„Svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. október 2023 21:37 Glódís Perla bar fyrirliðabandið og var valin maður leiksins. Hér sést hún hrifsa boltann af markaskoraranum Amalie Vangsgaard. Vísir / Hulda Margrét Íslenska landsliðið mátti þola sárt og svekkjandi 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildar kvenna. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði liðsins og maður leiksins að mati álitsgjafa Vísis, gaf sig til tals við blaðamann strax að leik loknum. Hún var skiljanlega svekkt á svip en sagðist stolt af liðinu og var ánægð að geta svarað fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik gegn Þýskalandi. „Gríðarlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu afþví mér fannst við spila vel. Er gríðarlega stolt af liðinu, hvernig við komum inn í þennan leik og svöruðum svolítið fyrir frammistöðuna sem við sýndum í leiknum þar á undan.“ Ísland reyndi fyrir sér nýtt leikkerfi sem virkaði vel lengst af. Danmörku tókst ekki að skapa sér mörg hættuleg færi og íslenska liðið varð yfirleitt ofan á í baráttunni um boltann. „Fyrst og fremst bara hugarfarið [sem við breyttum frá síðasta leik], við vorum fastar fyrir og lömdum á þeim. Okkur tókst að finna svæðin sem við ræddum um fyrir leik, sýndum gæði þar og hefðum getað gert það oftar en ég er samt gríðarlega ánægð með liðið í dag.“ Með þessu tapi breikkar bilið töluvert til efstu liða. Ísland situr nú í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með Þýskaland og Danmörku fyrir ofan sig en Wales fyrir neðan. Ólíklegt er að efstu tvö sætin séu möguleiki en mikilvægt er fyrir Ísland að halda sér í þriðja sætinu svo þær falli ekki niður í B-deild. „Markmiðið okkar er að halda okkur í A-deild, þar spilum við við bestu liðin og það er það sem við viljum. Fá svona leiki eins og í dag þar sem við þurfum að vera með 100% einbeitingu allan tímann. Við viljum klárlega halda okkur uppi.“ Það er stutt í næsta leik en íslenska liðið tekur á móti Þýskalandi á þriðjudaginn kemur og gefst færi á að hefna 4-0 tapið í síðustu viðureign liðanna. „Það var bara fullur fókus á þennan leik. Nú förum við bara upp á hótel í endurheimt, förum yfir það sem við gerðum vel í dag og hvað er hægt að gera betur. Svo byrjum við að einbeita okkur að Þýskalandi“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Hún var skiljanlega svekkt á svip en sagðist stolt af liðinu og var ánægð að geta svarað fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik gegn Þýskalandi. „Gríðarlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu afþví mér fannst við spila vel. Er gríðarlega stolt af liðinu, hvernig við komum inn í þennan leik og svöruðum svolítið fyrir frammistöðuna sem við sýndum í leiknum þar á undan.“ Ísland reyndi fyrir sér nýtt leikkerfi sem virkaði vel lengst af. Danmörku tókst ekki að skapa sér mörg hættuleg færi og íslenska liðið varð yfirleitt ofan á í baráttunni um boltann. „Fyrst og fremst bara hugarfarið [sem við breyttum frá síðasta leik], við vorum fastar fyrir og lömdum á þeim. Okkur tókst að finna svæðin sem við ræddum um fyrir leik, sýndum gæði þar og hefðum getað gert það oftar en ég er samt gríðarlega ánægð með liðið í dag.“ Með þessu tapi breikkar bilið töluvert til efstu liða. Ísland situr nú í þriðja sæti riðilsins í Þjóðadeildinni með Þýskaland og Danmörku fyrir ofan sig en Wales fyrir neðan. Ólíklegt er að efstu tvö sætin séu möguleiki en mikilvægt er fyrir Ísland að halda sér í þriðja sætinu svo þær falli ekki niður í B-deild. „Markmiðið okkar er að halda okkur í A-deild, þar spilum við við bestu liðin og það er það sem við viljum. Fá svona leiki eins og í dag þar sem við þurfum að vera með 100% einbeitingu allan tímann. Við viljum klárlega halda okkur uppi.“ Það er stutt í næsta leik en íslenska liðið tekur á móti Þýskalandi á þriðjudaginn kemur og gefst færi á að hefna 4-0 tapið í síðustu viðureign liðanna. „Það var bara fullur fókus á þennan leik. Nú förum við bara upp á hótel í endurheimt, förum yfir það sem við gerðum vel í dag og hvað er hægt að gera betur. Svo byrjum við að einbeita okkur að Þýskalandi“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Mest lesið Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Enski boltinn Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54
Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn