Fer Eiður Smári í Vesturbæinn? Valur Páll Eiríksson skrifar 20. október 2023 07:00 Eiður Smári Guðjohnsen Vísir/Hulda Margrét Vesturbæingar spyrja sig þessa dagana hver tekur við karlaliði félagsins í fótbolta. Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, segir viðræður langt komnar við ónefndan aðila. KR-ingar vonast til þess að ganga frá þjálfaramálunum sem fyrst eftir helgi, eftir því sem Páll segir við íþróttadeild. Ljóst er að Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem var efstur á lista í Vesturbænum, fer til Haugesund og tekur ekki við starfi uppeldisfélagsins. Aðrir KR-ingar, þeir Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson, halda kyrru fyrir hjá sínum félögum, Breiðabliki og Stjörnunni. Þónokkur nöfn hafa verið á sveimi síðustu daga og vikur, þá hvað helst nafn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum leikmanns KR sem þjálfaði Keflavík þar til um mitt sumar. Hann hefur fundað með KR en óvíst er hvort hann taki við. Annar fyrrum leikmaður KR, Brynjar Björn Gunnarsson, er einnig á blaði í Vesturbænum. Hann er þjálfari Grindavíkur en var áður með HK hér heima og Örgryte í Svíþjóð. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla og fyrrum þjálfari Leiknis í Reykjavík, mun ekki taka við liðinu en staðfesti við íþróttadeild að hann hefði fengið símtal frá KR-ingum þar sem tekinn var á honum púlsinn. Hann kveðst sáttur hjá KSÍ og ekki á förum. Sigurvin Ólafsson er annar fyrrum leikmaður KR sem gæti verið maður í starfið. Hann stýrði KV við góðan orðstír áður en hann yfirgaf Vesturbæinn til að þjálfa FH hvar hann er í dag aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar. Sögusagnir á tíma brotthvarfs hans voru hins vegar á þann veg að honum hafi á vissan hátt verið bolað út með sífellt minnkandi hlutverki innan teymis aðalliðs KR, sem hann sinnti samhliða skyldum sínum hjá KV. Sagan sem heyrist hvað hæst úr Vesturbænum þessa dagana er að KR hyggist ráða fyrrum landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson og að goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék með KR sumarið 1998, verði honum til aðstoðar. Eiður Smári var aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar með U21 og A-landslið karla og þjálfaði einnig FH. Ólafur, sem er margfaldur Íslandsmeistari með FH og Val, var aftur á móti afgerandi þegar íþróttadeild sló á þráðinn og sagði engar viðræður hafa átt sér stað milli hans og KR. Fótbolti.net kastaði þá fram nafni Greggs Ryder, fyrrum þjálfara Þróttar og ÍBV, sem nú vinnur fyrir HB/Köge í Danmörku. Ekki náðist í Gregg við vinnslu fréttarinnar. Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður en ljóst er að KR-ingar vilja fá þjálfaramál sín á hreint sem fyrst enda samningslausir leikmenn, líkt og Kristinn Jónsson, sem bíða nýs þjálfara áður en þeir taka ákvörðun um framtíð sína. Besta deild karla KR Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira
KR-ingar vonast til þess að ganga frá þjálfaramálunum sem fyrst eftir helgi, eftir því sem Páll segir við íþróttadeild. Ljóst er að Óskar Hrafn Þorvaldsson, sem var efstur á lista í Vesturbænum, fer til Haugesund og tekur ekki við starfi uppeldisfélagsins. Aðrir KR-ingar, þeir Halldór Árnason og Jökull Elísabetarson, halda kyrru fyrir hjá sínum félögum, Breiðabliki og Stjörnunni. Þónokkur nöfn hafa verið á sveimi síðustu daga og vikur, þá hvað helst nafn Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar, fyrrum leikmanns KR sem þjálfaði Keflavík þar til um mitt sumar. Hann hefur fundað með KR en óvíst er hvort hann taki við. Annar fyrrum leikmaður KR, Brynjar Björn Gunnarsson, er einnig á blaði í Vesturbænum. Hann er þjálfari Grindavíkur en var áður með HK hér heima og Örgryte í Svíþjóð. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs karla og fyrrum þjálfari Leiknis í Reykjavík, mun ekki taka við liðinu en staðfesti við íþróttadeild að hann hefði fengið símtal frá KR-ingum þar sem tekinn var á honum púlsinn. Hann kveðst sáttur hjá KSÍ og ekki á förum. Sigurvin Ólafsson er annar fyrrum leikmaður KR sem gæti verið maður í starfið. Hann stýrði KV við góðan orðstír áður en hann yfirgaf Vesturbæinn til að þjálfa FH hvar hann er í dag aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar. Sögusagnir á tíma brotthvarfs hans voru hins vegar á þann veg að honum hafi á vissan hátt verið bolað út með sífellt minnkandi hlutverki innan teymis aðalliðs KR, sem hann sinnti samhliða skyldum sínum hjá KV. Sagan sem heyrist hvað hæst úr Vesturbænum þessa dagana er að KR hyggist ráða fyrrum landsliðsþjálfarann Ólaf Jóhannesson og að goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen, sem lék með KR sumarið 1998, verði honum til aðstoðar. Eiður Smári var aðstoðarþjálfari Arnars Þórs Viðarssonar með U21 og A-landslið karla og þjálfaði einnig FH. Ólafur, sem er margfaldur Íslandsmeistari með FH og Val, var aftur á móti afgerandi þegar íþróttadeild sló á þráðinn og sagði engar viðræður hafa átt sér stað milli hans og KR. Fótbolti.net kastaði þá fram nafni Greggs Ryder, fyrrum þjálfara Þróttar og ÍBV, sem nú vinnur fyrir HB/Köge í Danmörku. Ekki náðist í Gregg við vinnslu fréttarinnar. Fróðlegt verður að sjá hver framvindan verður en ljóst er að KR-ingar vilja fá þjálfaramál sín á hreint sem fyrst enda samningslausir leikmenn, líkt og Kristinn Jónsson, sem bíða nýs þjálfara áður en þeir taka ákvörðun um framtíð sína.
Besta deild karla KR Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Sjá meira