Birta leiðbeiningar til íbúa á Reykjanesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2023 11:52 Íbúar á Reykjanesi eru beðnir um að tapa ekki gleðinni en vera reiðubúnir þó ef eitthvað kemur upp. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitin Suðurnes hefur birt svör við ýmsum spurningum íbúa um hvað sé best að gera til að undirbúa sig heima fyrir ef það fer að gjósa við Svartsengi. Íbúar eru hvattir til að kynna sér viðbragðsáætlanir. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 15:00 í dag. Sveitin mælir með því að íbúar eigi sirka tíu lítra af vatni á flöskum og brúsum heima fyrir. Þeir sem eigi gæludýr gætu þurft að hafa meira. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að boðað hafi verið til upplýsingafundar í dag sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna mun stýra. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Þá er íbúum bent á að gera ráðstafanir með gistingu utan svæðis sé þess nokkur kostur. Bent er á að foreldrar með smábörn hafist ekki við í óupphituðu húsnæði ef heita vatnið fer af. Hamstri ekki eldsneyti „Alls ekki kaupa rafmagnsofna í hvert herbergi ef allt fer á versta veg, þá verður ekki nægt rafmagn til að keyra alla þessa ofna. Ákveðið hvaða herbergi þið ætlið hita og veljið lítinn rafmagnsofn í það rými.“ Þá segir björgunarsveitin að íbúar skuli ekki hamstra eldsneyti. Hættulegt sé að geyma það í miklu mæli í heimahúsum. Nauðsynlegt sé að eiga vasaljós og aukarafhlöður og kerti. Þá verði kveikjarinn að vera á sínum stað. Ekki þörf á því að hamstra klósettpappír „Við ráðleggjum líka öllum íbúum á Reykjanesi að kynna sér þær viðbragðsáætlanir sem eru til fyrir það svæði sem við búum á. Björgunarsveitin telur ekki þörf á því að birgja sig upp af klósettpappír.“ Gott sé að eiga matvöru með langan fyrningartíma. Íbúar eru hvattir til að skoða stöðuna á gasinu á grillinu. Alltaf sé hægt að grilla. Grilluð samloka með osti og skinku smakkist einstaklega vel í náttúruhamförum. Þá bendir björgunarsveitin á heimasíðu Rauða krossins. Þar eru nánari upplýsingar um hvað sé gott að hafa til þriggja daga ef hætta er á náttúruhamförum eða veðurhamförum. „Alltaf má hafa samband við Björgunarsveitina Suðurnes til að fá frekari upplýsingar en allar hjálparbeiðnir fara í gegnum neyðarlínuna í síma 1-1-2. Höldum alltaf ró okkar hlustum á fyrirmæli frá opinberum aðilum. Útskýrum fyrir smá fólkinu okkar hvað er að gerast og töpum alls ekki gleðinni.“ Fundur almannavarna klukkan 15 Klukkan 15:00 í dag, mánudaginn 6. nóvember verður haldinn upplýsingafundur Almannavarna, í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fundinum stýrir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna, hann fer yfir stöðu mála vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum. Fundurinn er haldinn til miðla upplýsingum og fara yfir þau verkefni sem unnið er að vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að því er fram kemur í tilkynningu. Reykjanesbær Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Sveitin mælir með því að íbúar eigi sirka tíu lítra af vatni á flöskum og brúsum heima fyrir. Þeir sem eigi gæludýr gætu þurft að hafa meira. Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að boðað hafi verið til upplýsingafundar í dag sem Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna mun stýra. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Þá er íbúum bent á að gera ráðstafanir með gistingu utan svæðis sé þess nokkur kostur. Bent er á að foreldrar með smábörn hafist ekki við í óupphituðu húsnæði ef heita vatnið fer af. Hamstri ekki eldsneyti „Alls ekki kaupa rafmagnsofna í hvert herbergi ef allt fer á versta veg, þá verður ekki nægt rafmagn til að keyra alla þessa ofna. Ákveðið hvaða herbergi þið ætlið hita og veljið lítinn rafmagnsofn í það rými.“ Þá segir björgunarsveitin að íbúar skuli ekki hamstra eldsneyti. Hættulegt sé að geyma það í miklu mæli í heimahúsum. Nauðsynlegt sé að eiga vasaljós og aukarafhlöður og kerti. Þá verði kveikjarinn að vera á sínum stað. Ekki þörf á því að hamstra klósettpappír „Við ráðleggjum líka öllum íbúum á Reykjanesi að kynna sér þær viðbragðsáætlanir sem eru til fyrir það svæði sem við búum á. Björgunarsveitin telur ekki þörf á því að birgja sig upp af klósettpappír.“ Gott sé að eiga matvöru með langan fyrningartíma. Íbúar eru hvattir til að skoða stöðuna á gasinu á grillinu. Alltaf sé hægt að grilla. Grilluð samloka með osti og skinku smakkist einstaklega vel í náttúruhamförum. Þá bendir björgunarsveitin á heimasíðu Rauða krossins. Þar eru nánari upplýsingar um hvað sé gott að hafa til þriggja daga ef hætta er á náttúruhamförum eða veðurhamförum. „Alltaf má hafa samband við Björgunarsveitina Suðurnes til að fá frekari upplýsingar en allar hjálparbeiðnir fara í gegnum neyðarlínuna í síma 1-1-2. Höldum alltaf ró okkar hlustum á fyrirmæli frá opinberum aðilum. Útskýrum fyrir smá fólkinu okkar hvað er að gerast og töpum alls ekki gleðinni.“ Fundur almannavarna klukkan 15 Klukkan 15:00 í dag, mánudaginn 6. nóvember verður haldinn upplýsingafundur Almannavarna, í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Fundinum stýrir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna, hann fer yfir stöðu mála vegna jarðhræringanna á Reykjanesinu. Einnig verða á fundinum Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, Kristinn Harðarson, framkvæmdarstjóri frá HS Orku og Páll Erland, forstjóri hjá HS Veitum. Fundurinn er haldinn til miðla upplýsingum og fara yfir þau verkefni sem unnið er að vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að því er fram kemur í tilkynningu.
Reykjanesbær Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira