Neville gagnrýnir kaupin á Antony og kennir Glazerunum um þau Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2023 12:31 Antony hefur ekki fundið fjölina sína hjá Manchester United. getty/Robbie Jay Barratt Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, gagnrýnir kaup félagsins á brasilíska kantmanninum Antony. Hann kennir hins vegar eigendum United um þau en ekki knattspyrnustjóranum og segir að þau hafi verið gerð í óðagoti. United keypti Antony frá Ajax í fyrra fyrir rúmlega 82 milljónir punda. Hann er næstdýrasti leikmaður í sögu félagsins. Brassinn hefur ekki gert mikið til að réttlæta verðmiðann en hann hefur aðeins skorað átta mörk í 53 leikjum fyrir United og ekki átt fast sæti í byrjunarliði Rauðu djöflanna. Phil McNulty, blaðamaður BBC, gagnrýndi kaupin á Antony og sagði að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, væri ábyrgur fyrir þeim en ekki eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan umdeilda. Antony lék undir stjórn Ten Hags hjá Ajax. Neville var ekki sammála McNulty, tók til máls á Twitter og kenndi Glazerunum um kaupin á Antony. „Ég skil hvað þú ert að segja en ef krakkarnir biðja endalaust um eitthvað og foreldrarnir halda áfram að borga hverjum kennirðu um?“ skrifaði Neville. „Setjum þetta í samhengi. Við töpuðum fyrir Brighton og Brentford og félagið var í óðagotsástandi eins og venjulega og sagði já við kaupunum á Casemiro og Antony. Algjöra óðagotið og skortur á leiðtogahæfni er allt Glazerunum að kenna! Þeir hafa gert þetta í áratug.“ Antony kom inn á sem varamaður undir lok leiks United og Manchester City um helgina og gerði ekkert annað en sparka í Belgann Jérémy Doku. Neville sagði að Antony hefði verið stálheppinn að sleppa við rautt spjald. United er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir tíu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Fulham á Craven Cottage á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira
United keypti Antony frá Ajax í fyrra fyrir rúmlega 82 milljónir punda. Hann er næstdýrasti leikmaður í sögu félagsins. Brassinn hefur ekki gert mikið til að réttlæta verðmiðann en hann hefur aðeins skorað átta mörk í 53 leikjum fyrir United og ekki átt fast sæti í byrjunarliði Rauðu djöflanna. Phil McNulty, blaðamaður BBC, gagnrýndi kaupin á Antony og sagði að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, væri ábyrgur fyrir þeim en ekki eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan umdeilda. Antony lék undir stjórn Ten Hags hjá Ajax. Neville var ekki sammála McNulty, tók til máls á Twitter og kenndi Glazerunum um kaupin á Antony. „Ég skil hvað þú ert að segja en ef krakkarnir biðja endalaust um eitthvað og foreldrarnir halda áfram að borga hverjum kennirðu um?“ skrifaði Neville. „Setjum þetta í samhengi. Við töpuðum fyrir Brighton og Brentford og félagið var í óðagotsástandi eins og venjulega og sagði já við kaupunum á Casemiro og Antony. Algjöra óðagotið og skortur á leiðtogahæfni er allt Glazerunum að kenna! Þeir hafa gert þetta í áratug.“ Antony kom inn á sem varamaður undir lok leiks United og Manchester City um helgina og gerði ekkert annað en sparka í Belgann Jérémy Doku. Neville sagði að Antony hefði verið stálheppinn að sleppa við rautt spjald. United er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir tíu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Fulham á Craven Cottage á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool „Ég vil drepa Manchester United“ Baulað stanslaust á Carlos Tevez í góðgerðaleik á Old Trafford Hafa ekki efni á að borga „Man United skattinn“ Sjá meira