Engan bilbug að finna á Hákoni: „Fáum annan séns til þess að klára þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2023 11:00 Hákon Rafn hefur verið með betri leikmönnum Elfsborg á tímabilinu og einn af bestu, ef ekki besti markvörður, sænsku úrvalsdeildarinnar. Twitter@IFElfsborg1904 Íslendingalið Elfsborg, með Íslendinginn Hákon Rafn Valdimarsson í markinu, náði ekki að tryggja sér sænska meistaratitilinn í fótbolta um nýliðna helgi en liðið mun leika hreinan úrslitaleik gegn Malmö um komandi helgi. „Þetta var áhugaverð staða sem við vorum í,“ segir Hákon Rafn, einn af þremur íslenskum leikmönnum Elfsborg í samtali við Vísi. „Leikur Malmö var á undan okkar leik og auðvitað var maður alltaf með hann í hausnum því með tapi þeirra gátum við orðið sænskir meistarar með sigri gegn Degerfors.“ Svo fór að Malmö tapaði sínum leik á móti Hacken og með því gat Elfsborg tryggt sér sænska meistaratitilinn með sigri gegn Degerfors á heimavelli. „Ég held nú að flest allir í liðinu hafi verið meðvitaðir um þá stöðun en við vorum samt sem áður ekkert að ræða það fyrir okkar leik seinna um daginn. Eina sem við töluðum um var að við þyrftum að vinna okkar leik, sama hvað. Við vorum ekkert að pæla í leik Malmö þrátt fyrir að maður áttaði sig alveg á stöðunni bara út frá stemningunni á vellinum og látunum í áhorfendum. Það er auðvitað svekkjandi að hafa ekki á endanum náð í þennan sigur gegn Degerfors. Að hafa ekki náð að klára dæmið á okkar heimavelli, fyrir framan okkar stuðningsmenn. Það var fullur völlur, geggjuð stemning en við fáum annan séns til þess að klára þetta á sunnudaginn.“ Leið vel í sérstökum kringumstæðum Og á Hákon Rafn þar við úrslitaleikinn gegn Malmö á sunnudaginn kemur í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Sigur eða jafntefli í leiknum tryggir Elfsborg fyrsta sænska meistaratitilinn í rúm ellefu ár. Malmö verður sænskur meistari með sigri. Haldandi inn í leikinn mikilvæga gegn Degerfors um nýliðna helgi leið Hákoni Rafni ekkert sérkennilega samanborið við aðra leiki sem hann hefur haldið í með liði Elfsborg. „Mér leið sjálfum mjög vel. Ég var mjög gíraður í leikinn, spenntur. Vitandi það að geta komið frá leiknum sem sænskur meistari. Auðvitað gæti alveg hafa verið smá stress ríkjandi í einhverjum af samherjum mínum, vitandi stöðuna, en ég skynjaði það bara að liðið væri mjög vel stemmt fyrir leik. Þetta bara gekk ekki upp í þetta skipti. Við spiluðum ágætlega í leiknum, sér í lagi í seinni hálfleik. En það er ekkert gefið í þessum bolta. Degerfors er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og voru tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta var hörkuleikur.“ Gengi þvert á spár sérfræðinga Árangur Elfsborg á yfirstandandi tímabili hefur verið þvert á spár sérfræðinga. „Það voru ekki margir að búast við því fyrir tímabilið að við gætum verið í baráttunni um titilinn. Krafan innan félagsins er hins vegar sú að ná Evrópusæti. Fyrir tímabilið var okkur í allflestum spám spáð í kringum 6. sæti deildarinnar. Tilfinningin hjá okkur leikmönnum sem og þjálfarateyminu fyrir tímabilið var hins vegar mjög góð. Undirbúningstímabilið spilaðist vel fyrir okkur og síðasta tímabil endaði hafði einnig endað mjög vel. Ég held að það hafi ekki margir búist við því að við yrðum í baráttunni um titilinn á þessum tímapunkti, fyrir lokaumferðina.“ Hákon Rafn í leik með ElfsborgElfsborg En hvað gerir það að verkum í spilamennsku Elfsborg að liðið er einu skrefi frá sænska meistaratitlinum? „Liðið tók miklum breytingum í félagsskiptaglugganum á miðju síðasta tímabili. Deildin hér í Svíþjóð er eins og heima á Íslandi, í gangi yfir sumartímann og á ákveðnum tímapunkti er félagsskiptaglugginn opinn á miðju tímabili. Við misstum á þeim tímapunkti góða leikmenn frá okkur en fengum einnig góða leikmenn inn. Eftir þann sumarglugga höfum við náð að spila nánast bara á sama liðinu. Það er því komin töluverð reynsla innan okkar leikmannahóps á því hvernig fótbolta við viljum spila. Mér finnst allt bara hafa smollið hjá okkur í sumar.“ Finnur fyrir miklu trausti Hákon Rafn hefur verið með bestu leikmönnum Elfsborg á tímabilinu og besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann er hógvær aðspurður um sína frammistöðu á tímabilinu. „Ég hef í raun bara spilað eins. Við verjumst mjög vel sem lið, það hjálpar mér rosalega mikið. Ég kom hingað fyrir tveimur árum, var þá mikið á bekknum allt þar til um mitt síðasta tímabil. Ég hef bara verið að æfa mjög vel, bætt mig mjög mikið að mínu mati með hverjum einasta leik á þessu tímabili. Ég hef gert mistök en lært af þeim og líður ótrúlega vel í markinu hérna. Þá spilar það stórt hlutverk að finna fyrir trausti frá þjálfurum liðsins. „Þeir treysta mér mjög mikið, allir í kringum félagið. Hvort sem um ræðir þjálfarateymið eða stjórnina. Þeim líður vel með mig í markinu og þá líður mér vel með að spila fyrir þá.“ Seinni hlutinn af viðtali Vísis við Hákon Rafn birtist síðar í vikunni hér á Vísi. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
„Þetta var áhugaverð staða sem við vorum í,“ segir Hákon Rafn, einn af þremur íslenskum leikmönnum Elfsborg í samtali við Vísi. „Leikur Malmö var á undan okkar leik og auðvitað var maður alltaf með hann í hausnum því með tapi þeirra gátum við orðið sænskir meistarar með sigri gegn Degerfors.“ Svo fór að Malmö tapaði sínum leik á móti Hacken og með því gat Elfsborg tryggt sér sænska meistaratitilinn með sigri gegn Degerfors á heimavelli. „Ég held nú að flest allir í liðinu hafi verið meðvitaðir um þá stöðun en við vorum samt sem áður ekkert að ræða það fyrir okkar leik seinna um daginn. Eina sem við töluðum um var að við þyrftum að vinna okkar leik, sama hvað. Við vorum ekkert að pæla í leik Malmö þrátt fyrir að maður áttaði sig alveg á stöðunni bara út frá stemningunni á vellinum og látunum í áhorfendum. Það er auðvitað svekkjandi að hafa ekki á endanum náð í þennan sigur gegn Degerfors. Að hafa ekki náð að klára dæmið á okkar heimavelli, fyrir framan okkar stuðningsmenn. Það var fullur völlur, geggjuð stemning en við fáum annan séns til þess að klára þetta á sunnudaginn.“ Leið vel í sérstökum kringumstæðum Og á Hákon Rafn þar við úrslitaleikinn gegn Malmö á sunnudaginn kemur í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Sigur eða jafntefli í leiknum tryggir Elfsborg fyrsta sænska meistaratitilinn í rúm ellefu ár. Malmö verður sænskur meistari með sigri. Haldandi inn í leikinn mikilvæga gegn Degerfors um nýliðna helgi leið Hákoni Rafni ekkert sérkennilega samanborið við aðra leiki sem hann hefur haldið í með liði Elfsborg. „Mér leið sjálfum mjög vel. Ég var mjög gíraður í leikinn, spenntur. Vitandi það að geta komið frá leiknum sem sænskur meistari. Auðvitað gæti alveg hafa verið smá stress ríkjandi í einhverjum af samherjum mínum, vitandi stöðuna, en ég skynjaði það bara að liðið væri mjög vel stemmt fyrir leik. Þetta bara gekk ekki upp í þetta skipti. Við spiluðum ágætlega í leiknum, sér í lagi í seinni hálfleik. En það er ekkert gefið í þessum bolta. Degerfors er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og voru tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta var hörkuleikur.“ Gengi þvert á spár sérfræðinga Árangur Elfsborg á yfirstandandi tímabili hefur verið þvert á spár sérfræðinga. „Það voru ekki margir að búast við því fyrir tímabilið að við gætum verið í baráttunni um titilinn. Krafan innan félagsins er hins vegar sú að ná Evrópusæti. Fyrir tímabilið var okkur í allflestum spám spáð í kringum 6. sæti deildarinnar. Tilfinningin hjá okkur leikmönnum sem og þjálfarateyminu fyrir tímabilið var hins vegar mjög góð. Undirbúningstímabilið spilaðist vel fyrir okkur og síðasta tímabil endaði hafði einnig endað mjög vel. Ég held að það hafi ekki margir búist við því að við yrðum í baráttunni um titilinn á þessum tímapunkti, fyrir lokaumferðina.“ Hákon Rafn í leik með ElfsborgElfsborg En hvað gerir það að verkum í spilamennsku Elfsborg að liðið er einu skrefi frá sænska meistaratitlinum? „Liðið tók miklum breytingum í félagsskiptaglugganum á miðju síðasta tímabili. Deildin hér í Svíþjóð er eins og heima á Íslandi, í gangi yfir sumartímann og á ákveðnum tímapunkti er félagsskiptaglugginn opinn á miðju tímabili. Við misstum á þeim tímapunkti góða leikmenn frá okkur en fengum einnig góða leikmenn inn. Eftir þann sumarglugga höfum við náð að spila nánast bara á sama liðinu. Það er því komin töluverð reynsla innan okkar leikmannahóps á því hvernig fótbolta við viljum spila. Mér finnst allt bara hafa smollið hjá okkur í sumar.“ Finnur fyrir miklu trausti Hákon Rafn hefur verið með bestu leikmönnum Elfsborg á tímabilinu og besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann er hógvær aðspurður um sína frammistöðu á tímabilinu. „Ég hef í raun bara spilað eins. Við verjumst mjög vel sem lið, það hjálpar mér rosalega mikið. Ég kom hingað fyrir tveimur árum, var þá mikið á bekknum allt þar til um mitt síðasta tímabil. Ég hef bara verið að æfa mjög vel, bætt mig mjög mikið að mínu mati með hverjum einasta leik á þessu tímabili. Ég hef gert mistök en lært af þeim og líður ótrúlega vel í markinu hérna. Þá spilar það stórt hlutverk að finna fyrir trausti frá þjálfurum liðsins. „Þeir treysta mér mjög mikið, allir í kringum félagið. Hvort sem um ræðir þjálfarateymið eða stjórnina. Þeim líður vel með mig í markinu og þá líður mér vel með að spila fyrir þá.“ Seinni hlutinn af viðtali Vísis við Hákon Rafn birtist síðar í vikunni hér á Vísi.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira