Færanlega neyðarsjúkrahúsið komið í notkun í Úkraínu Atli Ísleifsson skrifar 24. nóvember 2023 12:56 Sjúkrahúsið í Eistlandi skömmu áður en það var flutt til Úkraínu. Þórir Guðmundsson Færanlega neyðarsjúkrahúsið sem Alþingi ákvað í vor að gefa úkraínsku þjóðinni, er komið til Úkraínu og hefur verið tekið í gagnið. Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins þar sem segir að heildarkostnaður við verkefnið hafi numið 7,4 milljónum evra, um 1,1 milljarði króna. Sjúkrahúsið sé mikilvæg viðbót og komi að góðum notum við að hlúa að særðum hermönnum og borgurum nærri vígvellinum. Þórir Guðmundsson Fram kemur að húsnæðið samanstandi af tíu gámaeiningum sem myndi fullbúið sjúkrahús sem hægt sé að reka sjálfstætt og án stuðnings svo dögum skiptir. „Hægt er að haga uppröðun eininganna eftir þörfum á hverjum tíma og tengja við önnur sjúkrahús sömu gerðar. Þar er m.a. að finna fullbúnar skurðstofur, gjörgæslurými, móttöku- og greiningarrými, stoðeiningar með rafstöð, súrefnispressu, sótthreinsiaðstöðu salernis- og bað- og þvottaaðstöðu auk sérhæfðra geymslurýma,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra að það sé sérstakt ánægjuefni að geta stutt við vini í Úkraínu með þessum beina hætti. „Samstarfið við Eista og Þjóðverja í þessu verkefni hefur verið til fyrirmyndar og það gleður okkur að vita að sjúkrahúsið kemur að góðum notum við að bjarga lífum og lina þjáningar þeirra sem særast í réttmætri varnarbaráttu þjóðarinnar gagnvart rússneska innrásarliðinu,“ segir Bjarni . Þórir Guðmundsson Í tilkynningunni segir að afkastageta sjúkrahússins sé veruleg, legupláss fyrir fjörutíu sjúklinga hverju sinni og hægt að sinna 240 sjúklingum á sólarhring sem og allt að 24 alvarlega slösuðum. „Þá eru gámaeiningar sjúkrahússins fluttar á milli staða á sérútbúnum hervörubílum, sem þýski herinn gaf til verkefnisins. Verkefnið var unnið í þéttu samstarfi við Eistland þar sem sjúkrahúsin voru hönnuð og framleidd. Eistneski herinn sá jafnframt um að þjálfa úkraínska starfsliðið sem rekur sjúkrahúsið. Áður höfðu Holland, Noregur og Þýskaland gefið samskonar sjúkrahús í samstarfi við Eista og verður hægt að samnýta þau eftir þörfum.“ Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús Formenn allra flokka á Alþingi hafa samþykkt að gefa Úkraínu færanlegt sjúkrahús. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við fréttastofu. 15. maí 2023 15:05 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins þar sem segir að heildarkostnaður við verkefnið hafi numið 7,4 milljónum evra, um 1,1 milljarði króna. Sjúkrahúsið sé mikilvæg viðbót og komi að góðum notum við að hlúa að særðum hermönnum og borgurum nærri vígvellinum. Þórir Guðmundsson Fram kemur að húsnæðið samanstandi af tíu gámaeiningum sem myndi fullbúið sjúkrahús sem hægt sé að reka sjálfstætt og án stuðnings svo dögum skiptir. „Hægt er að haga uppröðun eininganna eftir þörfum á hverjum tíma og tengja við önnur sjúkrahús sömu gerðar. Þar er m.a. að finna fullbúnar skurðstofur, gjörgæslurými, móttöku- og greiningarrými, stoðeiningar með rafstöð, súrefnispressu, sótthreinsiaðstöðu salernis- og bað- og þvottaaðstöðu auk sérhæfðra geymslurýma,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra að það sé sérstakt ánægjuefni að geta stutt við vini í Úkraínu með þessum beina hætti. „Samstarfið við Eista og Þjóðverja í þessu verkefni hefur verið til fyrirmyndar og það gleður okkur að vita að sjúkrahúsið kemur að góðum notum við að bjarga lífum og lina þjáningar þeirra sem særast í réttmætri varnarbaráttu þjóðarinnar gagnvart rússneska innrásarliðinu,“ segir Bjarni . Þórir Guðmundsson Í tilkynningunni segir að afkastageta sjúkrahússins sé veruleg, legupláss fyrir fjörutíu sjúklinga hverju sinni og hægt að sinna 240 sjúklingum á sólarhring sem og allt að 24 alvarlega slösuðum. „Þá eru gámaeiningar sjúkrahússins fluttar á milli staða á sérútbúnum hervörubílum, sem þýski herinn gaf til verkefnisins. Verkefnið var unnið í þéttu samstarfi við Eistland þar sem sjúkrahúsin voru hönnuð og framleidd. Eistneski herinn sá jafnframt um að þjálfa úkraínska starfsliðið sem rekur sjúkrahúsið. Áður höfðu Holland, Noregur og Þýskaland gefið samskonar sjúkrahús í samstarfi við Eista og verður hægt að samnýta þau eftir þörfum.“
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Úkraína Tengdar fréttir Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús Formenn allra flokka á Alþingi hafa samþykkt að gefa Úkraínu færanlegt sjúkrahús. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við fréttastofu. 15. maí 2023 15:05 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Ísland ætlar að gefa Úkraínu færanlegt neyðarsjúkrahús Formenn allra flokka á Alþingi hafa samþykkt að gefa Úkraínu færanlegt sjúkrahús. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við fréttastofu. 15. maí 2023 15:05