„Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. nóvember 2023 15:58 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik dagsins. Vísir / anton brink Breiðablik tapaði leik sínum gegn Maccabi Tel Aviv á Kópavogsvelli í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þeir grænklæddu voru lengst af með yfirhöndina í leiknum en tókst aðeins að skora eitt mark og klaufaleg mistök leiddu til tveggja marka hjá gestunum sem dugði þeim til 1-2 sigurs. „Mér fannst ekkert líkt með þessum leik og hinum leikjunum. Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur, fengum urmul af dauðafærum og þeir skapa ekki færi, eiga tvö mörk úr langskotum sem einhvern veginn leka inn“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, svekktur í bragði strax að leik loknum. Bæði mörkin sem Breiðablik fékk á sig voru heldur klaufaleg. Í fyrra skiptið fór skot af varnarmanni og í átt að miðju markinu, Anton Ari blindaðist í sólinni og missti af boltanum. Það var svo sofandaháttur í öftustu línu þegar Eran Zahavi setti seinna markið. „Seinna markið er gríðarlega dapurt að fá á sig, við eigum sjálfir innkast og köstum beint á þá. Töpum tveimur návígum í leiðinni en þetta var flott skot og held ég alveg óverjandi. Í fyrra markinu, ef ég sá þetta rétt, þá hefði Viktor Karl getað gert aðeins betri árás í boltann en það kemur eitthvað 'deflection', sólin er neðarlega og boltinn lekur inn. Mjög ódýrt mark.“ Hávær mótmæli voru fyrir utan Kópavogsvöll fyrir leik og á meðan honum stóð. Dan Biton fagnaði marki sínu með því að flagga ísraelska fánanum. Breiðablik kaus að taka enga afstöðu í málinu og halda pólitíkinni utan vallar. „Þú ert að spyrja kolvitlausan mann að því [hvers vegna engin yfirlýsing kom frá félaginu eða leikmönnum]. Það er ekki í mínum verkahring að gefa út yfirlýsingar um leiki á vegum UEFA.“ Nú eru tvær vikur í næsta leik hjá Breiðablik og síðasta leiknum í Sambandsdeildinni á þessu tímabili. Breiðablik ferðast til Póllands og mætir þar úkraínska liðinu Zorya Luhansk 14. desember næstkomandi. „Reynum að halda mönnum við efnið, æfum og spilum vonandi einn æfingaleik. Svo förum við til Póllands og reynum að ná í úrslit þar“ sagði Halldór að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15 Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Sjá meira
„Mér fannst ekkert líkt með þessum leik og hinum leikjunum. Vorum betra liðið á vellinum í 90 mínútur, fengum urmul af dauðafærum og þeir skapa ekki færi, eiga tvö mörk úr langskotum sem einhvern veginn leka inn“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, svekktur í bragði strax að leik loknum. Bæði mörkin sem Breiðablik fékk á sig voru heldur klaufaleg. Í fyrra skiptið fór skot af varnarmanni og í átt að miðju markinu, Anton Ari blindaðist í sólinni og missti af boltanum. Það var svo sofandaháttur í öftustu línu þegar Eran Zahavi setti seinna markið. „Seinna markið er gríðarlega dapurt að fá á sig, við eigum sjálfir innkast og köstum beint á þá. Töpum tveimur návígum í leiðinni en þetta var flott skot og held ég alveg óverjandi. Í fyrra markinu, ef ég sá þetta rétt, þá hefði Viktor Karl getað gert aðeins betri árás í boltann en það kemur eitthvað 'deflection', sólin er neðarlega og boltinn lekur inn. Mjög ódýrt mark.“ Hávær mótmæli voru fyrir utan Kópavogsvöll fyrir leik og á meðan honum stóð. Dan Biton fagnaði marki sínu með því að flagga ísraelska fánanum. Breiðablik kaus að taka enga afstöðu í málinu og halda pólitíkinni utan vallar. „Þú ert að spyrja kolvitlausan mann að því [hvers vegna engin yfirlýsing kom frá félaginu eða leikmönnum]. Það er ekki í mínum verkahring að gefa út yfirlýsingar um leiki á vegum UEFA.“ Nú eru tvær vikur í næsta leik hjá Breiðablik og síðasta leiknum í Sambandsdeildinni á þessu tímabili. Breiðablik ferðast til Póllands og mætir þar úkraínska liðinu Zorya Luhansk 14. desember næstkomandi. „Reynum að halda mönnum við efnið, æfum og spilum vonandi einn æfingaleik. Svo förum við til Póllands og reynum að ná í úrslit þar“ sagði Halldór að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15 Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Maccabi 1-2 | Hársbreidd frá fyrsta stiginu Breiðablik komst hársbreidd frá sínu fyrsta stigi í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir stórfína frammistöðu á Kópavogsvelli, en tapaði leiknum á endanum 1-2 gegn Maccabi Tel Aviv. 30. nóvember 2023 12:15
Sjáðu mörkin á Kópavogsvelli Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Maccabi Tel Aviv, 1-2, þegar liðin áttust við í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli í dag. 30. nóvember 2023 15:34