„Ástandið er að breytast úr sorg í reiði“ Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 17. nóvember 2023 14:54 Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur ásamt syni sínum. Fjölskyldan hefst nú við í íbúð í Garðabæ eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sitt. Einar segir hljóðið í Grindvíkingum þungt. Vísir/Ívar Fannar Maður úr Grindavík segir íbúa bæjarins tifandi tímasprengju. Fólki sé að verða ljóst að það sé ekki á leiðinni heim til sín á næstunni og að bankarnir muni ekki koma því til aðstoðar. Einar Hannes Harðarson er formaður Sjómanna-og vélstjórafélags Grindavíkur og jafnframt íbúi í Grindavík Aðspurður um stöðu sjómanna bæjarins segir hann útgerðina hafa staðið sig vel. Flestum sjómönnum hafi verið komið í land og séu nú að huga að fjölskyldum sínum. Íbúar Grindavíkur tifandi tímasprengja Einari var mikið niðri fyrir þegar fréttastofa náði tali af honum eftir foreldrasamveru í Laugardalshöll. „Ástandið er að breytast úr sorg í reiði. Við erum tifandi tímasprengja,“ segir hann. Þetta er flókið. Við erum í miðjum hamförum. Ertu að tala sem formaður þíns félags eða sem íbúi? „Bæði. Núna er það að skýrast dag frá degi að við erum ekki að fara heim á næstunni. Það eru allir að fara inn á einhverskonar leigumarkað. Leigumarkaðurinn var galinn fyrir. Við erum öll með íbúðarlán, við erum samfélag. Bankastofnanir á Íslandi ætla ekki að taka þátt í því, þær ætla að setja vextina aftan á lánin þannig að það sem við eigum í íbúðunum mun minnka með hverjum mánuði. Sem er algjörlega galið.“ Einar segist vita til þess að verkalýðshreyfingin í heild sinni hafi fundað með bankastjórum bankanna. „Þeir segjast ekkert geta gert. Bankarnir eru alltaf með belti og axlabönd. Ef það er ekki hægt að hjálpa fólki í náttúruhamförum, hvenær er þá hægt að hjálpa?“ Hann segist þó gera sér grein fyrir að verið sé að vinna í málunum allstaðar í samfélaginu. „Það er mikið álag á öllum og og allir að gera sitt besta. Nema kannski lánastofnanir á Íslandi, þær eru ekki að standa með okkur.“ Hafa ekki bjargað neinu nema fötum Einar á sjálfur húsnæði sem er á skilgreindu hættusvæði í Grindavík. Hann hefur ekki farið inn á heimilið eftir að rýmingin tók gildi en eiginkona hans náði að fara í stuttan tíma inn á mánudag. „Hún bara hljóp í gegn og sá ekki neitt. Náði bara í föt, en annars höfum við ekki náð að bjarga neinu.“ Hvernig líður þér? „Þetta er skrítið. Mér líður allskonar. Þetta er flókið, maður getur ekki lýst þessu.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Einar Hannes Harðarson er formaður Sjómanna-og vélstjórafélags Grindavíkur og jafnframt íbúi í Grindavík Aðspurður um stöðu sjómanna bæjarins segir hann útgerðina hafa staðið sig vel. Flestum sjómönnum hafi verið komið í land og séu nú að huga að fjölskyldum sínum. Íbúar Grindavíkur tifandi tímasprengja Einari var mikið niðri fyrir þegar fréttastofa náði tali af honum eftir foreldrasamveru í Laugardalshöll. „Ástandið er að breytast úr sorg í reiði. Við erum tifandi tímasprengja,“ segir hann. Þetta er flókið. Við erum í miðjum hamförum. Ertu að tala sem formaður þíns félags eða sem íbúi? „Bæði. Núna er það að skýrast dag frá degi að við erum ekki að fara heim á næstunni. Það eru allir að fara inn á einhverskonar leigumarkað. Leigumarkaðurinn var galinn fyrir. Við erum öll með íbúðarlán, við erum samfélag. Bankastofnanir á Íslandi ætla ekki að taka þátt í því, þær ætla að setja vextina aftan á lánin þannig að það sem við eigum í íbúðunum mun minnka með hverjum mánuði. Sem er algjörlega galið.“ Einar segist vita til þess að verkalýðshreyfingin í heild sinni hafi fundað með bankastjórum bankanna. „Þeir segjast ekkert geta gert. Bankarnir eru alltaf með belti og axlabönd. Ef það er ekki hægt að hjálpa fólki í náttúruhamförum, hvenær er þá hægt að hjálpa?“ Hann segist þó gera sér grein fyrir að verið sé að vinna í málunum allstaðar í samfélaginu. „Það er mikið álag á öllum og og allir að gera sitt besta. Nema kannski lánastofnanir á Íslandi, þær eru ekki að standa með okkur.“ Hafa ekki bjargað neinu nema fötum Einar á sjálfur húsnæði sem er á skilgreindu hættusvæði í Grindavík. Hann hefur ekki farið inn á heimilið eftir að rýmingin tók gildi en eiginkona hans náði að fara í stuttan tíma inn á mánudag. „Hún bara hljóp í gegn og sá ekki neitt. Náði bara í föt, en annars höfum við ekki náð að bjarga neinu.“ Hvernig líður þér? „Þetta er skrítið. Mér líður allskonar. Þetta er flókið, maður getur ekki lýst þessu.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira