Fá ekki óheftan aðgang en hafa náð að bjarga nánast öllu Árni Sæberg skrifar 23. nóvember 2023 11:19 Berglind segir verstu sviðsmyndina alls ekki hafa raungerst. Vísir Forstjóri Orf líftækni segir að rýmri opnun til Grindavíkur gildi ekki fyrir fyrirtækið, sem er nokkuð utan bæjarins. Fólk á vegum fyrirtækisins hafi þó fengið að fara á svæðið þrisvar í fylgd viðbragðsaðila og búið sé að bjarga nánast öllu því sem bjargað verður. Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri Orf, segir í samtali við Vísi að hún hafi verið í sambandi við yfirvöld í dag og fengið þau svör að aðgangur að gróðurhúsi fyrirtækisins verði óbreyttur að sinni. Greint var frá því í gær að almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík yrði breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Berglind Rán segir að samskipti við yfirvöld hafi verið mikil og mjög góð undanfarið. Ljóst sé að reynt sé að gera allt til þess að hjálpa öllum í erfiðri stöðu. Hún treysti lögreglunni til þess að meta það hvenær öruggt verður að athafna sig með venjulegum hætti í gróðurhúsi fyrirtækisins. Versta sviðsmyndin hafi alls ekki raungerst Hún segir að í þremur ferðum í gróðurhúsið hafi tekist að bjarga nánast öllu sem bjargað verður. Fræjum og ýmsum plöntum hafi verið bjargað og vökvunarkerfi gróðurhússins sett í gang einu sinni. Þá hafi nánast öll tæki verið færð af svæðinu. „Versta sviðsmyndin hefur alls ekki raungerst.“ Þó sé ljóst að gróðurhúsið sjálft sé töluvert skemmt. Hún treysti sér ekki til þess að segja til um það hvort það sé ónýtt enda sé hún ekki sérfræðingur í þeim efnum. Þá hafi Náttúruhamfaratrygging Íslands ekki enn lagt mat á tjónið á húsinu. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri Orf, segir í samtali við Vísi að hún hafi verið í sambandi við yfirvöld í dag og fengið þau svör að aðgangur að gróðurhúsi fyrirtækisins verði óbreyttur að sinni. Greint var frá því í gær að almannavarnastiginu vegna jarðhræringanna við Grindavík yrði breytt í dag klukkan ellefu og það fært af neyðarstigi og niður á hættustig. Berglind Rán segir að samskipti við yfirvöld hafi verið mikil og mjög góð undanfarið. Ljóst sé að reynt sé að gera allt til þess að hjálpa öllum í erfiðri stöðu. Hún treysti lögreglunni til þess að meta það hvenær öruggt verður að athafna sig með venjulegum hætti í gróðurhúsi fyrirtækisins. Versta sviðsmyndin hafi alls ekki raungerst Hún segir að í þremur ferðum í gróðurhúsið hafi tekist að bjarga nánast öllu sem bjargað verður. Fræjum og ýmsum plöntum hafi verið bjargað og vökvunarkerfi gróðurhússins sett í gang einu sinni. Þá hafi nánast öll tæki verið færð af svæðinu. „Versta sviðsmyndin hefur alls ekki raungerst.“ Þó sé ljóst að gróðurhúsið sjálft sé töluvert skemmt. Hún treysti sér ekki til þess að segja til um það hvort það sé ónýtt enda sé hún ekki sérfræðingur í þeim efnum. Þá hafi Náttúruhamfaratrygging Íslands ekki enn lagt mat á tjónið á húsinu.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Bíða þess að komast inn til að vökva og sækja erfðabreyttar plöntur Teymi frá ORF líftæknifyrirtæki vonast til þess að geta sótt verðmætar erfðabreyttar plöntur í gróðurhús þeirra í Grindavík í dag. Einnig þarf að fylla á vökvakerfið en það var gert síðasta á sunnudag. Miklar skemmdir voru þá á gróðurhúsinu sem er beint fyrir ofan sprungusvæðið. 15. nóvember 2023 10:35
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði