Nýjar myndir staðfesta sig upp á allt að einn metra Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2023 16:47 Sigið er mikið. Vísir/Vilhelm Út frá greiningu á gervitunglagögnum sem Veðurstofan vann 12. nóvember kemur í ljós að nokkurs konar sigdalur hefur myndast sem liggur í gegnum hluta Grindavíkurbæjar. Gögnin sýna að í tengslum við myndun kvikugangsins hefur land í vesturhluta byggðarinnar sigið um allt að einn metra. Þetta segir í uppfærðri tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Veðurstofa Íslands Þessi mynd, sem byggð er á breytingum milli 10. og 11. nóvember, sýni breytingu sem varð á yfirborði við myndun kvikugangsins. Bláir litir tákna landsig og á myndinni má greinilega sjá legu kvikugangsins og sigdalinn sem myndast hefur við suðurenda hans. Bylgjuvíxlrit sýnir umfangsmikið aflögunarsvið Í tilkynningunni segir að gervitunglamynd (COSMO-SkyMed), svokallað bylgjuvíxlrit, sem nær yfir tímabilið 3.-11. nóvember, sýni umfangsmikið aflögunarsvið sem tengist kvikuinnskotinu sem hófst síðdegis 10. nóvember hjá Svartsengi. Veðurstofa Íslands „Þetta bylgjuvíxlrit gerði vísindamönnum kleift að reikna líkan til að áætla umfang kvikugangsins. Niðurstaðan var að kvikugangurinn er um 15 km langur og að kvikan lægi á um 800 m dýpi þar sem hún væri grynnst. Út frá líkaninu var rúmmálsbreytingin í tengslum við myndun gangsins væri um 70 milljónir rúmmetra.“ Myndin hafi verið hluti af þeim gögnum sem voru samtúlkuð af vísindafólki Veðurstofunnar og Háskóla Íslands og sú niðurstaða verið notuð til grundvallar þeirri ákvörðun almannavarna að rýma Grindavíkurbæ föstudagskvöldið 10. nóvember. Verið að vinna að nýjum líkönum Verið sé að vinna ný líkön byggð á nýrri ICEYE gervitunglamynd og einnig nýjum GPS mælingum sem ná yfir síðustu þróun virkninnar síðasta sólarhringinn. Þau líkön komi til með að gefa betri mynd af þróun kvikugangsins og magn kviku sem flæðir inn í ganginn. Veðurstofa Íslands Þessi mynd, sem byggð er á breytingum milli 10. og 11. nóvember, sýni breytingu sem varð á yfirborði við myndun kvikugangsins. Bláir litir tákni landsig og á myndinni megi greinilega sjá legu kvikugangsins og sigdalinn sem myndast hefur við suðurenda hans. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Þetta segir í uppfærðri tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Veðurstofa Íslands Þessi mynd, sem byggð er á breytingum milli 10. og 11. nóvember, sýni breytingu sem varð á yfirborði við myndun kvikugangsins. Bláir litir tákna landsig og á myndinni má greinilega sjá legu kvikugangsins og sigdalinn sem myndast hefur við suðurenda hans. Bylgjuvíxlrit sýnir umfangsmikið aflögunarsvið Í tilkynningunni segir að gervitunglamynd (COSMO-SkyMed), svokallað bylgjuvíxlrit, sem nær yfir tímabilið 3.-11. nóvember, sýni umfangsmikið aflögunarsvið sem tengist kvikuinnskotinu sem hófst síðdegis 10. nóvember hjá Svartsengi. Veðurstofa Íslands „Þetta bylgjuvíxlrit gerði vísindamönnum kleift að reikna líkan til að áætla umfang kvikugangsins. Niðurstaðan var að kvikugangurinn er um 15 km langur og að kvikan lægi á um 800 m dýpi þar sem hún væri grynnst. Út frá líkaninu var rúmmálsbreytingin í tengslum við myndun gangsins væri um 70 milljónir rúmmetra.“ Myndin hafi verið hluti af þeim gögnum sem voru samtúlkuð af vísindafólki Veðurstofunnar og Háskóla Íslands og sú niðurstaða verið notuð til grundvallar þeirri ákvörðun almannavarna að rýma Grindavíkurbæ föstudagskvöldið 10. nóvember. Verið að vinna að nýjum líkönum Verið sé að vinna ný líkön byggð á nýrri ICEYE gervitunglamynd og einnig nýjum GPS mælingum sem ná yfir síðustu þróun virkninnar síðasta sólarhringinn. Þau líkön komi til með að gefa betri mynd af þróun kvikugangsins og magn kviku sem flæðir inn í ganginn. Veðurstofa Íslands Þessi mynd, sem byggð er á breytingum milli 10. og 11. nóvember, sýni breytingu sem varð á yfirborði við myndun kvikugangsins. Bláir litir tákni landsig og á myndinni megi greinilega sjá legu kvikugangsins og sigdalinn sem myndast hefur við suðurenda hans.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira