Svo til óbreytt ástand en minni líkur á gosi ef eitthvað er Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2023 12:23 Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna óbreytta við Þorbjörn. Ekki séu skýr merki um eldgos. Litlar breytingar eru á stöðunni í Grindavík þó að verulega hafi dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhinga. Jarðeðlisfræðingur segir svipaðar líkur á gosi og áður. Veðurstofan fundaði með almannavörnum í morgun, eftir þann fund sátu sérfræðingar á Veðurstofunni á lengri fundi þar sem rýnt var í gögn og lauk honum rétt fyrir fréttir. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Við fórum almennt yfir stöðuna, fórum yfir þau gögn sem eru að berast, skjálftagögn, GPS gögn og önnur gögn sem við eigum eftir að vinna betur úr. Stöðumatið er nánast óbreytt virkni síðan í gær. Hún hefur breyst lítið og hættumatið fyrir allt svæðið er mjög svipað og í gær.“ Verulega hefur dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhringa. „Það virðist vera að þessi gríðarlegi atburður sem varð á föstudaginn, þessi gliðnunaratburður og kvikuhlaupið hafi losað um nánast alla spennu á svæðinu og hún er alveg dottin niður, skjálftavirknin. Þannig nú getum við fylgst vel með smáskjálftavirkni í innskotinu og erum að því. Eitt af því sem við sjáum þar er að skjálftavirknin er stöðug og fer ekki grynnkandi.“ Hver er staðan á kvikunni? „Við erum ekki að sjá merki um að hún sé á hreyfingu upp á við, ekki enn. Ný mynd kom í morgun sem við erum að skoða. Það fyrsta sem við sjáum þegar við horfum á hana, fyrsta mat okkar er að við sjáum ekki skýr merki um grynnkun en það er ekki hægt að meta það út frá því að horfa, við erum að bíða eftir módelum. Ef þau sýna mikla grynnkun þá tilkynnum við um það.“ Hann segir að fara verði varlega í að meta breytingar á líkum á eldgosi. „Almenna matið er óbreytt enn og svipaðar líkur. Þær eru kannski örlítið að breytast niður á við ef eitthvað er, það er kannski á stöðum eins og úti í sjó en við bara getum ekki lagt mat á það enn hversu miklar líkur á því eru núna. Við höfum ekki séð hvort kvika sé að grynnka eða ekki.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Veðurstofan fundaði með almannavörnum í morgun, eftir þann fund sátu sérfræðingar á Veðurstofunni á lengri fundi þar sem rýnt var í gögn og lauk honum rétt fyrir fréttir. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Við fórum almennt yfir stöðuna, fórum yfir þau gögn sem eru að berast, skjálftagögn, GPS gögn og önnur gögn sem við eigum eftir að vinna betur úr. Stöðumatið er nánast óbreytt virkni síðan í gær. Hún hefur breyst lítið og hættumatið fyrir allt svæðið er mjög svipað og í gær.“ Verulega hefur dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhringa. „Það virðist vera að þessi gríðarlegi atburður sem varð á föstudaginn, þessi gliðnunaratburður og kvikuhlaupið hafi losað um nánast alla spennu á svæðinu og hún er alveg dottin niður, skjálftavirknin. Þannig nú getum við fylgst vel með smáskjálftavirkni í innskotinu og erum að því. Eitt af því sem við sjáum þar er að skjálftavirknin er stöðug og fer ekki grynnkandi.“ Hver er staðan á kvikunni? „Við erum ekki að sjá merki um að hún sé á hreyfingu upp á við, ekki enn. Ný mynd kom í morgun sem við erum að skoða. Það fyrsta sem við sjáum þegar við horfum á hana, fyrsta mat okkar er að við sjáum ekki skýr merki um grynnkun en það er ekki hægt að meta það út frá því að horfa, við erum að bíða eftir módelum. Ef þau sýna mikla grynnkun þá tilkynnum við um það.“ Hann segir að fara verði varlega í að meta breytingar á líkum á eldgosi. „Almenna matið er óbreytt enn og svipaðar líkur. Þær eru kannski örlítið að breytast niður á við ef eitthvað er, það er kannski á stöðum eins og úti í sjó en við bara getum ekki lagt mat á það enn hversu miklar líkur á því eru núna. Við höfum ekki séð hvort kvika sé að grynnka eða ekki.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði