Þarf að hugsa extra vel um mig og þá er þetta bærilegt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2023 09:30 Sævar Atli er að spila í gegnum meiðsli. Lyngby Sævar Atli Magnússon ætlar að harka í gegnum meiðsli sín fram til áramóta en hann er að glíma við kviðslit. Hann nýtur sín vel í Íslendinganýlendunni í Lyngby í Danmörku. Sævar Atli hefur verið fastamaður í liði Lyngby sem hefur byrjað tímabilið í Danmörku af krafti eftir að bjarga sér á ævintýralegan hátt á síðustu leiktíð. Hann var ekki með íslenska landsliðinu í nýafstöðnu verkefni gegn Lúxemborg og Liechtenstein þar sem hann er að glíma við meiðsli og fékk frí. Sævar Atli hefur spilað 5 A-landsleiki á ferlinum.Vísir/Sigurjón Ólason „Þetta er smá flókið, er að æfa og spila í rauninni en er með tegund af kviðsliti. Mun þurfa að spila og æfa svona út árið að minnsta kosti, þetta er erfitt og er byrjað að hafa smá áhrif á daglegt líf núna. Þarf að hugsa extra vel um mig og þá er þetta bærilegt. Maður ætlar að reyna halda verknum bærilegum út árið,“ sagði Sævar Atli um meiðslin. Hann var svo spurður hvort hann væri ekki að pína sig með því að spila í gegnum meiðslin. „Jújú en maður er alinn upp þannig í Leikni Reykjavík að maður þarf bara að komast í gegnum þetta. Ég er 100 prósent viss um að margir íþróttamenn gangi í gegnum meiðsli á einhverjum tímapunkti og þeir harki af sér. Spilar ekki marga leiki á tímabilinu 100 prósent heill, þetta er bara svona. Ég mun komast í gegnum þetta, ekkert mál.“ Engin íslenska í klefanum Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hefur myndað ákveðna Íslendinganýlendu hjá félaginu en sem stendur eru Sævar Atli, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen á mála hjá félaginu. Sá síðastnefndi er á láni frá IFK Norrköping í Svíþjóð. „Erum komnir með nýja sekt í „sektarformúluna“ okkar. Það er bannað að tala íslensku, vilja meina að við tölum of mikla íslensku inn í klefanum. Við höldum klárlega mikið hópinn og ég, Kolbeinn og Andri Lucas erum nálægt hver öðrum í aldri.“ „Ég er með samning til 2025 og líður mjög vel. Maður má ekki fara fram úr sér núna, Freysi yrði ekki ánægður með það en eins og staðan er núna getum við náð frábærum árangri og besta árangri Lyngby lengi. Ef það gengur upp þá mun ég allavega klára samninginn minn en maður stefnir alltaf hærra og vonandi kemst ég hærra. Eins og er líður mér mjög vel og ætla að reyna spila ennþá betur á næsta ári,“ sagði Sævar Atli að lokum en ljóst er að honum líður vel hjá félaginu og það metur hann mikils. SÆVAR OG DANI BLEV GJORT KLAR TIL HALLOWEEN Søndag er der halloween på Lyngby Stadion, og for at komme i helt rette stemning sendte vi Sævar Magnusson og Dani på Bakken for at prøve deres uhyggelige Rædselsdyb Lad os bare sige det sådan, at spillerne hurtigt kom i den pic.twitter.com/n8jE4IR8fd— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) October 20, 2023 Sævar Atli og félagar mæta AGF í hádeginu á sunnudag. Sigur þar gæti lyft Lyngby upp í 4. sætið. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira
Sævar Atli hefur verið fastamaður í liði Lyngby sem hefur byrjað tímabilið í Danmörku af krafti eftir að bjarga sér á ævintýralegan hátt á síðustu leiktíð. Hann var ekki með íslenska landsliðinu í nýafstöðnu verkefni gegn Lúxemborg og Liechtenstein þar sem hann er að glíma við meiðsli og fékk frí. Sævar Atli hefur spilað 5 A-landsleiki á ferlinum.Vísir/Sigurjón Ólason „Þetta er smá flókið, er að æfa og spila í rauninni en er með tegund af kviðsliti. Mun þurfa að spila og æfa svona út árið að minnsta kosti, þetta er erfitt og er byrjað að hafa smá áhrif á daglegt líf núna. Þarf að hugsa extra vel um mig og þá er þetta bærilegt. Maður ætlar að reyna halda verknum bærilegum út árið,“ sagði Sævar Atli um meiðslin. Hann var svo spurður hvort hann væri ekki að pína sig með því að spila í gegnum meiðslin. „Jújú en maður er alinn upp þannig í Leikni Reykjavík að maður þarf bara að komast í gegnum þetta. Ég er 100 prósent viss um að margir íþróttamenn gangi í gegnum meiðsli á einhverjum tímapunkti og þeir harki af sér. Spilar ekki marga leiki á tímabilinu 100 prósent heill, þetta er bara svona. Ég mun komast í gegnum þetta, ekkert mál.“ Engin íslenska í klefanum Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, hefur myndað ákveðna Íslendinganýlendu hjá félaginu en sem stendur eru Sævar Atli, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen á mála hjá félaginu. Sá síðastnefndi er á láni frá IFK Norrköping í Svíþjóð. „Erum komnir með nýja sekt í „sektarformúluna“ okkar. Það er bannað að tala íslensku, vilja meina að við tölum of mikla íslensku inn í klefanum. Við höldum klárlega mikið hópinn og ég, Kolbeinn og Andri Lucas erum nálægt hver öðrum í aldri.“ „Ég er með samning til 2025 og líður mjög vel. Maður má ekki fara fram úr sér núna, Freysi yrði ekki ánægður með það en eins og staðan er núna getum við náð frábærum árangri og besta árangri Lyngby lengi. Ef það gengur upp þá mun ég allavega klára samninginn minn en maður stefnir alltaf hærra og vonandi kemst ég hærra. Eins og er líður mér mjög vel og ætla að reyna spila ennþá betur á næsta ári,“ sagði Sævar Atli að lokum en ljóst er að honum líður vel hjá félaginu og það metur hann mikils. SÆVAR OG DANI BLEV GJORT KLAR TIL HALLOWEEN Søndag er der halloween på Lyngby Stadion, og for at komme i helt rette stemning sendte vi Sævar Magnusson og Dani på Bakken for at prøve deres uhyggelige Rædselsdyb Lad os bare sige det sådan, at spillerne hurtigt kom i den pic.twitter.com/n8jE4IR8fd— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) October 20, 2023 Sævar Atli og félagar mæta AGF í hádeginu á sunnudag. Sigur þar gæti lyft Lyngby upp í 4. sætið.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Sjá meira