Ákvörðun UEFA kom vallarstjóra Laugardalsvallar á óvart: „Virkilegt högg“ Aron Guðmundsson skrifar 29. nóvember 2023 11:10 Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar Vísir/Arnar Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, segir það hafa verið virkilegt högg fyrir sig og starfsfólk vallarins í gærkvöldi þegar að þau fengu veður af ákvörðun Evrópska knattspyrnusambandsins að færa leik Breiðabliks og Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu af vellinum yfir á Kópavogsvöll. Margra vikna vinn er nú farin í súginn og segir Kristinn að vel hefði verið hægt að spila leikinn á Laugardalsvelli sem sé í mjög góðu ásigkomulagi. Breiðablik og ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv áttu að mætast í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld á Laugardalsvelli. Seinni partinn í gær birtist hins vegar tilkynning frá UEFA þar sem greint var frá því að leikurinn hefði verið færður yfir á Kópavogsvöll og þá var leiktímanum líka breytt. Leikurinn verður nú spilaður klukkan eitt. Ákvörðunin kom vallarstarfsmönnum Laugardalsvallar, sem hafa lagt ómælda vinnu í að halda vellinum leikhæfum undanfarna mánuði, í opna skjöldu. „Ástand vallarins er mjög gott. Mín skoðun er sú að við hefðum hiklaust geta spilað hérna klukkan eitt á morgun. Við hefðum einnig geta spilað hérna hálf fjögur. Það hefði verið erfiðara annað kvöld en aðstæður á Laugardalsvelli eru mjög góðar. „Ákvörðunin er bara tekin af UEFA seint í gær. Þeir töldu að völlurinn væri ekki 100% öruggur á leikdag. Ákvörðunin þeirra byggir á því,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Ákvörðun sem kemur mjög á óvart Mættu þá einhverjir matsmenn á vegum UEFA og könnuðu ástand Laugardalsvallar eða hvernig fer þessi ákvörðunartaka fram? „Nei. Ég hef allavegana ekki séð neina matsmenn hér. Við erum vissulega búin að vera í stöðugu sambandi við UEFA varðandi vallaraðstæður hér síðustu tíu daga. Höfum upplýst þá um veðurspár og okkar áhyggjur eða sjónarmið á því hvenær væri best að spila leikinn. Þeir fylgdust því með og mátu það greinilega þannig að besta niðurstaðan fyrir leikinn væri að færa hann af Laugardalsvelli.“ Er þetta ákvörðun sem þú ert sammála? Hefði verið hægt að spila þennan leik á Laugardalsvelli? „Ákvörðunin kom mér mjög á óvart því þú ert að færa leik af grasvelli klukkan átta um kvöld yfir á gervigrasvöll klukkan eitt um daginn. Þarna er um mikið bil að ræða. Það var, að mínu mati, hægt að skoða aðra möguleika áður en menn komust að þessari niðurstöðu.“ Þriggja vikna vinna til einskis Vallarstarfsmenn Laugardalsvallar hafa vaktað leikflötinn sólarhringum saman undanfarnar vikur. Þá hefur verið lagt í mikinn kostnað við að fá hingað til lands svokallaða hitapulsu til þess að breiða yfir völlinn og verja hann. Hitapulsan sem hefur hulið Laugardalsvöll. Vísir/Arnar Þann 9. nóvember síðastliðinn fór síðast fram leikur á Laugardalsvelli. Það var leikur Breiðabliks og Gent í riðlakeppninni og því mætti segja að vinna vallarstarfsmanna Laugardalsvallar síðustu þriggja vikna sé farin í súginn. Hvert er ástand vallarins núna? „Ástand vallarins er mjög gott. Mín skoðun er sú að við hefðum hiklaust geta spilað hérna klukkan eitt á morgun. Við hefðum einnig geta spilað hérna hálf fjögur. Það hefði verið erfiðara annað kvöld en aðstæður á Laugardalsvelli eru mjög góðar. Þessi niðurstaða kom mér og starfsfólki Laugardalsvallar því mjög á óvart.“ Horfandi á það hversu mikla vinnu þið hafið lagt á ykkur við að halda Laugardalsvelli leikhæfum, hvernig tilfinningar bærast um innra með þér nú þegar ákvörðun hefur verið tekin um að færa leikinn af vellinum? „Þetta var virkilegt högg í gærkvöldi. Bara svona í ljósi þeirra vinnu og þeim tíma sem við höfum varið í að halda Laugardalsvelli leikhæfum. Þegar að stefndi í Breiðablik myndi tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á sínum tíma fór strax af stað undirbúningsvinna. Hún hófst ekki í síðustu viku, þetta hefur verið í gangi hjá okkur síðan í ágúst fyrr á þessu ári með ákveðnum framkvæmdum á vellinum.“ Undir hitapulsunni Vísir/Arnar „Ég breytti okkar áætlunum því við vissum að við yrðum með leiki á Laugardalsvelli út nóvember. Sú áætlun hefur gengið ótrúlega vel og við vorum vel á áætlun með völlinn. Það' hefði verið frábært að geta endað þetta álag á leik hérna á Laugardalsvelli á morgun. Því miður verður það ekki raunin.“ Nú hefst vinna við að koma Laugardalsvelli í vetrardvala ekki eru fleiri leikir á dagskrá vallarins fyrr en á næsta ári. „Við gengum frá aðeins í gær þessum helstu hlutum og fórum heim. Núna tekur við frágangur næstu daga fram í næstu viku. Það þarf að koma vellinum í vetrarbúning.“ Laugardalsvöllur Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Breiðablik og ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv áttu að mætast í 5. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu annað kvöld á Laugardalsvelli. Seinni partinn í gær birtist hins vegar tilkynning frá UEFA þar sem greint var frá því að leikurinn hefði verið færður yfir á Kópavogsvöll og þá var leiktímanum líka breytt. Leikurinn verður nú spilaður klukkan eitt. Ákvörðunin kom vallarstarfsmönnum Laugardalsvallar, sem hafa lagt ómælda vinnu í að halda vellinum leikhæfum undanfarna mánuði, í opna skjöldu. „Ástand vallarins er mjög gott. Mín skoðun er sú að við hefðum hiklaust geta spilað hérna klukkan eitt á morgun. Við hefðum einnig geta spilað hérna hálf fjögur. Það hefði verið erfiðara annað kvöld en aðstæður á Laugardalsvelli eru mjög góðar. „Ákvörðunin er bara tekin af UEFA seint í gær. Þeir töldu að völlurinn væri ekki 100% öruggur á leikdag. Ákvörðunin þeirra byggir á því,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Ákvörðun sem kemur mjög á óvart Mættu þá einhverjir matsmenn á vegum UEFA og könnuðu ástand Laugardalsvallar eða hvernig fer þessi ákvörðunartaka fram? „Nei. Ég hef allavegana ekki séð neina matsmenn hér. Við erum vissulega búin að vera í stöðugu sambandi við UEFA varðandi vallaraðstæður hér síðustu tíu daga. Höfum upplýst þá um veðurspár og okkar áhyggjur eða sjónarmið á því hvenær væri best að spila leikinn. Þeir fylgdust því með og mátu það greinilega þannig að besta niðurstaðan fyrir leikinn væri að færa hann af Laugardalsvelli.“ Er þetta ákvörðun sem þú ert sammála? Hefði verið hægt að spila þennan leik á Laugardalsvelli? „Ákvörðunin kom mér mjög á óvart því þú ert að færa leik af grasvelli klukkan átta um kvöld yfir á gervigrasvöll klukkan eitt um daginn. Þarna er um mikið bil að ræða. Það var, að mínu mati, hægt að skoða aðra möguleika áður en menn komust að þessari niðurstöðu.“ Þriggja vikna vinna til einskis Vallarstarfsmenn Laugardalsvallar hafa vaktað leikflötinn sólarhringum saman undanfarnar vikur. Þá hefur verið lagt í mikinn kostnað við að fá hingað til lands svokallaða hitapulsu til þess að breiða yfir völlinn og verja hann. Hitapulsan sem hefur hulið Laugardalsvöll. Vísir/Arnar Þann 9. nóvember síðastliðinn fór síðast fram leikur á Laugardalsvelli. Það var leikur Breiðabliks og Gent í riðlakeppninni og því mætti segja að vinna vallarstarfsmanna Laugardalsvallar síðustu þriggja vikna sé farin í súginn. Hvert er ástand vallarins núna? „Ástand vallarins er mjög gott. Mín skoðun er sú að við hefðum hiklaust geta spilað hérna klukkan eitt á morgun. Við hefðum einnig geta spilað hérna hálf fjögur. Það hefði verið erfiðara annað kvöld en aðstæður á Laugardalsvelli eru mjög góðar. Þessi niðurstaða kom mér og starfsfólki Laugardalsvallar því mjög á óvart.“ Horfandi á það hversu mikla vinnu þið hafið lagt á ykkur við að halda Laugardalsvelli leikhæfum, hvernig tilfinningar bærast um innra með þér nú þegar ákvörðun hefur verið tekin um að færa leikinn af vellinum? „Þetta var virkilegt högg í gærkvöldi. Bara svona í ljósi þeirra vinnu og þeim tíma sem við höfum varið í að halda Laugardalsvelli leikhæfum. Þegar að stefndi í Breiðablik myndi tryggja sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á sínum tíma fór strax af stað undirbúningsvinna. Hún hófst ekki í síðustu viku, þetta hefur verið í gangi hjá okkur síðan í ágúst fyrr á þessu ári með ákveðnum framkvæmdum á vellinum.“ Undir hitapulsunni Vísir/Arnar „Ég breytti okkar áætlunum því við vissum að við yrðum með leiki á Laugardalsvelli út nóvember. Sú áætlun hefur gengið ótrúlega vel og við vorum vel á áætlun með völlinn. Það' hefði verið frábært að geta endað þetta álag á leik hérna á Laugardalsvelli á morgun. Því miður verður það ekki raunin.“ Nú hefst vinna við að koma Laugardalsvelli í vetrardvala ekki eru fleiri leikir á dagskrá vallarins fyrr en á næsta ári. „Við gengum frá aðeins í gær þessum helstu hlutum og fórum heim. Núna tekur við frágangur næstu daga fram í næstu viku. Það þarf að koma vellinum í vetrarbúning.“
Laugardalsvöllur Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira