Stórt fyrir íslenskan handbolta: „Þetta var mikið sjokk fyrir þá“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. október 2023 11:01 Gunnar Magnússon hafði ríka ástæðu til að fagna í gær. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var að vonum ánægður eftir afar sterkan sigur hans manna á Nærbö frá Noregi í EHF-bikarnum í handbolta í gær. Afturelding vann sex marka sigur þar sem mark Þorsteins Leó Gunnarssonar þegar örfáar sekúndur voru eftir skaut Mosfellinga áfram. Afturelding hafði tapað fyrri leiknum ytra með fimm marka mun svo ljóst var að ekkert annað en sex marka sigur eða stærri myndi skjóta þeim áfram í 32-liða úrslitin. Mark Þorsteins Leó, sem var hans ellefta í leiknum, tryggði þeim 29-23 sigur og því samanlagðan 51-50 sigur í einvíginu. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega gaman að vinna þetta á þennan hátt. Auðvitað var þetta bara þannig að við skorum sigurmarkið á síðustu sekúndunum og það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta var hörkueinvígi og gaman að slá út sterkt lið. Þetta var mjög gaman og stór stund fyrir okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Vísi. Þorsteinn Leó Gunnarsson fór mikinn og skoraði ellefu mörk í leiknum, þar á meðal sigurmark einvígisins þegar örfáar sekúndur lifðu leiks.Vísir/Pawel Nærbö vann keppnina árið 2022 og lék til úrslita í henni í fyrra. Sigurinn er því stór fyrir Aftureldingu. „Þetta lið var í úrslitum í fyrra og vann Áskorendabikarinn fyrir tveimur árum og maður sá eftir leik að þetta var mikið sjokk fyrir þá að tapa fyrir okkur. Þeir voru brattir fyrir leik eftir að hafa unnið okkur með fimm mörkum úti. En við fundum eftir þann leik að við áttum mikið inni og höfðum fulla trú á því að við gætum snúið þessu við á heimavelli. Það var bara frábært á klára þetta og stórt fyrir okkar félag,“ segir Gunnar. Ísland með fjögur lið af 32 Afturelding varð í gær fjórða íslenska liðið til að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. FH hafði fyrr um daginn unnið sterkan sigur á Partizan í Serbíu, Valur sló örugglega út Polva Serviti frá Eistlandi og ÍBV henti Red Boys Differdange frá Lúxemborg úr keppni. Gunnar segir það stórt fyrir íslenskan handbolta að eiga svo mörg lið í keppninni. „Við tölum um það að Olís-deildin sé alltaf að styrkjast og það er mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að liðið nái góðum árangri í Evrópukeppni,“ „Það eru 32 lið eftir í þessari keppni og þar af eru fjögur frá Íslandi. Við erum að slá út sterkt lið frá Noregi sem er með nokkra atvinnumenn og meiri fjárráð heldur en við. Fyrir íslenskan handbolta að vera með fjögur lið í þessari keppni er frábært,“ segir Gunnar. Dregið verður í 32-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur. Leikirnir í þeirri umferð fara fram í lok nóvember og byrjun desember. Afturelding Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Afturelding hafði tapað fyrri leiknum ytra með fimm marka mun svo ljóst var að ekkert annað en sex marka sigur eða stærri myndi skjóta þeim áfram í 32-liða úrslitin. Mark Þorsteins Leó, sem var hans ellefta í leiknum, tryggði þeim 29-23 sigur og því samanlagðan 51-50 sigur í einvíginu. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega gaman að vinna þetta á þennan hátt. Auðvitað var þetta bara þannig að við skorum sigurmarkið á síðustu sekúndunum og það gerir þetta enn skemmtilegra. Þetta var hörkueinvígi og gaman að slá út sterkt lið. Þetta var mjög gaman og stór stund fyrir okkur,“ segir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, í samtali við Vísi. Þorsteinn Leó Gunnarsson fór mikinn og skoraði ellefu mörk í leiknum, þar á meðal sigurmark einvígisins þegar örfáar sekúndur lifðu leiks.Vísir/Pawel Nærbö vann keppnina árið 2022 og lék til úrslita í henni í fyrra. Sigurinn er því stór fyrir Aftureldingu. „Þetta lið var í úrslitum í fyrra og vann Áskorendabikarinn fyrir tveimur árum og maður sá eftir leik að þetta var mikið sjokk fyrir þá að tapa fyrir okkur. Þeir voru brattir fyrir leik eftir að hafa unnið okkur með fimm mörkum úti. En við fundum eftir þann leik að við áttum mikið inni og höfðum fulla trú á því að við gætum snúið þessu við á heimavelli. Það var bara frábært á klára þetta og stórt fyrir okkar félag,“ segir Gunnar. Ísland með fjögur lið af 32 Afturelding varð í gær fjórða íslenska liðið til að komast áfram í 32-liða úrslit keppninnar. FH hafði fyrr um daginn unnið sterkan sigur á Partizan í Serbíu, Valur sló örugglega út Polva Serviti frá Eistlandi og ÍBV henti Red Boys Differdange frá Lúxemborg úr keppni. Gunnar segir það stórt fyrir íslenskan handbolta að eiga svo mörg lið í keppninni. „Við tölum um það að Olís-deildin sé alltaf að styrkjast og það er mikilvægt fyrir íslenskan handbolta að liðið nái góðum árangri í Evrópukeppni,“ „Það eru 32 lið eftir í þessari keppni og þar af eru fjögur frá Íslandi. Við erum að slá út sterkt lið frá Noregi sem er með nokkra atvinnumenn og meiri fjárráð heldur en við. Fyrir íslenskan handbolta að vera með fjögur lið í þessari keppni er frábært,“ segir Gunnar. Dregið verður í 32-liða úrslitin á þriðjudaginn kemur. Leikirnir í þeirri umferð fara fram í lok nóvember og byrjun desember.
Afturelding Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira