Á meðan kvika er svo grunnt geti fólk ekki farið heim Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 20. nóvember 2023 14:06 Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að það gjósi nærri Hagafelli, ef það gýs. Vísir/Arnar Jarðeðlisfræðingur segir enn líklegast að gjósi nærri Hagafelli ef til eldgoss kemur. Ekki sé hægt að spá til um kvikuflæði fyrr en kvikan er komin upp. Hann segir íbúa ekki geta farið heim á meðan kvika mælist svo grunnt. Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina, ef til eldgoss kemur, að það gjósi nærri Hagafelli austan við Þorbjörn. „Það er þar sem við höfum sé kvikuinnflæði koma inn eftir að kvikugangurinn myndaðist. Það er grunnt og við höfum góða staðfestingu á því og horfum á það sem líklegustu staðsetningu fyrir upptök, ef til goss kemur,“ segir Benedikt. Hann segir erfitt að segja til um hvað það þýðir fyrir Grindavík. Svæðið sé nálægt vatnaskilum og það fari mjög eftir því hvar nákvæmlega kvika kæmi upp hvað það þýði fyrir byggð í Grindavík. Aðeins sé hægt að spá fyrir um hraunflæði þegar kvikan kemur upp. Spurður um landrisið við Svartsengi segir Benedikt að það þýði að enn flæði inn kvika í kvikuinnskotið. Hann segir svæðið hættusvæði og að það sé mikil vöktun í gangi hjá Veðurstofu. Það sé ekki endilega hættulegt að vinna á Svartsengissvæðinu en að það sé vel fylgst með því. Framkvæmdaaðilar séu nálægt mögulegum upptökum en að þeir ættu að hafa tíma til að koma sér burt áður en til eldgoss kæmi. Spurður hvað þurfi að gerast til að fólk fái að fara aftur heim segir Benedikt að í þá ákvörðun þurfi að taka meira til greina en bara jarðhræringar. „En á meðan ástandið er enn svona. Við sjáum kviku grunnt og hún gæti komið upp á yfirborðið þá er það engan veginn ráðlegt. En ekki okkar ákvörðun hvenær þau fari heim þótt svo það sé gert í samráði við okkur. Við þurfum allavega að láta einhvern tíma líða og að það sé ekki gos á leið þarna upp þangað til við getum ráðlagt eitthvað um það,“ segir Benedikt og að ástandið í bænum sé enn hættulegt. Það séu margar sprungur sem geti opnast frekar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir enn líklegustu sviðsmyndina, ef til eldgoss kemur, að það gjósi nærri Hagafelli austan við Þorbjörn. „Það er þar sem við höfum sé kvikuinnflæði koma inn eftir að kvikugangurinn myndaðist. Það er grunnt og við höfum góða staðfestingu á því og horfum á það sem líklegustu staðsetningu fyrir upptök, ef til goss kemur,“ segir Benedikt. Hann segir erfitt að segja til um hvað það þýðir fyrir Grindavík. Svæðið sé nálægt vatnaskilum og það fari mjög eftir því hvar nákvæmlega kvika kæmi upp hvað það þýði fyrir byggð í Grindavík. Aðeins sé hægt að spá fyrir um hraunflæði þegar kvikan kemur upp. Spurður um landrisið við Svartsengi segir Benedikt að það þýði að enn flæði inn kvika í kvikuinnskotið. Hann segir svæðið hættusvæði og að það sé mikil vöktun í gangi hjá Veðurstofu. Það sé ekki endilega hættulegt að vinna á Svartsengissvæðinu en að það sé vel fylgst með því. Framkvæmdaaðilar séu nálægt mögulegum upptökum en að þeir ættu að hafa tíma til að koma sér burt áður en til eldgoss kæmi. Spurður hvað þurfi að gerast til að fólk fái að fara aftur heim segir Benedikt að í þá ákvörðun þurfi að taka meira til greina en bara jarðhræringar. „En á meðan ástandið er enn svona. Við sjáum kviku grunnt og hún gæti komið upp á yfirborðið þá er það engan veginn ráðlegt. En ekki okkar ákvörðun hvenær þau fari heim þótt svo það sé gert í samráði við okkur. Við þurfum allavega að láta einhvern tíma líða og að það sé ekki gos á leið þarna upp þangað til við getum ráðlagt eitthvað um það,“ segir Benedikt og að ástandið í bænum sé enn hættulegt. Það séu margar sprungur sem geti opnast frekar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08 Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Vonar að vinnuveitendur sýni björgunarsveitarfólki skilning Almannavarnir hafa sent út fjöldaboð til allra björgunarsveita á landinu. Meiri mannskap þarf í verkefnið. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist vonast til þess að vinnuveitendur taki tillit til þess þegar fólk með kunnáttu þurfi að hverfa frá vinnu. 20. nóvember 2023 13:58
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum setur fjölmiðlum ótækar takmarkanir Formaður Blaðamannafélags Íslands segir víðtækar takmarkanir Lögreglustjórans á Suðurnesjum á störf fjölmiðla í og í kringum Grindavík ótækar. Fjölmiðlar væru hindraðir í að hafa eftirlit með aðgerðum yfirvalda og til að afla upplýsinga sem vörðuðu Grindvíkinga og allan almenning í landinu. 20. nóvember 2023 12:08
Greina landris og áhættu við vinnu varnargarða betur í dag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir það koma í ljós í dag hvort landris hafi áhrif á vinnu við varnargarða við virkjun HS Orku í Svartsengi. 20. nóvember 2023 08:35
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði