Goðsögnin Bobby Charlton látinn Viktor Örn Ásgeirsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 21. október 2023 15:06 Sir Bobby Charlton er látinn, 86 ára að aldri. Getty/Laurence Griffiths Heimsmeistarinn og fótboltagoðsögnin Sir Bobby Charlton lést í morgun, laugardag, 86 ára gamall. Charlton lést friðsamlega í faðmi fjölskyldunnar eftir því sem segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Charlton er í dýrlingatölu hjá stuðningsmönnum Manchester United. Hann lék fyrir félagið í sautján ár, frá 1956 til 1973, og skoraði 249 mörk fyrir félagið í 758 leikjum. „Manchester United syrgir fráfall Sir Bobby Charlton, eins merkasta og ástsælasta leikmanns í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Manchester United. „Sir Bobby var hetja milljóna, ekki bara í Manchester eða Bretlandi, heldur hvar sem fótbolti er spilaður um allan heim,“ „Hann var dáður jafn mikið fyrir íþróttamennsku sína og heilindi eins og hann var fyrir framúrskarandi eiginleika sína sem knattspyrnumaður; Sir Bobby verður alltaf minnst sem risa leiksins.“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Charlton þótti afar lipur leikmaður.Getty Charlton var hluti af liði Manchester United sem vann enska meistaratitilinn og enska bikarinn árið 1957 og skoraði þar tíu mörk í aðeins 14 deildarleikjum. Það lið var gjarnan nefnt Busby Babes þar sem vísað er í knattspyrnustjórann Sir Matt Busby og ungt liðið sem að mestu samanstóð af mönnum sem komu upp í gegnum unglingastarf Manchester United. Stór hluti þess meistaraliðs, sem var aðeins með meðalaldur upp á 22 ár, lést í flugslysi þegar liðið var á leið í Evrópuleik í München árið 1958. Charlton var á meðal þeirra sem lifðu slysið af og var átti hann stóran þátt í uppbyggingarstarfi United í kjölfarið sem kom sterkt til baka á sjöunda áratugnum og vann Englandsmeistaratitla 1965 og 1967 og Meistaradeild Evrópu 1968. Charlton fagnar heimsmeistaratitlinum á Wembley árið 1966.Getty Hann var lykilleikmaður í sigri Englands á HM árið 1966 og á að baki 106 leiki fyrir England. Hann skoraði í þeim landsleikjum 49 mörk og var markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins frá því að landsliðsferli hans lauk árið 1970, allt þar til Wayne Rooney bætti metið árið 2015. Charlton skoraði bæði mörk Englands í 2-1 sigri á landsliði Portúgals, sem leitt var Eusébio, í undanúrslitum heimsmeistaramótsins 1966 og átti lykilþátt í eina heimsmeistaratitli Englands sem vannst á heimavelli það ár eftir sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitum. Charlton var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins en fyrr um vorið hafði hann verið útnefndur besti leikmaður tímabilsins á Englandi. Árið 1966 hlaut hann einnig gullhnöttinn, Ballon d'Or, sem besti leikmaður heims það árið. Eftir að leikmannaferlinum lauk reyndi Charlton við sig í þjálfun hjá Preston North End frá 1973 til 1975 og hann stýrði svo Wigan Athletic tímabundið árið 1983. Árið 1984 hlaut hann sæti í stjórn Manchester United og starfaði hann í stjórn félagsins fram á annan áratug 21. aldarinnar. Charlton fagnar FA-bikartitli ásamt leikmönnum Manchester United.Getty Charlton var valinn besti leikmaður ensku deildarinnar árið 1966.Getty Charlton ásamt tveimur öðrum goðsögnum United, Denis Law og George Best.Getty Fótbolti Andlát Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Charlton lést friðsamlega í faðmi fjölskyldunnar eftir því sem segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Charlton er í dýrlingatölu hjá stuðningsmönnum Manchester United. Hann lék fyrir félagið í sautján ár, frá 1956 til 1973, og skoraði 249 mörk fyrir félagið í 758 leikjum. „Manchester United syrgir fráfall Sir Bobby Charlton, eins merkasta og ástsælasta leikmanns í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Manchester United. „Sir Bobby var hetja milljóna, ekki bara í Manchester eða Bretlandi, heldur hvar sem fótbolti er spilaður um allan heim,“ „Hann var dáður jafn mikið fyrir íþróttamennsku sína og heilindi eins og hann var fyrir framúrskarandi eiginleika sína sem knattspyrnumaður; Sir Bobby verður alltaf minnst sem risa leiksins.“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Charlton þótti afar lipur leikmaður.Getty Charlton var hluti af liði Manchester United sem vann enska meistaratitilinn og enska bikarinn árið 1957 og skoraði þar tíu mörk í aðeins 14 deildarleikjum. Það lið var gjarnan nefnt Busby Babes þar sem vísað er í knattspyrnustjórann Sir Matt Busby og ungt liðið sem að mestu samanstóð af mönnum sem komu upp í gegnum unglingastarf Manchester United. Stór hluti þess meistaraliðs, sem var aðeins með meðalaldur upp á 22 ár, lést í flugslysi þegar liðið var á leið í Evrópuleik í München árið 1958. Charlton var á meðal þeirra sem lifðu slysið af og var átti hann stóran þátt í uppbyggingarstarfi United í kjölfarið sem kom sterkt til baka á sjöunda áratugnum og vann Englandsmeistaratitla 1965 og 1967 og Meistaradeild Evrópu 1968. Charlton fagnar heimsmeistaratitlinum á Wembley árið 1966.Getty Hann var lykilleikmaður í sigri Englands á HM árið 1966 og á að baki 106 leiki fyrir England. Hann skoraði í þeim landsleikjum 49 mörk og var markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins frá því að landsliðsferli hans lauk árið 1970, allt þar til Wayne Rooney bætti metið árið 2015. Charlton skoraði bæði mörk Englands í 2-1 sigri á landsliði Portúgals, sem leitt var Eusébio, í undanúrslitum heimsmeistaramótsins 1966 og átti lykilþátt í eina heimsmeistaratitli Englands sem vannst á heimavelli það ár eftir sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitum. Charlton var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins en fyrr um vorið hafði hann verið útnefndur besti leikmaður tímabilsins á Englandi. Árið 1966 hlaut hann einnig gullhnöttinn, Ballon d'Or, sem besti leikmaður heims það árið. Eftir að leikmannaferlinum lauk reyndi Charlton við sig í þjálfun hjá Preston North End frá 1973 til 1975 og hann stýrði svo Wigan Athletic tímabundið árið 1983. Árið 1984 hlaut hann sæti í stjórn Manchester United og starfaði hann í stjórn félagsins fram á annan áratug 21. aldarinnar. Charlton fagnar FA-bikartitli ásamt leikmönnum Manchester United.Getty Charlton var valinn besti leikmaður ensku deildarinnar árið 1966.Getty Charlton ásamt tveimur öðrum goðsögnum United, Denis Law og George Best.Getty
Fótbolti Andlát Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira