Stefnir í yndislega aðventugleði hjá Grindvíkingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2023 14:41 Grindvíkingar á öllum aldri munu að líkindum fjölmenna á Ásvelli þann 7. desember. Vísir/Hulda Margrét Aðventugleði Grindvíkinga verður haldin fimmtudaginn 7. desember á Ásvöllum í Hafnarfirði. Grétar Örvarsson úr Stjórninni hafði frumkvæði að veislunni. Undanfarin ár hafa Grindvíkingar kveikt á jólatré við hátíðlega athöfn. Þeir hafa gengið saman í friðargöngu með þátttöku barna í leik- og grunnskóla og átt saman fallega stund þegar kveikt er á jólatrénu. Jólasveinar hafa komið í heimsókn og dansað með börnunum í kringum jólatréð áður en boðið hefur verið upp á kakó og kökur. Jólaskraut í glugga í Grindavík.vísir/vilhelm Gleðin hefur því verið mikil og verður engin undantekning á því í ár þó vettvangurinn verði annar í ljósi þess að íbúar Grindvíkinga búa hér og þar á meðan hættustigi almannavarna stendur í bænum. Grindvíkingar ætla að hittast í íþróttahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði og eiga saman notalega stund á aðventunni. Dansað verður í kringum jólatré undir stjórn Siggu Beinteins og Grétars Örvarssonar og eins munu jólasveinar gleðja börnin. Þá skemmta Gunni og Felix, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson ásamt tónlistarfólki frá Grindavík. Ætlunin er að eiga saman bæði hátíðlega og gleðilega samverustund. Yngsta kynslóðin einbeitir sér að söng og dansi meðan eldri íbúar Grindavíkur spjalla saman yfir kaffi og kökum. Gleðin hefst klukkan 15 og stendur til 17. Vakin var athygli á því í Facebook-hópi Grindvíkinga í gær að byrjað væri að setja upp jólaljósin.Hanna Þóra Agnarsdóttir Aðventugleði Grindvíkinga er samstarfverkefni fjölmargra aðila sem leggja viðburðinum lið: listamenn gefa sína vinnu, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Kvenfélag Grindavíkur leggja til rútur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur styrkir viðburðinn og UMFG, Haukar og fjöldi fyrirtækja leggja viðburðinum lið. „Samtakamáttur og stuðningur við Grindvíkinga hefur einkennt undirbúninginn og dýrmætt fyrir Grindvíkinga að geta hist á aðventunni, átt notalega samverustund og fundið kröftugan hjartslátt samfélagsins í Grindavík slá, þó fjarri heimahögum sé,“ segir í tilkynningu. Frumkvæði að viðburðinum kemur frá Grétari Örvarssyni sem hefur unnið náið að undirbúningi með fulltrúum Grindavíkurbæjar og Kvikunnar, menningarhúss Grindavíkur. Grindavík Jól Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Katrín fékk gervipíku að gjöf Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Undanfarin ár hafa Grindvíkingar kveikt á jólatré við hátíðlega athöfn. Þeir hafa gengið saman í friðargöngu með þátttöku barna í leik- og grunnskóla og átt saman fallega stund þegar kveikt er á jólatrénu. Jólasveinar hafa komið í heimsókn og dansað með börnunum í kringum jólatréð áður en boðið hefur verið upp á kakó og kökur. Jólaskraut í glugga í Grindavík.vísir/vilhelm Gleðin hefur því verið mikil og verður engin undantekning á því í ár þó vettvangurinn verði annar í ljósi þess að íbúar Grindvíkinga búa hér og þar á meðan hættustigi almannavarna stendur í bænum. Grindvíkingar ætla að hittast í íþróttahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði og eiga saman notalega stund á aðventunni. Dansað verður í kringum jólatré undir stjórn Siggu Beinteins og Grétars Örvarssonar og eins munu jólasveinar gleðja börnin. Þá skemmta Gunni og Felix, Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson ásamt tónlistarfólki frá Grindavík. Ætlunin er að eiga saman bæði hátíðlega og gleðilega samverustund. Yngsta kynslóðin einbeitir sér að söng og dansi meðan eldri íbúar Grindavíkur spjalla saman yfir kaffi og kökum. Gleðin hefst klukkan 15 og stendur til 17. Vakin var athygli á því í Facebook-hópi Grindvíkinga í gær að byrjað væri að setja upp jólaljósin.Hanna Þóra Agnarsdóttir Aðventugleði Grindvíkinga er samstarfverkefni fjölmargra aðila sem leggja viðburðinum lið: listamenn gefa sína vinnu, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Kvenfélag Grindavíkur leggja til rútur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur styrkir viðburðinn og UMFG, Haukar og fjöldi fyrirtækja leggja viðburðinum lið. „Samtakamáttur og stuðningur við Grindvíkinga hefur einkennt undirbúninginn og dýrmætt fyrir Grindvíkinga að geta hist á aðventunni, átt notalega samverustund og fundið kröftugan hjartslátt samfélagsins í Grindavík slá, þó fjarri heimahögum sé,“ segir í tilkynningu. Frumkvæði að viðburðinum kemur frá Grétari Örvarssyni sem hefur unnið náið að undirbúningi með fulltrúum Grindavíkurbæjar og Kvikunnar, menningarhúss Grindavíkur.
Grindavík Jól Eldgos og jarðhræringar Hafnarfjörður Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Katrín fékk gervipíku að gjöf Lífið Fleiri fréttir Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein