„Munurinn var Aron Rafn“ Hinrik Wöhler skrifar 18. október 2023 20:46 Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar brúnaþungur á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Haukar báru sigurorð af Aftureldingu í Olís deild karla á Ásvöllum í kvöld og lyfta sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Leikurinn endaði 27-23 fyrir Haukum og var Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, vonsvikinn í leikslok. „Munurinn var Aron Rafn á þessum liðum í kvöld og hann var stórkostlegur í markinu. Hann varði nítján bolta og tók mikið af skotum og að mínu mati munurinn á liðunum í kvöld. Ég var ánægður með mína menn varnarlega og það voru margar góðar sóknir en slúttin voru ekki góð og Aron fór illa með okkur,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Það er stutt á milli stríða hjá Mosfellingum en þeir kepptu á móti norska liðinu Nærbø IL í Evrópubikarkeppninni síðasta sunnudag. Gunnar telur að það hafi ekki verið nein þreytumerki á liðinu og ítrekaði að það var fyrst og fremst markvörður Hauka sem reyndist munurinn á liðunum í kvöld. „Nei, alls ekki þreyttir. Við vorum ferskir og mér fannst við gera margt vel og varnarleikurinn var góður. Við náðum oft að skapa okkur fín færi eftir góðar sóknir en við vorum í vandræðum að skora á hann [Aron Rafn Eðvarðsson] og kannski voru sum skotin ekki nægilega góð en að sama skapi var hann sjóðheitandi heitur í markinu og þar lá munurinn.” Haukar skoruðu þó nokkur mörk í tómt markið í leiknum eftir að Afturelding tók Jovan Kukobat úr markinu og reyndi að spila sjö á sex. Það gekk erfiðlega fyrir Mosfellinga og fengu þeir oftar en ekki ódýr mörk í bakið. „Þetta er eitt af okkar vopnum, sjö á sex. Það var bara sama, við fengum færi en skoruðum ekki. Það var dýrt að fá mark beint í bakið eftir að hafa misnotað færin en ég var ekkert óánægður með skipulagið í sjö á sex. Á meðan við vorum kaldir í færunum var þetta of mikil áhætta að mínu mati og ég hætti því í seinni hálfleik,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í þetta tiltekna leikplan. „Klár á því að við getum snúið þessu við“ Mosfellingar sitja í fjórða sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru búnar af Olís deildinni og eru á pari samkvæmt Gunnari. „Þetta er bara þokkaleg byrjun, við erum svipaðir eins og við héldum. Auðvitað viljum við reyna að vinna alla leiki og allt þetta, við erum á ágætis vegferð. Við eigum þó nóg inni og þá sérstaklega þegar við kemur sóknarleiknum,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í byrjun Aftureldingar á mótinu. Næsti leikur Aftureldingar er á móti norska liðinu Nærbø IL og þarf Afturelding að vinna upp fimm marka forskot frá fyrri leiknum út í Noregi. „Ég hef fulla trú á að við getum unnið þennan mun upp, það er klárt mál og sérstaklega ef við náum að fá Mosfellinga til að mæta og styðja okkur, fylla kofann og búum til alvöru gryfju. Munurinn á liðunum er ekki það mikill og fimm mörk eru fljót að fara í handbolta. Ef við fáum fullt hús og alvöru stuðning frá Mosfellingum þá er ég klár á því að við getum snúið þessu við þar,“ sagði Gunnar að lokum um Evrópuleikinn sem er framundan á laugardaginn. Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
„Munurinn var Aron Rafn á þessum liðum í kvöld og hann var stórkostlegur í markinu. Hann varði nítján bolta og tók mikið af skotum og að mínu mati munurinn á liðunum í kvöld. Ég var ánægður með mína menn varnarlega og það voru margar góðar sóknir en slúttin voru ekki góð og Aron fór illa með okkur,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Það er stutt á milli stríða hjá Mosfellingum en þeir kepptu á móti norska liðinu Nærbø IL í Evrópubikarkeppninni síðasta sunnudag. Gunnar telur að það hafi ekki verið nein þreytumerki á liðinu og ítrekaði að það var fyrst og fremst markvörður Hauka sem reyndist munurinn á liðunum í kvöld. „Nei, alls ekki þreyttir. Við vorum ferskir og mér fannst við gera margt vel og varnarleikurinn var góður. Við náðum oft að skapa okkur fín færi eftir góðar sóknir en við vorum í vandræðum að skora á hann [Aron Rafn Eðvarðsson] og kannski voru sum skotin ekki nægilega góð en að sama skapi var hann sjóðheitandi heitur í markinu og þar lá munurinn.” Haukar skoruðu þó nokkur mörk í tómt markið í leiknum eftir að Afturelding tók Jovan Kukobat úr markinu og reyndi að spila sjö á sex. Það gekk erfiðlega fyrir Mosfellinga og fengu þeir oftar en ekki ódýr mörk í bakið. „Þetta er eitt af okkar vopnum, sjö á sex. Það var bara sama, við fengum færi en skoruðum ekki. Það var dýrt að fá mark beint í bakið eftir að hafa misnotað færin en ég var ekkert óánægður með skipulagið í sjö á sex. Á meðan við vorum kaldir í færunum var þetta of mikil áhætta að mínu mati og ég hætti því í seinni hálfleik,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í þetta tiltekna leikplan. „Klár á því að við getum snúið þessu við“ Mosfellingar sitja í fjórða sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru búnar af Olís deildinni og eru á pari samkvæmt Gunnari. „Þetta er bara þokkaleg byrjun, við erum svipaðir eins og við héldum. Auðvitað viljum við reyna að vinna alla leiki og allt þetta, við erum á ágætis vegferð. Við eigum þó nóg inni og þá sérstaklega þegar við kemur sóknarleiknum,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í byrjun Aftureldingar á mótinu. Næsti leikur Aftureldingar er á móti norska liðinu Nærbø IL og þarf Afturelding að vinna upp fimm marka forskot frá fyrri leiknum út í Noregi. „Ég hef fulla trú á að við getum unnið þennan mun upp, það er klárt mál og sérstaklega ef við náum að fá Mosfellinga til að mæta og styðja okkur, fylla kofann og búum til alvöru gryfju. Munurinn á liðunum er ekki það mikill og fimm mörk eru fljót að fara í handbolta. Ef við fáum fullt hús og alvöru stuðning frá Mosfellingum þá er ég klár á því að við getum snúið þessu við þar,“ sagði Gunnar að lokum um Evrópuleikinn sem er framundan á laugardaginn.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira