Almannavarnastig í Grindavík af neyðarstigi niður á hættustig Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. nóvember 2023 17:56 Björgunarsveitarmaður myndar skemmdir í Grindavíkurbæ í dag. Vísir/Vilhelm Almannavarnastigi vegna jarðhræringa við Grindavík hefur verið breytt af neyðarstigi og niður á hættustig frá og með klukkan 11:00 á morgun, fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Veðurstofa segir litlar hreyfingar mælast innan sigdalsins í og við bæinn. Í tilkynningu almannavarna kemur fram að þetta hafi verið ákveðið í kjölfar á nýju stöðumati Veðurstofu Íslands, þar sem fram kemur meðal annars að út frá gögnum sem stuðst er við í hættumati Veðurstofunnar og að teknu tilliti til þróunar síðan 10. nóvember síðastliðinn, hafa líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur farið minnkandi með hverjum degi og eru í dag taldar litlar. Land rís enn þá í Svartsengi og kvika þar gæti flætt á ný undir í kvikuganginn undir Grindavík. Veðurstofan segir fyrirboða um slíka atburðarrás yrði hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum. Áfram eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum, líklegasta milli Hagafells og Sýlingarfells. Svæðið enn vel vaktað Almannavarnir árétta að svæðið er enn vel vaktað, og hætta er til staðar. Íbúum verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Með hliðsjón af þessu hefur verið tekin ákvörðun um rýmri heimildir íbúa Grindavíkur til að huga að eigum sínum Almannavarnir vilja ítreka að öðrum er óheimil för inn í bæinn. Þetta eru rýmri heimildir til íbúa Grindavíkur, ekki almennings. Rýmri aðgangur þýðir að: • Íbúum verður heimilt að fara inn í Grindavík næstu daga til að sækja verðmæti og huga að eigum sínum. Á meðan ekkert breytist til verri vegar verður Grindavíkurbær opinn íbúum frá klukkan 9 að morgni, til klukkan 16:00. Þá er bærinn rýmdur. Fimmtudaginn 23. nóvember opnar bærinn ekki fyrr en klukkan 11:00 sbr. þegar hættustig tekur gildi. • Áfram er farið fram á að íbúar Grindavíkur skrái sig á island.is og fái þar heimild til þess að fara inn. Hún mun berast án tafar. • Grindavík er lokuð fyrir óviðkomandi umferð. • Fjölmiðlum er heimilaður aðgangur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Í tilkynningu almannavarna kemur fram að þetta hafi verið ákveðið í kjölfar á nýju stöðumati Veðurstofu Íslands, þar sem fram kemur meðal annars að út frá gögnum sem stuðst er við í hættumati Veðurstofunnar og að teknu tilliti til þróunar síðan 10. nóvember síðastliðinn, hafa líkur á skyndilegri gosopnun innan bæjarmarka Grindavíkur farið minnkandi með hverjum degi og eru í dag taldar litlar. Land rís enn þá í Svartsengi og kvika þar gæti flætt á ný undir í kvikuganginn undir Grindavík. Veðurstofan segir fyrirboða um slíka atburðarrás yrði hægt að greina á skjálfta- og GPS mælum. Áfram eru taldar líkur á eldgosi á svæðinu yfir kvikuganginum, líklegasta milli Hagafells og Sýlingarfells. Svæðið enn vel vaktað Almannavarnir árétta að svæðið er enn vel vaktað, og hætta er til staðar. Íbúum verður ekki fylgt inn á svæðið en björgunarsveitir verða í viðbragðsstöðu víða um bæinn. Með hliðsjón af þessu hefur verið tekin ákvörðun um rýmri heimildir íbúa Grindavíkur til að huga að eigum sínum Almannavarnir vilja ítreka að öðrum er óheimil för inn í bæinn. Þetta eru rýmri heimildir til íbúa Grindavíkur, ekki almennings. Rýmri aðgangur þýðir að: • Íbúum verður heimilt að fara inn í Grindavík næstu daga til að sækja verðmæti og huga að eigum sínum. Á meðan ekkert breytist til verri vegar verður Grindavíkurbær opinn íbúum frá klukkan 9 að morgni, til klukkan 16:00. Þá er bærinn rýmdur. Fimmtudaginn 23. nóvember opnar bærinn ekki fyrr en klukkan 11:00 sbr. þegar hættustig tekur gildi. • Áfram er farið fram á að íbúar Grindavíkur skrái sig á island.is og fái þar heimild til þess að fara inn. Hún mun berast án tafar. • Grindavík er lokuð fyrir óviðkomandi umferð. • Fjölmiðlum er heimilaður aðgangur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira