Svæðinu umhverfis skakka turninn í Bologna lokað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 08:46 Torginu umhverfis turninn verður lokað á meðan undirstöður hans verða styrktar. Getty/UEFA/Emilio Andreoli Borgaryfirvöld í Bologna á Ítalíu hafa ákveðið að loka torginu umhverfis Garisenda-turninn í nokkur ár, þar sem áhyggjur eru uppi af því hversu mikið turninn hallar. Matteo Lepore, borgarstjóri Bologna, segir nauðsynlegt að loka Piazza di Porta Ravegnana til að bjarga turninum; það sé ekki vegna þess að hrun hans sé yfirvofandi heldur sé nauðynlegt að tryggja öryggi hans til framtíðar. Garisenda-turninn er 48 metra hár og hallar fjórar gráður, það er lítillega meira en hinn frægari Skakki turn í Písa, sem hallar 3,9 gráður. Örlög Garisenda-turnsins hafa verið í umræðunni síðustu misseri eftir að vísindamenn frá Bologna-háskóla námu óeðlilegar hreyfingar á turninum. Turninn, sem var reistur á 12. öld, er talinn halla vegna jarðsigs á 14. öld en nú stendur til að styrkja undirstöður hans. Asinelli-turninum, sem stendur við hlið Garisenda-turnins, hefur einnig verið lokað en hingað til hefur gestum verið hleypt upp í fyrrnefnda. Íbúar óttast hið versta og einn sagði í samtali við Corriere della Sera að hingað til hefði hann tekið turnunum tveimur sem sjálfsögðum hlut. „Ég óttast að missa eitthvað sem er partur af sálu borgarinnar,“ sagði rit- og handritahöfundurinn Carlo Lucarelli. „Það er margt sem vekur áhyggjur mínar, sérstaklega sú staðreynd að þetta virðist hafa komið á óvart. En hvernig getur þetta komið á óvart ef það er búið að vera að fylgjast með turninum í mörg ár,“ segir leikarinn og leikstjórinn Giorgio Diritti. Garisenda- og Asinelli turnarnir eru nefndir í höfuðið á fjölskyldunum sem reistu þá og áttu í mikilli samkeppni. Garisenda-turninn var upphaflega 60 metra hár en var lækkaður þegar hann fór að halla. Hann er nefndur til sögunnar í verkum Dante, Dickens og Goethe. Ítalía Arkitektúr Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Sjá meira
Matteo Lepore, borgarstjóri Bologna, segir nauðsynlegt að loka Piazza di Porta Ravegnana til að bjarga turninum; það sé ekki vegna þess að hrun hans sé yfirvofandi heldur sé nauðynlegt að tryggja öryggi hans til framtíðar. Garisenda-turninn er 48 metra hár og hallar fjórar gráður, það er lítillega meira en hinn frægari Skakki turn í Písa, sem hallar 3,9 gráður. Örlög Garisenda-turnsins hafa verið í umræðunni síðustu misseri eftir að vísindamenn frá Bologna-háskóla námu óeðlilegar hreyfingar á turninum. Turninn, sem var reistur á 12. öld, er talinn halla vegna jarðsigs á 14. öld en nú stendur til að styrkja undirstöður hans. Asinelli-turninum, sem stendur við hlið Garisenda-turnins, hefur einnig verið lokað en hingað til hefur gestum verið hleypt upp í fyrrnefnda. Íbúar óttast hið versta og einn sagði í samtali við Corriere della Sera að hingað til hefði hann tekið turnunum tveimur sem sjálfsögðum hlut. „Ég óttast að missa eitthvað sem er partur af sálu borgarinnar,“ sagði rit- og handritahöfundurinn Carlo Lucarelli. „Það er margt sem vekur áhyggjur mínar, sérstaklega sú staðreynd að þetta virðist hafa komið á óvart. En hvernig getur þetta komið á óvart ef það er búið að vera að fylgjast með turninum í mörg ár,“ segir leikarinn og leikstjórinn Giorgio Diritti. Garisenda- og Asinelli turnarnir eru nefndir í höfuðið á fjölskyldunum sem reistu þá og áttu í mikilli samkeppni. Garisenda-turninn var upphaflega 60 metra hár en var lækkaður þegar hann fór að halla. Hann er nefndur til sögunnar í verkum Dante, Dickens og Goethe.
Ítalía Arkitektúr Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Sjá meira