Glódís um vítaspyrnudóminn: „Ég held að þetta hafi verið rangt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. nóvember 2023 07:00 Glódís Perla Viggósdóttir þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn eftir leik gærkvöldsins. Vísir/Diego Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir var nokkuð stolt af frammistöðu íslenska kvennalandsliðsins þrátt fyrir 2-0 tap gegn Þjóðverjum í gær. Hún efast þó um að það hafi verið réttur dómur að dæma vítaspyrnu á Telmu Ívarsdóttur, markvörð íslenska liðsins. „Þær skora úr færunum sínum og við gerum það ekki. Ég held að það sé kannski aðallega það sem skilur að,“ sagði Glódís eftir tapið í gærkvöldi. „Mér fannst við ná að loka vel á þær eins og við töluðum um fyrir leikinn og þær voru ekki að fá þessar fríu fyrirgjafir með mikið af leikmönnum inni í teig, allavega ekki eins mikið og maður bjóst við. Mér fannst við vera að vinna einvígin og návígin í leiknum og mér fannst við vera að láta þær finna fyrir því.“ „Svo náttúrulega fá þær þetta víti, en mér fannst við svara því gríðarlega vel. Við fáum færi í kjölfarið og hefðum getað jafnað og þá hefðum við verið komnar með allt annan leik. En í staðinn fáum við mark í andlitið og þannig er það bara í svona leikjum þegar þú reynir að sækja markið. Við vildum fá stig.“ Íslenska liðið var í skotgröfunum stærstan hluta leiksins og Glódís segir það hafa kostað mikla orku. „Auðvitað tekur það gríðarlega orku. Það er mikil vinnusemi í leikmönnunum og sérstaklega í leikmönnunum fyrir framan okkur í öftustu línu. Það eru þær sem eru að gera vinnuna fyrir okkur auðveldari. Mér fannst þær skila sínu gríðarlega vel í dag.“ „Oft vorum við að ná að tengja og finna svæðin sem við vorum búin að tala um fyrir leikinn og það er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur. Við þurfum að geta gert enn betur í þessum stöðum af því að við erum að komast í fínar stöður sem geta orðið að færum og við þurfum bara að klára það. En ég er gríðarlega stolt af hugarfarinu í hópnum.“ Þýska liðið tók forystuna í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir var dæmd brotleg eftir að hafa lent á Lea Schuller. Glódís er þó ekki sannfærð um að það hafi verið réttur dómur. „Ég veit það ekki. Ég heyri bara í Telmu kalla og svo sé ég ekkert nema að mér finnst hún fá frían skalla. Mér finnst hún ekki geta fengið frían skalla og víti. En eins og ég segi ég veit ekkert hvað gerist. Ég held að þetta hafi verið rangt, en svona er þetta,“ sagði Glódís, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Glódís eftir Þýskalandsleikinn Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Sjá meira
„Þær skora úr færunum sínum og við gerum það ekki. Ég held að það sé kannski aðallega það sem skilur að,“ sagði Glódís eftir tapið í gærkvöldi. „Mér fannst við ná að loka vel á þær eins og við töluðum um fyrir leikinn og þær voru ekki að fá þessar fríu fyrirgjafir með mikið af leikmönnum inni í teig, allavega ekki eins mikið og maður bjóst við. Mér fannst við vera að vinna einvígin og návígin í leiknum og mér fannst við vera að láta þær finna fyrir því.“ „Svo náttúrulega fá þær þetta víti, en mér fannst við svara því gríðarlega vel. Við fáum færi í kjölfarið og hefðum getað jafnað og þá hefðum við verið komnar með allt annan leik. En í staðinn fáum við mark í andlitið og þannig er það bara í svona leikjum þegar þú reynir að sækja markið. Við vildum fá stig.“ Íslenska liðið var í skotgröfunum stærstan hluta leiksins og Glódís segir það hafa kostað mikla orku. „Auðvitað tekur það gríðarlega orku. Það er mikil vinnusemi í leikmönnunum og sérstaklega í leikmönnunum fyrir framan okkur í öftustu línu. Það eru þær sem eru að gera vinnuna fyrir okkur auðveldari. Mér fannst þær skila sínu gríðarlega vel í dag.“ „Oft vorum við að ná að tengja og finna svæðin sem við vorum búin að tala um fyrir leikinn og það er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur. Við þurfum að geta gert enn betur í þessum stöðum af því að við erum að komast í fínar stöður sem geta orðið að færum og við þurfum bara að klára það. En ég er gríðarlega stolt af hugarfarinu í hópnum.“ Þýska liðið tók forystuna í síðari hálfleik með marki úr vítaspyrnu eftir að Telma Ívarsdóttir var dæmd brotleg eftir að hafa lent á Lea Schuller. Glódís er þó ekki sannfærð um að það hafi verið réttur dómur. „Ég veit það ekki. Ég heyri bara í Telmu kalla og svo sé ég ekkert nema að mér finnst hún fá frían skalla. Mér finnst hún ekki geta fengið frían skalla og víti. En eins og ég segi ég veit ekkert hvað gerist. Ég held að þetta hafi verið rangt, en svona er þetta,“ sagði Glódís, en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Glódís eftir Þýskalandsleikinn
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Leik lokið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Þýskaland 0-2 | Erfitt kvöld á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti þola 0-2 tap er liðið tók á móti Þjóðverjum í Þjóðadeild kvenna á Laugardalsvelli í kvöld. 31. október 2023 21:15
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn