Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ Atli Ísleifsson skrifar 23. nóvember 2023 08:41 Geert Wilders var sigurreifur í gærkvöldi þegar ljóst var að Frelsisflokkur hans hefði unnið mikinn sigur. AP „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. Þegar búið er að telja nær öll atkvæði virðist sem að Frelsisflokkurinn, sem hefur lengi talað gegn straumi innflytjenda til Hollands og því sem hefur verið lýst sem „íslamsvæðingu“, hafi tryggt sér 37 þingsæti, mun fleiri en bandalag vinstriflokka og græningja sem hlaut næstflest atkvæði. Ljóst má vera að sigur Wilders og félaga hristir hressilega upp í hollenskum stjórnmálum, en nýr forsætisráðherra mun nú taka við embætti í landinu. Mark Rutte, formaður mið-hægriflokksins VVD, hefur gegnt embættinu síðustu þrettán ár, en í sumar greindi hann frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Þó að Frelsisflokkurinn hafi unnið mikinn sigur er ekki ljóst hvort að flokkurinn nái að fá aðra flokka til liðs við sig til að mynda nýjan meirihluta. Í kosningabaráttunni útilokuðu leiðtogar allra stærstu flokkanna að starfa með PVV, en þó má vera að niðurstaða kosninganna og þessi óvænti og mikli sigur PVV komi til með að breyta því. Hundrað og fimmtíu þingmenn eiga sæti á hollenska þinginu og þarf því 76 þingmenn til að mynda meirihluta. Hinn sextugi Wilders, sem komst fyrst á þing fyrir 25 árum, hefur um árabil talað gegn straumi innflytjenda og talað fyrir því að „loka landamærunum“. Í frétt BBC segir að hann hafi þó lagt til hliðar loforð sitt um að banna Kóraninn. Wilders ávarpaði stuðningsmenn sína þar sem hann sagði hina mikla fjölgun þingmanna flokksins nú vera mikinn virðingarvott en að þessu fylgi líka mikil ábyrgð. Frank Timmermans er leiðtogi bandalags stærsta vinstri flokksins og græningja.EPA Frans Timmermans, leiðtogi vinstribandalagsins og fyrrverandi varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hann muni ekki koma nálægt nýrri stjórn undir forystu Wilders. Hann sagði nauðsynlegt að verja hollenskt lýðræði og réttarríkið. „Við munum ekki snúa baki við neinum í Hollandi. Í Hollandi eru allir jafnir,“ sagði Timmermans. VVD, mið-hægriflokkur Rutte, sem Dilan Yesilgöz leiðir nú, varð þriðji stærsti flokkurinn og fékk 24 þingmenn kjörna og nýr flokkur Pieter Omtzigt, NSC, varð fjórði stærsti og hlaut tuttugu þingmenn. Í heildina virðist sem að fimmtán flokkar hafi náð mönnum inn á hollenska þingið. Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Þegar búið er að telja nær öll atkvæði virðist sem að Frelsisflokkurinn, sem hefur lengi talað gegn straumi innflytjenda til Hollands og því sem hefur verið lýst sem „íslamsvæðingu“, hafi tryggt sér 37 þingsæti, mun fleiri en bandalag vinstriflokka og græningja sem hlaut næstflest atkvæði. Ljóst má vera að sigur Wilders og félaga hristir hressilega upp í hollenskum stjórnmálum, en nýr forsætisráðherra mun nú taka við embætti í landinu. Mark Rutte, formaður mið-hægriflokksins VVD, hefur gegnt embættinu síðustu þrettán ár, en í sumar greindi hann frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Þó að Frelsisflokkurinn hafi unnið mikinn sigur er ekki ljóst hvort að flokkurinn nái að fá aðra flokka til liðs við sig til að mynda nýjan meirihluta. Í kosningabaráttunni útilokuðu leiðtogar allra stærstu flokkanna að starfa með PVV, en þó má vera að niðurstaða kosninganna og þessi óvænti og mikli sigur PVV komi til með að breyta því. Hundrað og fimmtíu þingmenn eiga sæti á hollenska þinginu og þarf því 76 þingmenn til að mynda meirihluta. Hinn sextugi Wilders, sem komst fyrst á þing fyrir 25 árum, hefur um árabil talað gegn straumi innflytjenda og talað fyrir því að „loka landamærunum“. Í frétt BBC segir að hann hafi þó lagt til hliðar loforð sitt um að banna Kóraninn. Wilders ávarpaði stuðningsmenn sína þar sem hann sagði hina mikla fjölgun þingmanna flokksins nú vera mikinn virðingarvott en að þessu fylgi líka mikil ábyrgð. Frank Timmermans er leiðtogi bandalags stærsta vinstri flokksins og græningja.EPA Frans Timmermans, leiðtogi vinstribandalagsins og fyrrverandi varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að hann muni ekki koma nálægt nýrri stjórn undir forystu Wilders. Hann sagði nauðsynlegt að verja hollenskt lýðræði og réttarríkið. „Við munum ekki snúa baki við neinum í Hollandi. Í Hollandi eru allir jafnir,“ sagði Timmermans. VVD, mið-hægriflokkur Rutte, sem Dilan Yesilgöz leiðir nú, varð þriðji stærsti flokkurinn og fékk 24 þingmenn kjörna og nýr flokkur Pieter Omtzigt, NSC, varð fjórði stærsti og hlaut tuttugu þingmenn. Í heildina virðist sem að fimmtán flokkar hafi náð mönnum inn á hollenska þingið.
Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47 Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Útgönguspár: Geert Wilders sigurvegari í Hollandi Frelsisflokkur Geert Wilders er með flest þingsæti eftir þingkosningar í Hollandi í dag miðað við útgönguspár. Flokkurinn er lengst til hægri á pólitísku litrófi hollenskra stjórnmálaflokka og hefur Geert löngum barist gegn „íslamsvæðingu“ landsins. 22. nóvember 2023 21:47
Fá fyrsta nýja forsætisráðherrann í þrettán ár Hollendingar velja sér í dag nýja þingmenn og í kjölfarið tekur nýr forsætisráðherra við völdum í fyrsta sinn í þrettán ár. Alls berjast 1.128 frambjóðendur fyrir 26 stjórnmálaflokka keppast um 150 sæti í neðri deild hollenska þingsins. 22. nóvember 2023 13:37