Þjálfaraleit KR: Ekki rætt við jafn marga og haldið hefur verið fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2023 13:00 Rúnar Kristinsson hætti sem þjálfari KR í haust eftir langan og farsælan tíma. Vísir/Hulda Margrét KR-ingar leita að nýjum þjálfara fyrir karlalið félagsins í fótbolta en Rúnar Kristinsson hætti með liðið eftir tímabilið. Margir hafa verið nefndir til sögunnar og orðaðir við Vesturbæjarfélagið og nú síðast Ólafur Ingi Skúlason. Formaður knattspyrnudeildar KR vildi ekki staðfesta nein nöfn í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hver er staðan á þjálfaraleit KR-inga? „Í lok tímabils og eftir að það varð ljóst að við myndum gera þessar breytingar þá settumst við niður og höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er, með þeim formerkjum að vanda okkur og flýta okkur hægt,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Aron Guðmundsson. Stjórnin fær tíma til að finna besta manninn í starfið. „Þó að allir vilji klára þessi þjálfaramál sem fyrst þá erum við ekki undir pressu. Við viljum bara vanda okkur og höfum átt ágætis samtal við nokkra aðila en ekki fjölmarga eins og einhverjir vilja meina. Við viljum vanda okkur og gera rétt af því að við erum ekki undir pressu. Það er enn þá bara októbermánuður,“ sagði Páll en hver er tímaraminn? Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.Vísir/Dúi „Við vorum að vonast til að hlutirnir myndu klárast í upphafi þessarar viku og við stefnum enn á það,“ sagði Páll. Koma enn nokkrir til greina eða eru þeir komnir niður á einn? „Við erum alla vega komnir á þann stað að við vonumst til að geta klárað ráðningu á allra næstu dögum,“ sagði Páll. „Þetta hefur ekki tekið lengri tíma en við áttum von á. Við vorum að gefa okkur smá tíma. Það er réttur hálfur mánuður síðan að tímabilið kláraðist. Leikmenn eru í frí. Þetta hefur hvorki tekið lengri né styttri tíma. Þetta er farvegurinn í ljósi þess að við viljum bara vanda okkur,“ sagði Páll. Það hefur verið fullyrt í hlaðvarpsþáttum að Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari liðsins. „Ég ætla ekki að gefa upp nein nöfn á þessum tímapunkti. Það hefur margt verið fullyrt undanfarið í þessum hlaðvörpum. Ég held að það sé búið að nefna alla þjálfara í tveimur efstu deildunum og bendla þá við okkur á einhverjum tímapunkti sem er fjarri lagi. Við höfum rætt við nokkra aðila,“ sagði Páll. Besta deild karla KR Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Margir hafa verið nefndir til sögunnar og orðaðir við Vesturbæjarfélagið og nú síðast Ólafur Ingi Skúlason. Formaður knattspyrnudeildar KR vildi ekki staðfesta nein nöfn í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. En hver er staðan á þjálfaraleit KR-inga? „Í lok tímabils og eftir að það varð ljóst að við myndum gera þessar breytingar þá settumst við niður og höfum reynt að vinna þetta eins faglega og hægt er, með þeim formerkjum að vanda okkur og flýta okkur hægt,“ sagði Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, í samtali við Aron Guðmundsson. Stjórnin fær tíma til að finna besta manninn í starfið. „Þó að allir vilji klára þessi þjálfaramál sem fyrst þá erum við ekki undir pressu. Við viljum bara vanda okkur og höfum átt ágætis samtal við nokkra aðila en ekki fjölmarga eins og einhverjir vilja meina. Við viljum vanda okkur og gera rétt af því að við erum ekki undir pressu. Það er enn þá bara októbermánuður,“ sagði Páll en hver er tímaraminn? Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.Vísir/Dúi „Við vorum að vonast til að hlutirnir myndu klárast í upphafi þessarar viku og við stefnum enn á það,“ sagði Páll. Koma enn nokkrir til greina eða eru þeir komnir niður á einn? „Við erum alla vega komnir á þann stað að við vonumst til að geta klárað ráðningu á allra næstu dögum,“ sagði Páll. „Þetta hefur ekki tekið lengri tíma en við áttum von á. Við vorum að gefa okkur smá tíma. Það er réttur hálfur mánuður síðan að tímabilið kláraðist. Leikmenn eru í frí. Þetta hefur hvorki tekið lengri né styttri tíma. Þetta er farvegurinn í ljósi þess að við viljum bara vanda okkur,“ sagði Páll. Það hefur verið fullyrt í hlaðvarpsþáttum að Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari liðsins. „Ég ætla ekki að gefa upp nein nöfn á þessum tímapunkti. Það hefur margt verið fullyrt undanfarið í þessum hlaðvörpum. Ég held að það sé búið að nefna alla þjálfara í tveimur efstu deildunum og bendla þá við okkur á einhverjum tímapunkti sem er fjarri lagi. Við höfum rætt við nokkra aðila,“ sagði Páll.
Besta deild karla KR Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira