Neville gagnrýnir kaupin á Antony og kennir Glazerunum um þau Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2023 12:31 Antony hefur ekki fundið fjölina sína hjá Manchester United. getty/Robbie Jay Barratt Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, gagnrýnir kaup félagsins á brasilíska kantmanninum Antony. Hann kennir hins vegar eigendum United um þau en ekki knattspyrnustjóranum og segir að þau hafi verið gerð í óðagoti. United keypti Antony frá Ajax í fyrra fyrir rúmlega 82 milljónir punda. Hann er næstdýrasti leikmaður í sögu félagsins. Brassinn hefur ekki gert mikið til að réttlæta verðmiðann en hann hefur aðeins skorað átta mörk í 53 leikjum fyrir United og ekki átt fast sæti í byrjunarliði Rauðu djöflanna. Phil McNulty, blaðamaður BBC, gagnrýndi kaupin á Antony og sagði að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, væri ábyrgur fyrir þeim en ekki eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan umdeilda. Antony lék undir stjórn Ten Hags hjá Ajax. Neville var ekki sammála McNulty, tók til máls á Twitter og kenndi Glazerunum um kaupin á Antony. „Ég skil hvað þú ert að segja en ef krakkarnir biðja endalaust um eitthvað og foreldrarnir halda áfram að borga hverjum kennirðu um?“ skrifaði Neville. „Setjum þetta í samhengi. Við töpuðum fyrir Brighton og Brentford og félagið var í óðagotsástandi eins og venjulega og sagði já við kaupunum á Casemiro og Antony. Algjöra óðagotið og skortur á leiðtogahæfni er allt Glazerunum að kenna! Þeir hafa gert þetta í áratug.“ Antony kom inn á sem varamaður undir lok leiks United og Manchester City um helgina og gerði ekkert annað en sparka í Belgann Jérémy Doku. Neville sagði að Antony hefði verið stálheppinn að sleppa við rautt spjald. United er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir tíu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Fulham á Craven Cottage á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
United keypti Antony frá Ajax í fyrra fyrir rúmlega 82 milljónir punda. Hann er næstdýrasti leikmaður í sögu félagsins. Brassinn hefur ekki gert mikið til að réttlæta verðmiðann en hann hefur aðeins skorað átta mörk í 53 leikjum fyrir United og ekki átt fast sæti í byrjunarliði Rauðu djöflanna. Phil McNulty, blaðamaður BBC, gagnrýndi kaupin á Antony og sagði að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri United, væri ábyrgur fyrir þeim en ekki eigendur félagsins, Glazer-fjölskyldan umdeilda. Antony lék undir stjórn Ten Hags hjá Ajax. Neville var ekki sammála McNulty, tók til máls á Twitter og kenndi Glazerunum um kaupin á Antony. „Ég skil hvað þú ert að segja en ef krakkarnir biðja endalaust um eitthvað og foreldrarnir halda áfram að borga hverjum kennirðu um?“ skrifaði Neville. „Setjum þetta í samhengi. Við töpuðum fyrir Brighton og Brentford og félagið var í óðagotsástandi eins og venjulega og sagði já við kaupunum á Casemiro og Antony. Algjöra óðagotið og skortur á leiðtogahæfni er allt Glazerunum að kenna! Þeir hafa gert þetta í áratug.“ Antony kom inn á sem varamaður undir lok leiks United og Manchester City um helgina og gerði ekkert annað en sparka í Belgann Jérémy Doku. Neville sagði að Antony hefði verið stálheppinn að sleppa við rautt spjald. United er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig eftir tíu leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Fulham á Craven Cottage á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira