Laug í beinni á hliðarlínunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 08:31 Charissa Thompson er þekkt sjónvarpskona í Bandaríkjunum vegna umfjöllunnar sinnar um NFL deildina. Getty/Cooper Neill Bandaríska sjónvarpskonan Charissa Thompson segist stundum hafa farið frjálslega með sannleikann þegar hún starfaði á hliðarlínunni í NFL-leikjum. Thompson hefur hoppað upp metorðastigann í bandarísku sjónvarpi og er nú umsjónarkona NFL Kickoff þáttarins á Fox sjónvarpsstöðinni. Hún rifjaði upp tíma sinn sem fréttakona á vellinum. Charissa Thompson admitted to sometimes making up sideline reports and the reactions that followed from sports media were passionate.https://t.co/wdNWBz1wlg pic.twitter.com/lPxQQH0ET1— Front Office Sports (@FOS) November 17, 2023 Thompson viðurkenndi það nefnilega í viðtali í hlaðvarpsþættinum Pardon My Take að hafa stundum logið í beinni á hliðarlínunni. Það er hlutverk fréttamanna á hliðarlínunni að gefa áhorfendum innsýn í það sem er þar í gangi varðandi meiðsli leikmanna og annað eins og að ræða við þjálfara í hálfleiknum. Viðtalið við þjálfaranna er ekki í mynd heldur kemur íþróttafréttamaðurinn sjálfur í mynd og segir stuttlega frá spjalli sínu við þjálfarann. Viðtalið er ekki langt og oftast á almennu nótunum. „Ég hef sagt frá þessu áður og ég hef því ekki verið rekin fyrir að segja frá þessu svo ég endurtek mig hérna. Ég bjó stundum til fréttir af því að í fyrsta lagi kom þjálfarinn stundum ekki í viðtal í hálfleik eða í öðru lagi var hann of seinn. Ég vildi ekki klúðra innslaginu mínu og ég hugsaði bara: Ég skálda þetta bara,“ sagði Charissa Thompson. Fox Sports' and Amazon Prime's Charissa Thompson saying she fabricated sideline reports is a bigger problem than you think. 'What she said undermines the trust in the media,' @mikefreemanNFL writes. Read his full column here https://t.co/OSIwQQrKDZ pic.twitter.com/22kRAek8Nn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) November 17, 2023 „Ástæðan var að enginn þjálfari yrði reiður yfir því ef ég segi: Heyrðu við þurfum að hætta að gera okkur sjálfum erfitt fyrir eða við þurfum að vera betri á þriðju tilraun eða við þurfum að hætta að tapa boltanum,“ sagði Charissa og bætti við: „Eins og þeir fari að leiðrétta mig út af þessu,“ sagði Charissa sem passaði sig að tala í klisjum og mjög almennt þegar hún laug til um viðtöl við þjálfara. NFL Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Sjá meira
Thompson hefur hoppað upp metorðastigann í bandarísku sjónvarpi og er nú umsjónarkona NFL Kickoff þáttarins á Fox sjónvarpsstöðinni. Hún rifjaði upp tíma sinn sem fréttakona á vellinum. Charissa Thompson admitted to sometimes making up sideline reports and the reactions that followed from sports media were passionate.https://t.co/wdNWBz1wlg pic.twitter.com/lPxQQH0ET1— Front Office Sports (@FOS) November 17, 2023 Thompson viðurkenndi það nefnilega í viðtali í hlaðvarpsþættinum Pardon My Take að hafa stundum logið í beinni á hliðarlínunni. Það er hlutverk fréttamanna á hliðarlínunni að gefa áhorfendum innsýn í það sem er þar í gangi varðandi meiðsli leikmanna og annað eins og að ræða við þjálfara í hálfleiknum. Viðtalið við þjálfaranna er ekki í mynd heldur kemur íþróttafréttamaðurinn sjálfur í mynd og segir stuttlega frá spjalli sínu við þjálfarann. Viðtalið er ekki langt og oftast á almennu nótunum. „Ég hef sagt frá þessu áður og ég hef því ekki verið rekin fyrir að segja frá þessu svo ég endurtek mig hérna. Ég bjó stundum til fréttir af því að í fyrsta lagi kom þjálfarinn stundum ekki í viðtal í hálfleik eða í öðru lagi var hann of seinn. Ég vildi ekki klúðra innslaginu mínu og ég hugsaði bara: Ég skálda þetta bara,“ sagði Charissa Thompson. Fox Sports' and Amazon Prime's Charissa Thompson saying she fabricated sideline reports is a bigger problem than you think. 'What she said undermines the trust in the media,' @mikefreemanNFL writes. Read his full column here https://t.co/OSIwQQrKDZ pic.twitter.com/22kRAek8Nn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) November 17, 2023 „Ástæðan var að enginn þjálfari yrði reiður yfir því ef ég segi: Heyrðu við þurfum að hætta að gera okkur sjálfum erfitt fyrir eða við þurfum að vera betri á þriðju tilraun eða við þurfum að hætta að tapa boltanum,“ sagði Charissa og bætti við: „Eins og þeir fari að leiðrétta mig út af þessu,“ sagði Charissa sem passaði sig að tala í klisjum og mjög almennt þegar hún laug til um viðtöl við þjálfara.
NFL Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Sjá meira