Innleiða stafrænan íslenskukennara hjá sveitarfélögum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. nóvember 2023 11:31 Frá vinstri; Herve Debono, Jón Gunnar Þórðarson, Hilmar Þór Birgisson og Guðmundur Auðunson Silla Páls Sveitarfélögin Reykjavíkurborg, Akranes, Mýrdalshreppur, Ísafjarðarbær og Mosfellsbær hafa keypt og innleitt stafræna íslenskukennarann Bara tala sem byggður er á gervigreind, fyrir starfsfólkið sitt. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að fjölmörg önnur sveitarfélög séu einnig að hefja innleiðingu. Eins og fram hefur komið er dagur íslenskrar tungu í dag. Í tilkynningunni kemur fram að Bara tala sé stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Um sé að ræða endalausn sem byggi á kjarna lausnum íslensku máltækni áætlunarinnar. Þá sé boðið upp á starfstengt íslenskunám og grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði. Með notkun sjónrænna vísbendinga og mynda geti notendur auðveldlega bætt orðaforða sinn, hlustunarfærni og hagnýtt minni, sem gefur þegar fram í sækir aukið sjálfstraust þegar íslenska sé töluð. „Í dag eru 23 prósent starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði af erlendu bergi brotin. Þjóðfélagið hefur breyst mikið á síðustu tveimur áratugum og þörfin á hágæða stafrænni íslenskukennslu hefur aukist til muna,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala. „Fyrirtæki og sveitarfélög hafa tekið kennslulausninni okkar vel og í dag hafa 18 fyrirtæki og 5 sveitarfélög innleitt lausnina okkar. Við fögnum innilega þessum stóra áfanga á degi íslenskrar tungu!“ „Þvert á atvinnugreinar telja vinnuveitendur sem Akademias þjónustar með rafrænum fræðslulausnum glerþak vera á vinnumarkaðinum. Þeir sem læra tungumálið eru þeir einstaklingar sem fá framgang í starfi, verða t.d. teymisstjórar og deildarstjórar, og uppskera með því hærri laun og betra líf í íslensku samfélagi. Án tungumálsins er því hætt við að stórir hópar festist í ákveðinni fátæktar gryfju,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias. Ánægð í Mosfellsbæ og Ísafirði „Hjá Mosfellsbæ starfar stór og öflugur hópur starfsfólks með annað móðurmál en íslensku. Við trúum því að Bara tala sé frábært tæki til að auðvelda starfsfólki okkar að ná valdi á íslenskunni og þannig komast hraðar og auðveldar inn í samfélagið,“ er haft eftir Kristjáni Þór Magnússyni, sviðsstjóra mannauðs og starfsumhverfis Mosfellsbæjar. „Það er mjög mikilvægt að lækka þann þröskuld sem íslenskunámið er mörgu erlendu starfsfólki og því hlökkum við til samstarfsins við Bara tala, sem sannarlega býður upp á áhugaverða leið til að efla íslenskukunnáttu.“ Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar, segir bæinn vilja bjóða erlendu starfsfólki sínu upp á hinn nýa stafræna íslenskukennara. Sveitarfélagið telji mikilvægt að gefa starsfólkinu tækifæri til að efla íslenskukunnáttu í leik og starfi og styðavið máltileinkun þess. Íslensk tunga Gervigreind Sveitarstjórnarmál Stafræn þróun Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að fjölmörg önnur sveitarfélög séu einnig að hefja innleiðingu. Eins og fram hefur komið er dagur íslenskrar tungu í dag. Í tilkynningunni kemur fram að Bara tala sé stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Um sé að ræða endalausn sem byggi á kjarna lausnum íslensku máltækni áætlunarinnar. Þá sé boðið upp á starfstengt íslenskunám og grunnnámskeið í íslensku fyrir vinnustaði. Með notkun sjónrænna vísbendinga og mynda geti notendur auðveldlega bætt orðaforða sinn, hlustunarfærni og hagnýtt minni, sem gefur þegar fram í sækir aukið sjálfstraust þegar íslenska sé töluð. „Í dag eru 23 prósent starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði af erlendu bergi brotin. Þjóðfélagið hefur breyst mikið á síðustu tveimur áratugum og þörfin á hágæða stafrænni íslenskukennslu hefur aukist til muna,“ segir Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala. „Fyrirtæki og sveitarfélög hafa tekið kennslulausninni okkar vel og í dag hafa 18 fyrirtæki og 5 sveitarfélög innleitt lausnina okkar. Við fögnum innilega þessum stóra áfanga á degi íslenskrar tungu!“ „Þvert á atvinnugreinar telja vinnuveitendur sem Akademias þjónustar með rafrænum fræðslulausnum glerþak vera á vinnumarkaðinum. Þeir sem læra tungumálið eru þeir einstaklingar sem fá framgang í starfi, verða t.d. teymisstjórar og deildarstjórar, og uppskera með því hærri laun og betra líf í íslensku samfélagi. Án tungumálsins er því hætt við að stórir hópar festist í ákveðinni fátæktar gryfju,“ segir Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias. Ánægð í Mosfellsbæ og Ísafirði „Hjá Mosfellsbæ starfar stór og öflugur hópur starfsfólks með annað móðurmál en íslensku. Við trúum því að Bara tala sé frábært tæki til að auðvelda starfsfólki okkar að ná valdi á íslenskunni og þannig komast hraðar og auðveldar inn í samfélagið,“ er haft eftir Kristjáni Þór Magnússyni, sviðsstjóra mannauðs og starfsumhverfis Mosfellsbæjar. „Það er mjög mikilvægt að lækka þann þröskuld sem íslenskunámið er mörgu erlendu starfsfólki og því hlökkum við til samstarfsins við Bara tala, sem sannarlega býður upp á áhugaverða leið til að efla íslenskukunnáttu.“ Baldur Ingi Jónasson, mannauðsstjóri Ísafjarðarbæjar, segir bæinn vilja bjóða erlendu starfsfólki sínu upp á hinn nýa stafræna íslenskukennara. Sveitarfélagið telji mikilvægt að gefa starsfólkinu tækifæri til að efla íslenskukunnáttu í leik og starfi og styðavið máltileinkun þess.
Íslensk tunga Gervigreind Sveitarstjórnarmál Stafræn þróun Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira