Elísabet neitaði þjálfarastarfi hjá karlaliði í efstu deild í Svíþjóð Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2023 07:01 Elísabet er tilbúin að bíða þar til rétta starfið býðst. Mynd/@_OBOSDamallsv Elísabet Gunnarsdóttir veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en hefur áhuga á þjálfunarstarfi í einhverri af stærri deildum Evrópu. Hún hafnaði boði um að gerast aðstoðarþjálfari hjá liði í efstu deild karla í Svíþjóð. Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad í síðasta sinn á dögunum en hún tók við sem þjálfari hjá félaginu árið 2009. Á þeim tíma hefur hún lyft grettistaki hjá félaginu og fest það í sessi sem eitt af sterkari liðum í Svíþjóð. Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við Elísabetu á dögunum um framtíðina og hvað tæki við hjá henni núna eftir að tímanum hjá Kristianstad er lokið. „Ég ákvað það bara að ég ætla að stíga varlega til jarðar og ekki æða út í viðræður án þess að hafa opinn hugann fyrir mörgum möguleikum. Ég hef klárlega verið að skoða eitthvað og afþakkað einhver boð. Ég hef ekki sett fótinn niður í eitthvað sem öskrar bara „já“ í hausnum á mér. Ég ætla að nota tímann vel og sjá hvað er í boði. Ef ég þarf að bíða eftir því sem mér finnst vera rétt þá geri ég það bara,“ sagði Elísabet við Svövu Kristínu. Hún segir vissulega ákveðin störf heilla meira en önnur og segist mikið hafa verið að horfa til stórra kvennadeilda eins og í Bandaríkjunum og á Englandi. „Síðan kom upp spurning hér hjá liði í efstu deild karla. Ég verð að viðurkenna að mér fannst mjög skemmtilegt að fá það símtal þar sem mér var boðið mjög stórt hlutverk hjá þeim. Sem aðstoðarþjálfari og með ábyrgð á þeirra sóknarleik. Mér fannst það ótrúlega spennandi og gaman að kona fái svona spurningu. Ég fann það bara líka að mín þekking á kvennaknattspyrnu er það stór og mikil og mér finnst hún þurfa að nýtast þar. Þannig að ég sagði nei við því.“ „Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet segir ekki koma til greina að taka við félagsliði á Íslandi. „Ég hef hafnað öllum tilboðum, ég hef fengið tilboð frá sænskum, íslenskum og norskum liðum. Ég hef tekið ákvörðun að það er ekki akkúrat það sem mig langar núna. Ég ætla bara að bíða og sjá hvað er í boði.“ „Ég er mjög meðvituð að til dæmis í Englandi, þau störf eru ekkert endilega í boði fyrr en í sumar. Ef ég þarf að vera róleg og bíða og sjá hvað gerist í sumar þá er það kannski það sem ég kem til með að gera.“ Það eru ekki bara félagslið sem Elísabet horfir í því landsliðin heilla líka. „Mér finnst landsliðsþjálfarastörfin orðin mjög spennandi. Þetta eru margir gluggar og margir möguleikar í stöðunni eins og til dæmis með nýju Þjóðadeildinni. Þú getur byggt ýmislegt ef maður horfir á langtímamarkmið með landslið. Þessi stórmót í kvennaboltanum eru orðin risastór. Það er ótrúlega mikið af áhorfendum og mikill áhugi á þessum mótum. Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet fór í viðræður við KSÍ á sínum tíma um stöðu landsliðsþjálfara kvenna en var ekki tilbúin að hætta með Kristianstad innan þess ramma sem KSÍ setti. Hún var ósátt með Knattspyrnusambandið en viðurkennir að starf landsliðsþjálfara kvenna sé spennandi. „Það væri auðvitað spennandi einn daginn. Íslenska landsliðið er ekki í boði núna þannig að það er ekkert sem ég er að pæla í. Ég er frá Íslandi þannig að sjálfsögðu mun það einhvern tíman í framtíðinni vera draumastarfið.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísabetu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elísabet Gunnarsdóttir um framtíðina Sænski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Sjá meira
Elísabet Gunnarsdóttir stýrði Kristianstad í síðasta sinn á dögunum en hún tók við sem þjálfari hjá félaginu árið 2009. Á þeim tíma hefur hún lyft grettistaki hjá félaginu og fest það í sessi sem eitt af sterkari liðum í Svíþjóð. Svava Kristín íþróttafréttakona ræddi við Elísabetu á dögunum um framtíðina og hvað tæki við hjá henni núna eftir að tímanum hjá Kristianstad er lokið. „Ég ákvað það bara að ég ætla að stíga varlega til jarðar og ekki æða út í viðræður án þess að hafa opinn hugann fyrir mörgum möguleikum. Ég hef klárlega verið að skoða eitthvað og afþakkað einhver boð. Ég hef ekki sett fótinn niður í eitthvað sem öskrar bara „já“ í hausnum á mér. Ég ætla að nota tímann vel og sjá hvað er í boði. Ef ég þarf að bíða eftir því sem mér finnst vera rétt þá geri ég það bara,“ sagði Elísabet við Svövu Kristínu. Hún segir vissulega ákveðin störf heilla meira en önnur og segist mikið hafa verið að horfa til stórra kvennadeilda eins og í Bandaríkjunum og á Englandi. „Síðan kom upp spurning hér hjá liði í efstu deild karla. Ég verð að viðurkenna að mér fannst mjög skemmtilegt að fá það símtal þar sem mér var boðið mjög stórt hlutverk hjá þeim. Sem aðstoðarþjálfari og með ábyrgð á þeirra sóknarleik. Mér fannst það ótrúlega spennandi og gaman að kona fái svona spurningu. Ég fann það bara líka að mín þekking á kvennaknattspyrnu er það stór og mikil og mér finnst hún þurfa að nýtast þar. Þannig að ég sagði nei við því.“ „Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet segir ekki koma til greina að taka við félagsliði á Íslandi. „Ég hef hafnað öllum tilboðum, ég hef fengið tilboð frá sænskum, íslenskum og norskum liðum. Ég hef tekið ákvörðun að það er ekki akkúrat það sem mig langar núna. Ég ætla bara að bíða og sjá hvað er í boði.“ „Ég er mjög meðvituð að til dæmis í Englandi, þau störf eru ekkert endilega í boði fyrr en í sumar. Ef ég þarf að vera róleg og bíða og sjá hvað gerist í sumar þá er það kannski það sem ég kem til með að gera.“ Það eru ekki bara félagslið sem Elísabet horfir í því landsliðin heilla líka. „Mér finnst landsliðsþjálfarastörfin orðin mjög spennandi. Þetta eru margir gluggar og margir möguleikar í stöðunni eins og til dæmis með nýju Þjóðadeildinni. Þú getur byggt ýmislegt ef maður horfir á langtímamarkmið með landslið. Þessi stórmót í kvennaboltanum eru orðin risastór. Það er ótrúlega mikið af áhorfendum og mikill áhugi á þessum mótum. Mér finnst það kitla svolítið hversu stór áhuginn er fyrir þessum kvennalandsliðum.“ Elísabet fór í viðræður við KSÍ á sínum tíma um stöðu landsliðsþjálfara kvenna en var ekki tilbúin að hætta með Kristianstad innan þess ramma sem KSÍ setti. Hún var ósátt með Knattspyrnusambandið en viðurkennir að starf landsliðsþjálfara kvenna sé spennandi. „Það væri auðvitað spennandi einn daginn. Íslenska landsliðið er ekki í boði núna þannig að það er ekkert sem ég er að pæla í. Ég er frá Íslandi þannig að sjálfsögðu mun það einhvern tíman í framtíðinni vera draumastarfið.“ Allt viðtal Svövu Kristínar við Elísabetu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Elísabet Gunnarsdóttir um framtíðina
Sænski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Sjá meira