Gekk örna sinna á fjallstoppi í Nepal í mínus 27 Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2023 20:01 Tómas á toppi tindsins. Búinn að takast á við magapestina. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi Imje Tse í Nepal. Ferðin upp gekk vel að hans sögn. Hann þurfti þó að glíma við magapest í um 5.900 metra hæð og segir það ekki hafa farið fram hjá öðrum á leið upp. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi fjallsins Imje Tse í Nepal. Það er í 6.156 metra hæð. Tómas greinir frá tíðindunum á Facebook-síðu sinni þar sem mikill fjöldi hefur óskað honum til hamingju með áfangann. „Tilfinningin að vera efst á þessum ísilagða tindi má líkja við að standa í altari í skreyttri kirkju, með útsýni í allar áttir. Það voru um 40 fjallgöngukonur og menn sem reyndu sig við tindinn í nótt, enda veðurglugginn frábær,“ segir Tómas. Engin sunnudagsganga Hann lagði af stað, ásamt Sherpa Nimar, um miðnætti og var kominn um sexleytið á tindinn. „Við það hækkaði hitastigið á nokkrum mínútum úr mínus 27 í mínus 20. Útsýnið var engu líkt, eiginlega ennþá tilkomumeira en á Kalapatharr í nágrenni Everest og Pumori, 20 km vestar. Þetta var langt frá því að vera einhver sunnudagsganga - og mjög tæknilega krefjandi. Leiðin upp er afar grýtt og brött, og síðustu 3 klst. er grengið á broddum upp snarbratta kletta og jökulís þar sem maður hífir sig upp eftir köðlum (fixed ropes) sem hafa verið festir í ísinn,“ segir Tómas um ferðina. Hann segir aðstæður í haust hafa verið óvenju erfiðar vegna grjóthruns og að þeir hafi orðið varir við það. Tómas segir einnig frá því að hann hafi á leiðinni upp enn verið að glíma við magapest og hafi þurft að leysa úr því á miðri leið í 27 stiga frosti í 5.900 metra hæð. „Mæli ekki með því en við þetta hressust menn að nýju, nema hvað ég sá á leiðinni niður, í dagsbirtu, að ég hafði valið fallegasta staðinn á fjallinu fyrir þennan akút gjörning minn,“ segir Tómas og að meltingarvandræðin hafi ekki tafið þá að neinu ráði. Hann segir ferðina niður hafa gengið að óskum en að þeir hafi þurft að fara varlega. Ferðasöguna má lesa alla í færslu Tómasar hér að neðan. Nepal Fjallamennska Tómas Guðbjartsson Íslendingar erlendis Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, náði því í morgun að standa á tindi fjallsins Imje Tse í Nepal. Það er í 6.156 metra hæð. Tómas greinir frá tíðindunum á Facebook-síðu sinni þar sem mikill fjöldi hefur óskað honum til hamingju með áfangann. „Tilfinningin að vera efst á þessum ísilagða tindi má líkja við að standa í altari í skreyttri kirkju, með útsýni í allar áttir. Það voru um 40 fjallgöngukonur og menn sem reyndu sig við tindinn í nótt, enda veðurglugginn frábær,“ segir Tómas. Engin sunnudagsganga Hann lagði af stað, ásamt Sherpa Nimar, um miðnætti og var kominn um sexleytið á tindinn. „Við það hækkaði hitastigið á nokkrum mínútum úr mínus 27 í mínus 20. Útsýnið var engu líkt, eiginlega ennþá tilkomumeira en á Kalapatharr í nágrenni Everest og Pumori, 20 km vestar. Þetta var langt frá því að vera einhver sunnudagsganga - og mjög tæknilega krefjandi. Leiðin upp er afar grýtt og brött, og síðustu 3 klst. er grengið á broddum upp snarbratta kletta og jökulís þar sem maður hífir sig upp eftir köðlum (fixed ropes) sem hafa verið festir í ísinn,“ segir Tómas um ferðina. Hann segir aðstæður í haust hafa verið óvenju erfiðar vegna grjóthruns og að þeir hafi orðið varir við það. Tómas segir einnig frá því að hann hafi á leiðinni upp enn verið að glíma við magapest og hafi þurft að leysa úr því á miðri leið í 27 stiga frosti í 5.900 metra hæð. „Mæli ekki með því en við þetta hressust menn að nýju, nema hvað ég sá á leiðinni niður, í dagsbirtu, að ég hafði valið fallegasta staðinn á fjallinu fyrir þennan akút gjörning minn,“ segir Tómas og að meltingarvandræðin hafi ekki tafið þá að neinu ráði. Hann segir ferðina niður hafa gengið að óskum en að þeir hafi þurft að fara varlega. Ferðasöguna má lesa alla í færslu Tómasar hér að neðan.
Nepal Fjallamennska Tómas Guðbjartsson Íslendingar erlendis Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira