Kerr með þrennu í sigri Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2023 21:59 Einu af þremur mörkum kvöldsins fagnað. Chloe Knott/Getty Images Sam Kerr skoraði þrennu þegar Chelsea lagði París FC í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þá vann AS Roma 3-0 sigur á Ajax. Hin ástralska Sam Kerr svífur um á bleiku skýi þessa dagana enda nýbúin að fara á skeljarnar og biðja kærustu sína um að giftast sér. Kerr hélt upp á það að hætti hússins, með því að skora öll mörkin í góðum sigri. Það fyrsta kom eftir sléttan hálftíma en Lauren James fær heiðurinn að því marki. James hafði klúðrað algjöru dauðafæri ekki löngu áður en þerna fékk hún boltann úti vinstra megin, óð að marki gestanna áður en hún fór inn á völlinn og átti þessa stórbrotnu sendingu sem Kerr gat ekki gert annað við en að sparka í netið. What an assist from Lauren James. Sam Kerr finishes the job. Chelsea https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/AKSKKL1F36— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Thea Greboval jafnaði fyrir París FC með ágætum skalla eftir að markvörður Chelsea, Ann-Katrin Berger, gat ekki ákveðið hvort hún ætti að koma út í boltann eftir hornspyrnu gestanna. Staðan 1-1 í hálfleik. Rainbow header by Théa Greboval to bring Paris level. https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/sbH1PdIcHp— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr kom heimaliðinu yfir á nýjan leik snemma í síðari hálfleik. Að þessu sinni batt hún enda á frábæra skyndisókn sem hófst vinstra megin á vellinum, þaðan fór boltinn yfir til hægri á hin sænsku Johönnu Rytting Kaneryd sem gaf fyrir markið og Kerr skilaði knettinum í netið. SAM KERR GETS CHELSEA'S SECOND! https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/9mTuy08sVJ— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr fullkomnaði þrennu sína ekki löngu síðar eftir að langur bolti frá Berger í marki Chelsea rataði alla leið yfir vörn gestanna og allt í einu þurfti Kerr bara að lyfta boltanum yfir markvörð gestanna, sem hún og gerði. Varamaðurinn Sophie Ingle gerði svo fjórða mark Chelsea í uppbótartíma, lokatölur 4-1. Chelsea er í 2. sæti D-riðils með 4 stig en BK Häcken er á toppnum með 6 stig. Real Madríd er með eitt og París rekur lestuna án stiga. Þá vann AS Roma einstaklega öruggan 3-0 sigur á Ajax. Valentina Giacinti skoraði tvívegis snemma í leiknum og Manuela Giugliano gulltryggði sigurinn í upphafi síðari hálfleiks. Manuela Giugliano off the volley 4 goals and 4 assists for the Italian midfielder in her last six UWCL games! https://t.co/sd7lZMVpzk https://t.co/ow8f49ISzS https://t.co/0J80omegSI#UWCLonDAZN pic.twitter.com/wIOakvn1Va— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 AS Roma er á toppi C-riðils með 4 stig líkt og Bayern München sem vann París Saint-Germain 1-0 á útivelli þökk sé stoðsendingu Glódísar Perlu Viggósdóttur. Ajax er með 3 stig en PSG er án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Glódís Perla lagði upp sigurmarkið í París Bayern München lagði París Saint-Germain á útivelli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði gestanna, lagði upp sigurmarkið. 23. nóvember 2023 20:01 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Hin ástralska Sam Kerr svífur um á bleiku skýi þessa dagana enda nýbúin að fara á skeljarnar og biðja kærustu sína um að giftast sér. Kerr hélt upp á það að hætti hússins, með því að skora öll mörkin í góðum sigri. Það fyrsta kom eftir sléttan hálftíma en Lauren James fær heiðurinn að því marki. James hafði klúðrað algjöru dauðafæri ekki löngu áður en þerna fékk hún boltann úti vinstra megin, óð að marki gestanna áður en hún fór inn á völlinn og átti þessa stórbrotnu sendingu sem Kerr gat ekki gert annað við en að sparka í netið. What an assist from Lauren James. Sam Kerr finishes the job. Chelsea https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/AKSKKL1F36— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Thea Greboval jafnaði fyrir París FC með ágætum skalla eftir að markvörður Chelsea, Ann-Katrin Berger, gat ekki ákveðið hvort hún ætti að koma út í boltann eftir hornspyrnu gestanna. Staðan 1-1 í hálfleik. Rainbow header by Théa Greboval to bring Paris level. https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/sbH1PdIcHp— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr kom heimaliðinu yfir á nýjan leik snemma í síðari hálfleik. Að þessu sinni batt hún enda á frábæra skyndisókn sem hófst vinstra megin á vellinum, þaðan fór boltinn yfir til hægri á hin sænsku Johönnu Rytting Kaneryd sem gaf fyrir markið og Kerr skilaði knettinum í netið. SAM KERR GETS CHELSEA'S SECOND! https://t.co/jWZ0fW8CGB https://t.co/SzA1yH7CPE https://t.co/gE1izq2GLv #UWCLonDAZN pic.twitter.com/9mTuy08sVJ— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 Kerr fullkomnaði þrennu sína ekki löngu síðar eftir að langur bolti frá Berger í marki Chelsea rataði alla leið yfir vörn gestanna og allt í einu þurfti Kerr bara að lyfta boltanum yfir markvörð gestanna, sem hún og gerði. Varamaðurinn Sophie Ingle gerði svo fjórða mark Chelsea í uppbótartíma, lokatölur 4-1. Chelsea er í 2. sæti D-riðils með 4 stig en BK Häcken er á toppnum með 6 stig. Real Madríd er með eitt og París rekur lestuna án stiga. Þá vann AS Roma einstaklega öruggan 3-0 sigur á Ajax. Valentina Giacinti skoraði tvívegis snemma í leiknum og Manuela Giugliano gulltryggði sigurinn í upphafi síðari hálfleiks. Manuela Giugliano off the volley 4 goals and 4 assists for the Italian midfielder in her last six UWCL games! https://t.co/sd7lZMVpzk https://t.co/ow8f49ISzS https://t.co/0J80omegSI#UWCLonDAZN pic.twitter.com/wIOakvn1Va— DAZN Football (@DAZNFootball) November 23, 2023 AS Roma er á toppi C-riðils með 4 stig líkt og Bayern München sem vann París Saint-Germain 1-0 á útivelli þökk sé stoðsendingu Glódísar Perlu Viggósdóttur. Ajax er með 3 stig en PSG er án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Glódís Perla lagði upp sigurmarkið í París Bayern München lagði París Saint-Germain á útivelli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði gestanna, lagði upp sigurmarkið. 23. nóvember 2023 20:01 Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Glódís Perla lagði upp sigurmarkið í París Bayern München lagði París Saint-Germain á útivelli í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði gestanna, lagði upp sigurmarkið. 23. nóvember 2023 20:01