan, sem verði framvegis greidd einu sinni á ári, sé föst krónutala sem innifeli orlof og taki ekki kjarasamningsbundinni hækkun. „Með þessari greiðslu erum við að hluta til að koma til móts við sjónarmið um að bæta þurfi kjörin til að þau uppfylli betur það sem kemur fram í starfskjarastefnu bankans um að kjörin eigi að vera samkeppnishæf en hófleg og ekki leiðandi.“ Hinir bankarnir ekki tekið álíka ákvörðun Í svari Íslandsbanka við fyrirspurn um hvort sambærileg ákvörðun hafi verið tekið segir að kjarasamningsbundin desemberuppbót hafi þegar verið greidd út. Engin ákvörðun liggi fyrir um viðbótargreiðslu. Í svari Arion banka segir að engin ákvörðun um sambærilega viðbótargreiðslu hafi verið tekin. Í bankanum hefur svokallað kaupaukakerfi verið við lýði í þónokkur ár. Í starfskjarastefnu bankans segir að heimilt sé að greiða starfsmönnum og stjórnendum kaupauka á grundvelli sérstaks kaupaukakerfis sem stjórn samþykkir að fengnu áliti starfskjaranefndar og áhættunefndar stjórnar. Með kaupauka sé átt við starfskjör starfsmanna bankans sem að jafnaði eru skilgreind með tilliti til árangurs og eru ekki þáttur í föstum starfskjörum starfsmanns, þar sem endaleg fjárhæð eða umfang þeirra liggur ekki fyrir með nákvæmum hætti fyrir fram. Um sé að ræða heimild til greiðslu kaupauka en ekki skyldu.
Íslenskir bankar Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Kjaramál Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira