Flúði með börnin í bæinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. nóvember 2023 22:20 Halldóra Birtu var ekki lengur sama þegar hlutir byrjuðu að hrynja úr hillum svo hún yfirgaf Grindavík eins og margir aðrir hafa gert í kvöld. Halldóra Birta og fjölskylda hennar búa í Grindavík og fundu rækilega fyrir skjálftunum í dag. Þegar hlutir voru farnir að hrynja úr hillum ákvað Halldóra að fara til Reykjavíkur með börn sín tvö. Hún segir bílaröð hafa myndast á Nesvegi eftir að Grindavíkurvegur lokaði. „Þetta byrjaði upp úr þrjú. Þá fór þetta að aukast og stigmagnaðist með hverri mínútunni. Ég var löngu hætt að telja skjálftanna þetta var orðið svo mikið. Það var orðið þannig að það voru stöðugir skjálftar,“ segir Halldóra um skjálftavirknina í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndband af íbúð hennar nötra í dag. „Maður fann kannski stóra skjálfta á mínútu eða tveggja mínútu fresti. Svo voru það þessir litlu, skjálftar upp í þrjá að stærð, sem finnast ekki í Reykjavík og nágrenni en finnast mjög vel í Grindavík. Það var eins og að vera á sjó, mér leið eins og ég væri drukkin eða komin með sjóriðu.“ „Svo var bara að reyna að halda kúlinu fyrir börnin. Þegar það var orðið það mikið að það var farið að hrynja úr hillum þá ákváðum við að pakka í töskur,“ segir Halldóra. Bílaröð út úr bænum Á þeim tímapunkti leið Halldóru eins og fjölskyldan væri ekki örugg lengur. Sérstaklega ekki vegna litlu barnanna hennar tveggja. „Maðurinn minn varð reyndar eftir. Hann fór að hjálpa pabba sínum af því það voru farnir að losna skápar af veggjunum og það þurfti að laga það. Hann ætlar að taka stöðuna á eftir. En með tvö lítil börn var þetta ekki hægt lengur,“ segir Halldóra. „Þá var Grindavíkurvegurinn lokaður þannig við þurftum að fara Nesveginn,“ segir Halldóra en sú leið er þó nokkuð lengri en leiðin um Grindavíkurveginn en honum var lokað eftir að sprunga myndaðist á veginum. Var mikið af fólki á Nesveginum? „Já, það var alveg bílaröð og líka rosalega mikil hálka þannig þetta gekk hægt. Miðað við að það eru ekki margir sem keyra þennan veg venjulega var alveg röð af bílum út úr bænum. Ég sá að einhverjir fóru Suðurstrandarleiðina en ég treysti mér ekki í hana út af Krýsuvíkurleiðinni upp á grjóthrun,“ segir hún. Þið eruð þá komin í bæinn? „Ég er mjög heppin að eiga foreldra í bænum þannig ég flúði til þeirra,“ sagði Halldóra. Hún sagðist ekki þekkja marga sem hefðu ákveðið að yfirgefa bæinn en miðað við umferðina var hún nokkuð viss um að það væru ansi margir farnir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta byrjaði upp úr þrjú. Þá fór þetta að aukast og stigmagnaðist með hverri mínútunni. Ég var löngu hætt að telja skjálftanna þetta var orðið svo mikið. Það var orðið þannig að það voru stöðugir skjálftar,“ segir Halldóra um skjálftavirknina í dag. Hér fyrir neðan má sjá myndband af íbúð hennar nötra í dag. „Maður fann kannski stóra skjálfta á mínútu eða tveggja mínútu fresti. Svo voru það þessir litlu, skjálftar upp í þrjá að stærð, sem finnast ekki í Reykjavík og nágrenni en finnast mjög vel í Grindavík. Það var eins og að vera á sjó, mér leið eins og ég væri drukkin eða komin með sjóriðu.“ „Svo var bara að reyna að halda kúlinu fyrir börnin. Þegar það var orðið það mikið að það var farið að hrynja úr hillum þá ákváðum við að pakka í töskur,“ segir Halldóra. Bílaröð út úr bænum Á þeim tímapunkti leið Halldóru eins og fjölskyldan væri ekki örugg lengur. Sérstaklega ekki vegna litlu barnanna hennar tveggja. „Maðurinn minn varð reyndar eftir. Hann fór að hjálpa pabba sínum af því það voru farnir að losna skápar af veggjunum og það þurfti að laga það. Hann ætlar að taka stöðuna á eftir. En með tvö lítil börn var þetta ekki hægt lengur,“ segir Halldóra. „Þá var Grindavíkurvegurinn lokaður þannig við þurftum að fara Nesveginn,“ segir Halldóra en sú leið er þó nokkuð lengri en leiðin um Grindavíkurveginn en honum var lokað eftir að sprunga myndaðist á veginum. Var mikið af fólki á Nesveginum? „Já, það var alveg bílaröð og líka rosalega mikil hálka þannig þetta gekk hægt. Miðað við að það eru ekki margir sem keyra þennan veg venjulega var alveg röð af bílum út úr bænum. Ég sá að einhverjir fóru Suðurstrandarleiðina en ég treysti mér ekki í hana út af Krýsuvíkurleiðinni upp á grjóthrun,“ segir hún. Þið eruð þá komin í bæinn? „Ég er mjög heppin að eiga foreldra í bænum þannig ég flúði til þeirra,“ sagði Halldóra. Hún sagðist ekki þekkja marga sem hefðu ákveðið að yfirgefa bæinn en miðað við umferðina var hún nokkuð viss um að það væru ansi margir farnir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði