Kona fann skilríki fanga í jakka frá Regatta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2023 11:40 Konunni leið fremur illa með fundinn. Hvorki konan né jakkinn á þessari mynd tengjast málinu beint. Getty Skilríki fanga í Kína virðast hafa fundist innan á jakka frá fataframleiðandanum Regatta. Fundurinn hefur vakið upp spurningar um það hvort fangar hafi verið notaðir við framleiðslu fyrirtækisins. Um var að ræða vatnsheldan jakka sem kona í Derbyshire á Englandi pantaði á netinu á Svörtum föstudegi. Þegar konan fékk flíkina í hendurnar 22. nóvember fann hún að eitthvað var innan í erminni sem gerði það að verkum að hún gat ekki beygt olnbogan almennilega. Hún spretti flíkinni upp til að komast að hlutnum og þá kom í ljós að um var að ræða skilríki, sem virðast hafa verið gefin út af fangelsisyfirvöldum í Kína. Á kortinu var að finna mynd af viðkomandi og nafn fangelsisins þar sem hann dvelur. „Maður á ekki von á þessu frá [Regatta]. Þetta er breskt merki á borð við Next og M&S... þú klæðir börnin þín í föt frá þeim. Og þetta gerist og manni verður bara órótt og þykir þetta óþægilegt,“ hefur Guardian eftir konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Konan setti sig í samband við Regatta en þjónustufulltrúi hjá fyrirtækinu svaraði á þá leið að þetta væri í fyrsta sinn sem hún hefði heyrt af svona nokkru. Þjónustufulltrúinn viðurkenndi að um væri að ræða skilríki starfsmanns í verksmiðju fyrirækisins í Kína. Konunni var sagt að henda skilríkinu en seinna um daginn fékk hún tölvupóst frá Regatta þar sem hún var beðin um að skila bæði skilríkinu og jakkanum til fyrirtækisins. Daginn eftir ræddi hún við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í síma. Að sögn konunnar var ítrekað að hún ætti að láta Regatta fá skilríkið og að í staðinn fengi hún nýjan jakka. Konan hafnaði tilboðinu en sótti skilríkin í ruslið. Regatta hefur hafnað því að fangar séu notaðir við framleiðslu fyrirtækisins en fangelsið sem nefnt er á skilríkinu stundar það vissulega að leggja til fanga til fataframleiðslu. Það liggur ekki fyrir hvernig skilríkið rataði í flíkinu né hvort það var viljandi en það þekkist að skilaboð frá föngum í Kína séu sett í ýmsar neysluvörur sem framleiddar eru í landinu. Ítarlega frétt um málið má finna á vef Guardian. Kína Bretland Mannréttindi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Um var að ræða vatnsheldan jakka sem kona í Derbyshire á Englandi pantaði á netinu á Svörtum föstudegi. Þegar konan fékk flíkina í hendurnar 22. nóvember fann hún að eitthvað var innan í erminni sem gerði það að verkum að hún gat ekki beygt olnbogan almennilega. Hún spretti flíkinni upp til að komast að hlutnum og þá kom í ljós að um var að ræða skilríki, sem virðast hafa verið gefin út af fangelsisyfirvöldum í Kína. Á kortinu var að finna mynd af viðkomandi og nafn fangelsisins þar sem hann dvelur. „Maður á ekki von á þessu frá [Regatta]. Þetta er breskt merki á borð við Next og M&S... þú klæðir börnin þín í föt frá þeim. Og þetta gerist og manni verður bara órótt og þykir þetta óþægilegt,“ hefur Guardian eftir konunni, sem vildi ekki koma fram undir nafni. Konan setti sig í samband við Regatta en þjónustufulltrúi hjá fyrirtækinu svaraði á þá leið að þetta væri í fyrsta sinn sem hún hefði heyrt af svona nokkru. Þjónustufulltrúinn viðurkenndi að um væri að ræða skilríki starfsmanns í verksmiðju fyrirækisins í Kína. Konunni var sagt að henda skilríkinu en seinna um daginn fékk hún tölvupóst frá Regatta þar sem hún var beðin um að skila bæði skilríkinu og jakkanum til fyrirtækisins. Daginn eftir ræddi hún við nokkra starfsmenn fyrirtækisins í síma. Að sögn konunnar var ítrekað að hún ætti að láta Regatta fá skilríkið og að í staðinn fengi hún nýjan jakka. Konan hafnaði tilboðinu en sótti skilríkin í ruslið. Regatta hefur hafnað því að fangar séu notaðir við framleiðslu fyrirtækisins en fangelsið sem nefnt er á skilríkinu stundar það vissulega að leggja til fanga til fataframleiðslu. Það liggur ekki fyrir hvernig skilríkið rataði í flíkinu né hvort það var viljandi en það þekkist að skilaboð frá föngum í Kína séu sett í ýmsar neysluvörur sem framleiddar eru í landinu. Ítarlega frétt um málið má finna á vef Guardian.
Kína Bretland Mannréttindi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira