Arnar Gunnlaugsson: Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. nóvember 2023 15:00 Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson voru gestir Kjartans Atla Kjartanssonar í Meistaradeildarmessunni skjáskot / stöð 2 sport Arnar Gunnlaugsson var sérstakur sérfræðingur Meistaradeildarmessunnar í gærkvöldi og velti fyrir sér miðvarðavandræðum Manchester United eftir 4-3 tap liðsins gegn FC Kaupmannahöfn í gærkvöldi. „Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Þessi mikli meistari, kemur til stórs félags, sem við getum allir verið sammála um að Manchester United sé þrátt fyrir gengið. Hann er svo veikur í návígum því líkaminn er svo brothættur. Hann er bara skugginn af sjálfum sér sem smitar út frá sér mjög óþægilega orku. Varnarmaður á að vera þessi týpa sem hendir sér fyrir skot, reynir að bjarga marki og reynir alltaf að vera fyrstur í alla bolta.“ Raphael Varane kom inn á fyrir Johnny Evans sem fór meiddur af velli eftir aðeins fimmtán mínútna leik, Victor Lindelöf var ónotaður varamaður í leiknum. „Þeir eru ekkert með frábæra hafsenta, við getum alveg verið sammála um það. Varane kemur inn á, hann er ekki búinn að vera góður í úrvalsdeildinni en þú ert með Lindelöf líka,“ bætti Jóhannes Karl Guðjónsson þá við en sænski miðvörðurinn var ónotaður varamaður í leiknum. Þá sýndi Kjartan Atli myndbrot af aðdraganda fjórða marksins hjá FCK þar sem Manchester United gaf boltann klaufalega frá sér. „Þeir eru ekki einu sinni góðir að spila út frá eigin marki þegar þeir eru með ellefu inn á, hvað þá með tíu. Komnir í 3-2, neglið boltanum bara fram,“ sagði Jóhannes þá illur í bragði. Arnar Gunnlaugsson benti að lokum á að margt væri ábótavant í samspili varnar og markmanns. Klippa: Arnar Gunnlaugsson um miðverði Man. Utd. Innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
„Hvað ætli hafi gerst fyrir Varane? Þessi mikli meistari, kemur til stórs félags, sem við getum allir verið sammála um að Manchester United sé þrátt fyrir gengið. Hann er svo veikur í návígum því líkaminn er svo brothættur. Hann er bara skugginn af sjálfum sér sem smitar út frá sér mjög óþægilega orku. Varnarmaður á að vera þessi týpa sem hendir sér fyrir skot, reynir að bjarga marki og reynir alltaf að vera fyrstur í alla bolta.“ Raphael Varane kom inn á fyrir Johnny Evans sem fór meiddur af velli eftir aðeins fimmtán mínútna leik, Victor Lindelöf var ónotaður varamaður í leiknum. „Þeir eru ekkert með frábæra hafsenta, við getum alveg verið sammála um það. Varane kemur inn á, hann er ekki búinn að vera góður í úrvalsdeildinni en þú ert með Lindelöf líka,“ bætti Jóhannes Karl Guðjónsson þá við en sænski miðvörðurinn var ónotaður varamaður í leiknum. Þá sýndi Kjartan Atli myndbrot af aðdraganda fjórða marksins hjá FCK þar sem Manchester United gaf boltann klaufalega frá sér. „Þeir eru ekki einu sinni góðir að spila út frá eigin marki þegar þeir eru með ellefu inn á, hvað þá með tíu. Komnir í 3-2, neglið boltanum bara fram,“ sagði Jóhannes þá illur í bragði. Arnar Gunnlaugsson benti að lokum á að margt væri ábótavant í samspili varnar og markmanns. Klippa: Arnar Gunnlaugsson um miðverði Man. Utd. Innslagið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins. 9. nóvember 2023 08:11