Martínez reyndi að taka kylfu af löggu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2023 11:30 Emiliano Martínez var heitt í hamsi fyrir leik Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM 2026. epa/Andre Coelho Emiliano Martínez, markvörður argentínska fótboltalandsliðsins, reyndi að taka kylfu af lögreglumanni í átökunum sem brutust út fyrir leikinn gegn Brasilíu. Argentína vann Brasilíu með einu marki gegn einu í undankeppni HM 2026 í nótt. Leikið var á hinum goðsagnakennda Maracana leikvangi í Rio de Janeiro en þetta var fyrsta tap Brassa á honum í undankeppni HM. Leiknum seinkaði um hálftíma þar sem slagsmál brutust út í stúkunni á meðan þjóðsöngvarnir voru spilaðir. Argentínsku leikmönnunum fannst brasilíska lögreglan ganga full hart fram gegn stuðningsmönnum sínum. Martínez var sérstaklega heitur. Markvörðurinn stökk meðal annars í átt að lögreglumanni og reyndi að taka kylfu af honum. Emiliano Martínez was visibly frustrated with the way stadium police handled the situation with the fans at Maracanã pic.twitter.com/aKHpImbjBP— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 22, 2023 Samherjar Martínez náðu á endanum að halda aftur af honum. Argentínumenn fóru svo til búningsherbergja og neituðu að snúa aftur á völlinn fyrr en mestu lætin voru gengin um garð. Lionel Messi, fyrirliði argentínsku heimsmeistaranna, var afar ósáttur við framgöngu brasilísku lögreglunnar og gagnrýndi hana harðlega í viðtali eftir leikinn í Ríó í nótt. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna.“ Argentína er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins með fimmtán stig en Brasilía er í 6. sætinu með einungis sjö stig. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Argentína vann Brasilíu með einu marki gegn einu í undankeppni HM 2026 í nótt. Leikið var á hinum goðsagnakennda Maracana leikvangi í Rio de Janeiro en þetta var fyrsta tap Brassa á honum í undankeppni HM. Leiknum seinkaði um hálftíma þar sem slagsmál brutust út í stúkunni á meðan þjóðsöngvarnir voru spilaðir. Argentínsku leikmönnunum fannst brasilíska lögreglan ganga full hart fram gegn stuðningsmönnum sínum. Martínez var sérstaklega heitur. Markvörðurinn stökk meðal annars í átt að lögreglumanni og reyndi að taka kylfu af honum. Emiliano Martínez was visibly frustrated with the way stadium police handled the situation with the fans at Maracanã pic.twitter.com/aKHpImbjBP— Football on TNT Sports (@footballontnt) November 22, 2023 Samherjar Martínez náðu á endanum að halda aftur af honum. Argentínumenn fóru svo til búningsherbergja og neituðu að snúa aftur á völlinn fyrr en mestu lætin voru gengin um garð. Lionel Messi, fyrirliði argentínsku heimsmeistaranna, var afar ósáttur við framgöngu brasilísku lögreglunnar og gagnrýndi hana harðlega í viðtali eftir leikinn í Ríó í nótt. „Við sáum hvernig lögreglan var að berja fólk og margir leikmenn voru með fjölskyldu sína á þessum stað í stúkunni. Við náðum ekki að einbeita okkur að því að spila leikinn. Þetta gerðist líka hérna í Copa Libertadores. Brasilíska lögreglan er enn á ný að beita ofbeldi gegn fólki,“ sagði Messi. „Þetta lið heldur áfram að skrifa söguna. Frábær sigur á Maracana en honum verður þó minnst fyrir einn eitt ofbeldið gegn argentínsku stuðningsfólki í Brasilíu. Þessa klikkun má ekki líða og þessu verður að ljúka núna.“ Argentína er á toppi Suður-Ameríkuriðilsins með fimmtán stig en Brasilía er í 6. sætinu með einungis sjö stig.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Sport Fleiri fréttir Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn