Sunnlensk ungmenni unnu Skjálftann Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. nóvember 2023 14:34 Siguratriði Hvergerðinga hét Sound of silence og fjallaði um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti getur leitt af sér á listrænan hátt og lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að eiga heilbrigð og góð samskipti. Sunna Ben Grunnskólinn í Hveragerði vann Skjálftann 2023, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum á Suðurlandi. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag með pompi og prakt. Skjálftinn er byggður á Skrekk, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkurborgar, og fór hann nú fram í þriðja sinn, en í fyrsta sinn með áhorfendum þar sem fyrstu tvær keppnirnar voru undir áhrifum heimsfaraldurs. Dómnefndina skipuðu listaparið, Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, og Ástrós Guðjónsdóttir dansari. Kynnar kvöldsins voru Sirrý Fjóla, leik- og sirkuslistakona og Matti, meðlimur hljómsveitarinnar Væb. Dómnefnd ásamt kynnum kvöldsins.Sunna Ben „Siguratriði Hvergerðinga hét Sound of silence og fjallaði um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti getur leitt af sér á listrænan hátt og lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að eiga heilbrigð og góð samskipti. Það sé ekki nóg að heyra, það þarf líka að hlusta og það sé ekki nóg að tala því við þurfum líka að vita hvað við erum að segja vegna þess að orð hafa áhrif,“ segir í fréttatilkynningu um keppnina. Þá hafnaði Vallaskóli á Selfossi í 2. sæti og grunnskólinn í Þorlákshöfn hreppti 3. sætið. Grunnskólinn i Hveragerði hreppti 1.sætið.Sunna Ben Atriði grunnskólans í Þorlákshöfn fjallaði um líf stúlku og samskipti hennar við foreldra, kærasta og vini. Tengslin voru sett fram sem strengir sem brotnuðu einn og einn sem varð til þess að á endanum brotnar stúlkan endanlega saman. Grunnskólinn í Þorlákshöfn lenti í 3. sæti.Sunna Ben Atriðin hreyfðu við áhorfendum „Atriðin komu frá sjö sunnlenskum skólum sem tóku þátt þetta árið og má með sanni segja að atriðin hafi hreyft við þeim 500 áhorfendum sem voru á staðnum, enda boðskapurinn oftar en ekki djúpur og með alvarlegum undirtón. Í Skjálftanum, líkt og Skrekk, er lögð mikil áhersla á að ungmennin sjálf þrói atriðin, allt frá hugmynd að lokaútkomu á sviði og því endurspegla atriðin hugðarefni þeirra og má segja að keppnirnar séu farvegur fyrir raddir ungs fólk á hverjum tíma. Ásamt því að móta listrænu hlið atriðanna þurfa þau líka að hugsa um tæknilegar útfærslur, hljóð, ljós, búninga, förðun og fleira og leggja mikinn tíma og vinnu í þetta skapandi ferli sem reynir á þrautseigju, skapandi hugsun og samvinnu.“ Athygli vakti að Bláskógaskóli á Laugarvatni kom í bolum merktum Skjálftanum og það sem meira er þá skáru þau sjálf út mót, máluðu og prentuðu á bolina. Virkilega metnaðarfullt og flott hjá þeim.Sunna Ben Rétt áður en dómnefnd steig á svið.Sunna Ben Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, flutti lagið Skína sem var valið Skjálftalagið 2023. Skjálftinn var haldinn með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði SASS og Sveitarfélaginu Ölfusi. Prettyboitjokkó tryllti dansgólfið.Sunna Ben Hveragerði Krakkar Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. 13. nóvember 2023 22:28 Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar. 8. nóvember 2023 23:08 Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar. 7. nóvember 2023 07:33 Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira
Skjálftinn er byggður á Skrekk, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkurborgar, og fór hann nú fram í þriðja sinn, en í fyrsta sinn með áhorfendum þar sem fyrstu tvær keppnirnar voru undir áhrifum heimsfaraldurs. Dómnefndina skipuðu listaparið, Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, og Ástrós Guðjónsdóttir dansari. Kynnar kvöldsins voru Sirrý Fjóla, leik- og sirkuslistakona og Matti, meðlimur hljómsveitarinnar Væb. Dómnefnd ásamt kynnum kvöldsins.Sunna Ben „Siguratriði Hvergerðinga hét Sound of silence og fjallaði um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti getur leitt af sér á listrænan hátt og lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að eiga heilbrigð og góð samskipti. Það sé ekki nóg að heyra, það þarf líka að hlusta og það sé ekki nóg að tala því við þurfum líka að vita hvað við erum að segja vegna þess að orð hafa áhrif,“ segir í fréttatilkynningu um keppnina. Þá hafnaði Vallaskóli á Selfossi í 2. sæti og grunnskólinn í Þorlákshöfn hreppti 3. sætið. Grunnskólinn i Hveragerði hreppti 1.sætið.Sunna Ben Atriði grunnskólans í Þorlákshöfn fjallaði um líf stúlku og samskipti hennar við foreldra, kærasta og vini. Tengslin voru sett fram sem strengir sem brotnuðu einn og einn sem varð til þess að á endanum brotnar stúlkan endanlega saman. Grunnskólinn í Þorlákshöfn lenti í 3. sæti.Sunna Ben Atriðin hreyfðu við áhorfendum „Atriðin komu frá sjö sunnlenskum skólum sem tóku þátt þetta árið og má með sanni segja að atriðin hafi hreyft við þeim 500 áhorfendum sem voru á staðnum, enda boðskapurinn oftar en ekki djúpur og með alvarlegum undirtón. Í Skjálftanum, líkt og Skrekk, er lögð mikil áhersla á að ungmennin sjálf þrói atriðin, allt frá hugmynd að lokaútkomu á sviði og því endurspegla atriðin hugðarefni þeirra og má segja að keppnirnar séu farvegur fyrir raddir ungs fólk á hverjum tíma. Ásamt því að móta listrænu hlið atriðanna þurfa þau líka að hugsa um tæknilegar útfærslur, hljóð, ljós, búninga, förðun og fleira og leggja mikinn tíma og vinnu í þetta skapandi ferli sem reynir á þrautseigju, skapandi hugsun og samvinnu.“ Athygli vakti að Bláskógaskóli á Laugarvatni kom í bolum merktum Skjálftanum og það sem meira er þá skáru þau sjálf út mót, máluðu og prentuðu á bolina. Virkilega metnaðarfullt og flott hjá þeim.Sunna Ben Rétt áður en dómnefnd steig á svið.Sunna Ben Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, flutti lagið Skína sem var valið Skjálftalagið 2023. Skjálftinn var haldinn með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði SASS og Sveitarfélaginu Ölfusi. Prettyboitjokkó tryllti dansgólfið.Sunna Ben
Hveragerði Krakkar Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. 13. nóvember 2023 22:28 Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar. 8. nóvember 2023 23:08 Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar. 7. nóvember 2023 07:33 Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Fleiri fréttir „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Sjá meira
Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. 13. nóvember 2023 22:28
Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar. 8. nóvember 2023 23:08
Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar. 7. nóvember 2023 07:33