Beina sjónum sínum helst að miðju gangsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 11:55 Líklegasti upptakastaður, ef til goss kæmi, er yfir kvikuganginum að sögn Kristínar. Vísir/Vilhelm Smáskjálftavirkni í kvikuganginum við Sundhnúk heldur áfram og GPS gögn sýna að gliðnun heldur áfram. Jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna svipaða og í gær og að þau eigi alveg eins von á gosi í dag, á morgun eða næstu daga. Tæplega þúsund skjálftar hafa riðið yfir í og við kvikuganginn frá miðnætti. Engir stærri skjálftar urðu í nótt, sá stærsti mældist 2,6 laust fyrir fimm en allflestir hafa skjálftarnir verið undir tveimur. Kristín Jónsdóttir deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna áfram svipaða. „Við höfum verið að horfa upp á smáskjálftavirkni í kvikuganginum og hún heldur áfram með svipuðum hætti og síðustu daga og við höfum verið að fylgjast með því að gangurinn, hann er að víkka, en það hefur heldur dregið úr þeim færslum. Það er hins vegar ekki þar með sagt að þetta minnki líkur á gosi, við sáum það eins og fyrir fyrsta gosið í Fagradalsfjalli að það var einmitt þá sem gosið kom og það var hreinlega farið að draga úr þessum færslum og úr skjálftavirkni og þá fengum við gosið þannig að það verður ennþá að teljast líkur á því að það geti gerst.“ Gasmælar sýna enn ekki neinn verulegan styrk á kvikugasi. Líklegasti upptakastaður, ef til goss kæmi, er yfir kvikuganginum að sögn Kristínar. „Sjónir okkar beinast helst að miðju gangsins. Það virðist vera mestar færslur þar og við teljum líklegast að það gos yrði þar en við getum ekki útilokað að það yrði annars staðar.“ Kristín segir að vísindamenn séu á tánum og fylgist vel með. „og í rauninni má segja að við séum bara í svipaðri stöðu og í gær og í fyrradag. Við erum að fylgjast mjög vel með og eigum alveg eins von á gosi í dag eða á morgun eða næstu daga og erum að fylgjast mjög vel þeim merkjum varðandi það að kvikan sé að færast nær yfirborði,“ segir Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03 Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. 16. nóvember 2023 00:05 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Tæplega þúsund skjálftar hafa riðið yfir í og við kvikuganginn frá miðnætti. Engir stærri skjálftar urðu í nótt, sá stærsti mældist 2,6 laust fyrir fimm en allflestir hafa skjálftarnir verið undir tveimur. Kristín Jónsdóttir deildarstjóri hjá Veðurstofunni segir stöðuna áfram svipaða. „Við höfum verið að horfa upp á smáskjálftavirkni í kvikuganginum og hún heldur áfram með svipuðum hætti og síðustu daga og við höfum verið að fylgjast með því að gangurinn, hann er að víkka, en það hefur heldur dregið úr þeim færslum. Það er hins vegar ekki þar með sagt að þetta minnki líkur á gosi, við sáum það eins og fyrir fyrsta gosið í Fagradalsfjalli að það var einmitt þá sem gosið kom og það var hreinlega farið að draga úr þessum færslum og úr skjálftavirkni og þá fengum við gosið þannig að það verður ennþá að teljast líkur á því að það geti gerst.“ Gasmælar sýna enn ekki neinn verulegan styrk á kvikugasi. Líklegasti upptakastaður, ef til goss kæmi, er yfir kvikuganginum að sögn Kristínar. „Sjónir okkar beinast helst að miðju gangsins. Það virðist vera mestar færslur þar og við teljum líklegast að það gos yrði þar en við getum ekki útilokað að það yrði annars staðar.“ Kristín segir að vísindamenn séu á tánum og fylgist vel með. „og í rauninni má segja að við séum bara í svipaðri stöðu og í gær og í fyrradag. Við erum að fylgjast mjög vel með og eigum alveg eins von á gosi í dag eða á morgun eða næstu daga og erum að fylgjast mjög vel þeim merkjum varðandi það að kvikan sé að færast nær yfirborði,“ segir Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur og deildarstjóri hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03 Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. 16. nóvember 2023 00:05 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ 16. nóvember 2023 09:03
Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. 16. nóvember 2023 00:05