Sármóðguð út af vangaveltum um að þær vilji tapa í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2023 13:00 Rachel Corsie segir fráleitt að halda að Skotar leggi ekki allt í sölurnar gegn Englandi í kvöld. Getty/Ian MacNicol Skotar eru í þeirri stórfurðulegu stöðu að geta með tapi í kvöld aukið líkur sínar á að komast inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Þeir telja hins vegar fráleitt að fólk efist um heilindi þeirra. Lokaumferðin í riðlakeppni Þjóðadeildar kvenna í fótbolta er í dag og á Ísland fyrir höndum útileik gegn Danmörku. Í kvöld mætast einnig Skotland og England í A-riðli, þar sem Holland og Belgía mætast einnig. Staðan er þannig að Holland og England eru jöfn að stigum en Holland með þremur mörkum betri markatölu. Vinni England þremur mörkum stærri sigur en Holland í kvöld kemst England því upp úr riðlinum, og langt með að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Á Ólympíuleikunum keppa Englendingar hins vegar undir hatti Bretlands, og það gera Skotar einnig. Það þýðir að ef að enska landsliðið vinnur sér inn sæti á Ólympíuleikunum þá gætu leikmenn úr skoska liðinu komist í breska hópinn sem fer á leikana. Algjört hneyksli að draga heilindi okkar í efa Rachel Corrie, fyrirliði Skotlands, segir hins vegar fráleitt og algjöra vanvirðingu að halda að Skotar geri ekki sitt besta gegn Englandi í kvöld. „Það hafa margir utanaðkomandi talað um þetta og í sannleika sagt þá finnst mér þetta svo mikil vanvirðing,“ segir Corsie. View this post on Instagram A post shared by RACHEL CORSIE (@rachelcorsie14) „Eftir öll þessi ár sem ég hef spilað fyrir þjóð mína, þekkjandi stelpurnar í klefanum, þær sem vilja vera hérna og þær sem geta það ekki vegna meiðsla, þá finnst mér algjört hneyksli að draga í efa heilindi nokkurs leikmanns og mér finnst það rosaleg móðgun við okkur allar,“ segir Corsie og bætir við: „Ég skil að við fáum þessa spurningu en fyrir okkur er öll hvatningin sem við þurfum að spila fyrir landið okkar. Það er kannski erfitt að skilja það ef þú hefur aldrei prófað það en við þurfum enga aukahvatningu. Það er algjör hátindur íþróttanna að spila fyrir þjóð sína og það að klæðast skosku treyjunni er öll hvatningin sem við þurfum.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Lokaumferðin í riðlakeppni Þjóðadeildar kvenna í fótbolta er í dag og á Ísland fyrir höndum útileik gegn Danmörku. Í kvöld mætast einnig Skotland og England í A-riðli, þar sem Holland og Belgía mætast einnig. Staðan er þannig að Holland og England eru jöfn að stigum en Holland með þremur mörkum betri markatölu. Vinni England þremur mörkum stærri sigur en Holland í kvöld kemst England því upp úr riðlinum, og langt með að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Á Ólympíuleikunum keppa Englendingar hins vegar undir hatti Bretlands, og það gera Skotar einnig. Það þýðir að ef að enska landsliðið vinnur sér inn sæti á Ólympíuleikunum þá gætu leikmenn úr skoska liðinu komist í breska hópinn sem fer á leikana. Algjört hneyksli að draga heilindi okkar í efa Rachel Corrie, fyrirliði Skotlands, segir hins vegar fráleitt og algjöra vanvirðingu að halda að Skotar geri ekki sitt besta gegn Englandi í kvöld. „Það hafa margir utanaðkomandi talað um þetta og í sannleika sagt þá finnst mér þetta svo mikil vanvirðing,“ segir Corsie. View this post on Instagram A post shared by RACHEL CORSIE (@rachelcorsie14) „Eftir öll þessi ár sem ég hef spilað fyrir þjóð mína, þekkjandi stelpurnar í klefanum, þær sem vilja vera hérna og þær sem geta það ekki vegna meiðsla, þá finnst mér algjört hneyksli að draga í efa heilindi nokkurs leikmanns og mér finnst það rosaleg móðgun við okkur allar,“ segir Corsie og bætir við: „Ég skil að við fáum þessa spurningu en fyrir okkur er öll hvatningin sem við þurfum að spila fyrir landið okkar. Það er kannski erfitt að skilja það ef þú hefur aldrei prófað það en við þurfum enga aukahvatningu. Það er algjör hátindur íþróttanna að spila fyrir þjóð sína og það að klæðast skosku treyjunni er öll hvatningin sem við þurfum.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn